Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 16

Dagfari - 01.10.2009, Blaðsíða 16
DAGFARI EFTIR ÖNNU TRYGGVADÓTTUR / Uganda er í miðri aus- tur Afríku, á einu eldfimasta svæði jarðarinnar. Þótt landið hafi undanfarin ár sýnt jákvæð merki um stöðugleika er ekki hægt að segja að þar ríki friður. Síðari hluti tutmgustu al- dar og fram á þá tuttugustu og fyrstu hefur einkennst af óg- narstjórnum og borgarastyrjöld. Innanlandsófriður ríkir enn í norðurhéruðum landsins. Stærstu vandamálin sem Uganda stendur frammi fyrir er endur- reisn samfélagsins eftir langvar- andi stríðsátök, vanþróun og fátækt. Talið er að um 38% þjóðarinnar séu enn undir fátæk- tarmörkum. Einungis 6% Úgand- abúa hafa aðgang að rafmagni og þriðjungur þjóðarinnar er ólæs. Þrátt fyrir að ýmislegt megi betur fara í stjórn Úganda hefur landinu tekist, með aðstoð alþjóðasam- félagsins, að draga verulega úr þeim fjölda íbúa sem lifir undir STÓRA fátæktarmörkum. Nemendum í skólum hefur líka fjölgað um meira en helming á rúmlega tíu árum. Lífið ÍÚganda Mörg hundruð þúsund Úganda- búar eru flóttamenn í eigin landi. Einnig eru þar margir flóttamenn frá stríðshrjáðum nágrannalönd- unum: Súdan, Kongó og Rúanda. Þegar ófriðurinn var mestur þurftu á aðra milljón manna að yfirgefa heimili sín. Erfið vand- amál fýlgja því þegar fólk reynir að snúa aftur til síns heima eftir að hafa verið flóttamenn. Oft hefur land þess verið nýtt af öðrum á meðan upphaflegir eig- endur voru á flótta og af því rísa eðlilega deilur. Vegna þess að karlmenn eru oftast opinberir eigendur landa lenda konur oft undir í slíkum deilum þegar þær snúa aftur án eiginmanna sinna, eins og er algengt þar sem karlar þurfa að berjast. I skæruhernaði hins kristilega andspyrnuhers í Úganda var mikill fjöldi barna og unglinga gerður að virkum þátttaken- dum. Talið er að yfir þrjátíu þú- sund börn hafi verið gerð að barnahermönnum, þriðjungur þeirra stúlkur. Hlutverk drengja í stríðinu er að berjast, en líka ræna vistum og verðmætum úr þor- punum. Stúlkurnar eru kynlífs- ambáttir. Þegar barnahermenn- irnir hafa tækifæri til að losna undan hernum bíður þeirra og samfélagsins erfitt verkefni við enduraðlögun. Börnin kljást ekki einungis við sálræn eftirköst stríðsins heldur hafa misst stóran hluta æskunnar, þar með talinn möguleikann á menntun. Samfél- agið á erfitt með að samþykkja þau, sérstaklega stúlkurnar sem hafa verið misnotaðar. Er Island aflögufært? Því hefur verið haldið fram að Island hafi ekki lengur efni á þróunaraðstoð. Heyrst hefur að efnahagsþrengingarnar gangi svo nærri þjóðarbúinu að við séum einfaldlega ekki aflögufær. Tilefni þessara athugasemda er umræða um fjárlög ársins 2010. Þar er gert ráð fyrir að ríflega 1,5 mil- ljarði verði varið til þróunarmála og í alþjóðlega hjálparstarfsemi. Þetta er niðurskurður um rúm 10 prósent frá fjárlögum 2009. Aðalsamstarfslönd Þróunarsam- vinnustofnunar Islands eru fimm og er Úganda eitt þeirra. Þótt kaupmáttur á Islandi minnki, erlend skuldastaða sé óhagstæð og raunvirði fasteigna

x

Dagfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.