Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Side 12

Fréttatíminn - 17.05.2013, Side 12
H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 3 -0 5 2 2 NÝSKÖPUN EYKUR VERÐMÆTI Arion banki styður við nýsköpun í atvinnulífinu Fjölmörg fyrirtæki í viðskiptum við Arion banka hafa nýsköpun að leiðarljósi í sinni viðskiptaþróun og eru að ná eftirtektar- verðum árangri. Við bjóðum þér á námskeið Mörg framsæknustu fyrirtæki heims nota Business Model Canvas við að þróa starfsemi sína og efla nýsköpun. Við bjóðum þér á námskeið um Business Model Canvas í höfuðstöðvum Arion banka 30. maí nk. kl. 9–10.30. Skráning og nánari upplýsingar á arionbanki.is. LANDHELGISGÆSLAN BETRI NÝTING TÆKJA MEÐ VERKEFNUM ERLENDIS S amtök um bíllausan lífsstíl eru ekki á móti einkabílnum heldur viljum við leiðrétta og jafna sam- gönguhvata. Allt skipulag samfélagsins og skattaumhverfi eiga að hvetja til fjöl- breytni en ekki fábreytni eins og nú er,“ segir Magnús Jensson, arkitekt og for- maður Samtaka um bíllausan lífstíl. Að mati Magnúsar er það hugarfar ríkjandi á Íslandi að best sé að fara allra sinna ferða á bíl. Í úthverfum borgarinnar eru sárafáir fullorðnir á ferli og þá helst með hund. „Það þykir í lagi að vera úti án bíls ef maður er með hund eða að skokka,“ segir Magnús. Bíllinn hluti af sjálfsmynd „Þegar fólk fer allra sinna ferða akandi verður bílinn óhjákvæmilega stöðutákn og segir til dæmis til um það hvort fólk sé stórhuga eða ekki. Fólk tjáir sig með því hvernig það birtist. Það reynist mörgum erfitt að borga af margra milljón króna bílum til að halda ákveð- inni stöðu,“ segir Magnús og bætir við að fólk eigi ekki að þurfa bíl til þess að vera svalt. Kostnaður við bifreiðar er almennt næst dýrasti kostnaðarliður hvers heim- ilis á Íslandi á eftir húsnæðiskostnaði. Matarinnkaup eru svo númer þrjú og skemmtun í síðasta sæti. Ef vægi bílsins væri minna væru lífsgæðin og ráð- stöfunartekjur meiri, að mati Magn- úsar. „Árlega lætur fjöldi fólks lífið í umferðarslysum auk allra hinna sem slasast alvarlega. Hægt yrði að draga úr þessu með því að nota aðra öruggari samgöngumáta en einkabílinn,“ segir Magnús og bætir við að skýrsla Hag- fræðistofnunar hafi sýnt að kostnaður samfélagsins vegna umferðarslysa árið 2009 hafi verið 23 milljarðar eða um hundrað þúsund krónur á hvern Ís- lending. Magnús nefnir einnig að mikill kostnaður vegna bílamenningarinnar lendi á samfélaginu öllu, líka þeim sem ekki nota bíla og tekur dæmi um öll þau bílastæði sem borgin og sveitarfélög eiga og eru dýr og taka mikið pláss. Tonn af járni Magnús segir það engum hollt að upp- lifa samfélagið sitt í gegnum bílrúðu, hlustandi á útvarpið og bætir við að það sé ekkert eðlilegt við það að fara alltaf með tonn af járni með sér hvert sem maður fer en það er þyngd smá- bíls, stórir jeppar vega allt að tvö tonn. „Helstu hættur í lífsmynstri nútíma- mannsins eru hreyfingarleysi, innivera og slæmt mataræði. Bíllinn á stóran þátt í hreyfingarleysinu og inniverunni,“ segir Magnús. Vítahringur Magnús telur að sú bílamenning sem ríkir á Íslandi sé margþættur vítahring- ur sem þurfi að rjúfa. Ein birtingarmynd vítahringsins er sú staðreynd að margir foreldrar keyra börn sín allra þeirra ferða. Svo eru kannski foreldrar sem vilja að börn sín alist upp við það að fara fótgangandi í tómstundir og skóla en þeir foreldrar séu hikandi vegna þeirrar miklu bílaumferðar sem er við skóla og íþróttahús. Foreldrar keyra því börn sín um allt vegna allra hinna foreldranna sem keyra börn sín um allt. Borgarskipulagið Að mati Magnúsar er það stærsta verk- efni borgaryfirvalda að leita leiða til að þróa Reykjavík frá því að vera grá borg malbiks og mengunar yfir í það að verða græn 21. aldar borg. „Reykjavík er ein dreifbýlasta borg í heimi og á Ís- landi eru fleiri bílar á mann en nokkurs staðar í heiminum og líka fleiri bílar en ökuskírteini. Það er líka athyglisvert að á höfuðborgarsvæðinu eru fleiri bílar á mann en á landsbyggðinni. Maður hefði haldið að þéttleikinn hjálpaði fólki að fara fótgangandi en svo virðist ekki vera,“ segir Magnús. Hvatar til fjölbreytni Magnús segir ósanngjarnt að vinnuveit- endur umbuni starfsfólki sem kemur á bíl, til dæmis með því að hafa til reiðu ókeypis bílastæði. Sum fyrirtæki bjóða einnig upp á bílastyrki. Sá sem kemur á hjóli eða gangandi fær ekkert af þessu. Magnús er einnig gagnrýninn á skatt- kerfið og þá staðreynd að þegar fólk not-  Samgöngumál Hvetja þarf fólk til að nota fjölbreyttari Samgöngumáta Bílamenningin er vítahringur „Bíllinn er hluti af sjálfsmynd fólks. Sá hugsunarháttur er ríkjandi að flott fólk eigi flottan bíl og því þarf að breyta,“ segir Magnús Jensson, arkitekt og formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Að hans mati er sú bílamenning sem ríkir á Íslandi margþættur vítahringur sem þarf að rjúfa og hafa samtökin þróað hugmyndir um það hvernig hag- kerfið geti hvatt fólk til að nota fjölbreyttari samgöngur en nú tíðkast. Bensínkostnað- ur þegar keyrt er frá Reykja- víkurtjörn að Elliðaárósum er um það bil jafn hár verði eins tómats. 12 viðtal Helgin 17.-19. maí 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.