Dagfari - 01.10.2009, Síða 22

Dagfari - 01.10.2009, Síða 22
DAGFARI EVRÓPUSAMVINNAN í ÞÁGU FRIÐAR EFTIR ÖNNU PÁLU SVERRISDÓTTUR ER Evrópusambandið var stofnað til að stuðla að friði í Evrópu. Þetta vita þau sem hafa áhuga á að vita. Þau vita Hka að frá stofnun sambandsins hefur aldrei verið háð stríð miHi ESB- ríkja og aldrei verið nein hætta á að það gerðist. Þar að auki eru Evrópusambandið og aðildarríki þess fremst í flokki í heiminum hvað varðar vernd mannréttinda og lýðræðis sem eru lykilfor- sendur friðar. Hæstu framlögin til þróunaraðstoðar koma frá ESB og innan sambandsins er unnið að því að samhæfa þróun- araðstoð svo hún nýtíst betur, auk þess sem toHar gagnvart fátækustu ríkjum heims eru feUd- ir niður einhliða fýrir allt nema vopn. Aherslan í hermálum er á friðargæslu og mannúðaraðstoð en ekki hernaðaríhlutun að hætti Bandaríkjamanna. í ljósi þess að ísland er í um- sóknarferH um aðild að ESB vil ég nú skoða aðeins betur hvernig þróun á sér stað innan samband- sins í friðar-/hermálum og hvar við eigum að staðsetja okkur. Spurningin sem friðarsinni þarf að spyrja sig, í bland við aðrar auðvitað, er hvernig Evrópusam- bandsaðild Islands samrýmist því að vera friðarsinni. Rangfærslur um Evrópuher Island er herlaust land og á að vera það áfram. Um það getum við á klakanum flest verið sammála. Þess vegna var tíl dæmis íslenska friðargæslan afvopnuð fyrir ekki svo löngu. Og þess vegna vHjum við ekki að „börnin okkar verði herskyld í Evrópuhernum“, eins og andstæðingar aðHdar eru ægi- lega duglegir við að halda á lofti. Svona eins og að ef við verðum aðilar muni í framtíðinni birtast einhver Björn Bjarnason í þriðja veldi, blámálaður með gula stjör- nu á enninu og sjanghæja aUa á aldrinum 18—20 í herþjálfun Þýs- kalandi. Getur þetta gerst? Gleymum Birni Bjarna og einbeitum okk- ur að hinum meinta Evrópuher. Algengt er að því sé haldið fram að Lissabon-sáttmáHnn verði grundvöUur þess að stofnaður verði samevrópskur her og að því muni fýlgja herskylda og her- naðarútgjöld fýrir íslendinga sem verði ofurseldir yfirþjóðlegu valdi Evrópusambandsins hvað þetta varðar. Þetta er rangt. í fyrsta lagi eru ákvarðanir um utanríkis- og her- naðarmál innan ESB teknar á grunni hefðbundinnar milUrík- jasamvinnu og því gHda aUt önnur lögmál en til dæmis um fjórfrels- ið og innri markaðinn, þar sem aðildarríkin hafa skuldbundið sig til að lúta yfirþjóðlegu valdi. Lissa- bon-sáttmáUnn þýðir vissulega að ætlunin er að auka samstarf ESB- ríkja í ýmsum utanríkismálum en eftir sem áður hafa aðHdarríkin óskorað neitunarvald. Evrópuher yrði aldrei stofnaður nema með samþykki allra aðHdarríkja, þar með taHnna þeirra 6 ríkja sem eru utan NATO. Og íslands, ef við verðum aðilar. Samkvæmt Lissabon geta aðHdar- ríkin hins vegar lagt af mörkum til sameiginlegra verka á borð við friðargæslu. Þeim er sam- kvæmt sáttmálanum í sjálfsvald sett hvort þau kjósa það og þá hvort þau bjóða hernaðarlega aðstoð eða borgaralega. Sem dæmi um verkefni af þessu tagi má nefna viðbragðssveit sem stofnuð var 1999 og hefur ein- kum sinnt friðargæslu. Þar leggja einstök aðildarríki sjálfviljug fram hermenn. Sama á við um samei- ginlega herHðið sem ákveðið var að stofna í febrúar sl. Þátttakan er valkvæð í samræmi við það sem áður var útskýrt um neit- 22

x

Dagfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagfari
https://timarit.is/publication/968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.