Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Side 26

Fréttatíminn - 17.05.2013, Side 26
É g gerði mér fyrst grein fyrir að ég væri öðru-vísi þegar ég var fimm ára. Þá var ég í afmæli hjá frænku minni sem var jafngömul mér og ég vildi fá að vera í kjól eins og hún. Mamma mín og mamma hennar ákváðu að ég fengi að prófa kjól af frænku minni. Í smá stund var ég alveg himinlifandi. En þegar ég kom í kjólnum fram byrjaði allt fullorðna fólkið að hlæja að mér því þeim fannst svo fyndið að sjá strák í kjól. Þá vissi ég að þetta var ekki í lagi,“ segir Svanhvít Ada Björnsdóttir. Svanhvít er transkona, hún fæddist árið 1979 og var gefið nafnið Svanur. Hún vissi fljótt að hún væri ekki eins og fólk er flest. Svanhvít leið vítiskvalir á grunn- skólaaldri, var lögð í hrottalegt einelti og sökkti sér í tölvuleiki. Hlutverkaleikir voru í mestu uppáhaldi því þannig gat hún flúið raunveruleikann og þóst vera einhver önnur. Eftir sjálfsvígstilraun rétt fyrir þrítugt ákvað Svanhvít að það væri nú eða aldrei sem hún kæmi út úr skápnum sem hún sjálf. Hún hefur á þriðja ár verið í hormónameðferðum og í dag, föstudaginn 17. maí, leggst hún undir hnífinn og fer í aðgerð á kynfærum. Við settumst niður í vikunni sem er að líða og ákváðum að ég kæmi til hennar í vinnuna. Svanhvít hefur síðustu sex ár starfað hjá tölvufyrirtækinu CCP og við komum okkur þar fyrir í mötuneytinu á efstu hæð, rétt þegar erill hádegisins var að líða hjá. Svan- hvít starfar á þriðju hæðinni en þegar ég spyr hvað hún geri vandast málið. „Ég er technical artist. Það er ekki til neitt gott íslenskt orð yfir það. Í rauninni er ég milliliður á milli listamanna og tæknimanna. Mér finnst þetta mjög fínt,“ segir hún. Eiginlega má segja að draumur fimm ára stúlku í líkama stráks sé nú að rætast. Svanhvít er orðin kona sem vinnur við eitt af áhugamálunum sínum. Hún rifjar upp þegar hún sem lítil stúlka með leynda drauma stalst í fataskáp bæði móður sinnar og systur. „Mamma átti alveg dásamlega silkikjóla, svona frá sjötta áratugnum. Mér fannst þeir svo fallegir og svo gaman að vera í þeim,“ segir Svanhvít dreymin. „Ég sagði systur minni frá því um daginn að ég hefði stolist í dótið þeirra og það kom alveg á hana. Hún sagði að sig hafi aldrei grunað það.“ Svanhvít segist hafa verið mjög þrjósk og alltaf neitað að fara í strákaleg föt. Hún vissi þó að ekki gekk að ganga um í stelpufötum og ákvað að Adidas-íþróttagallar væru ásættanlegur meðalvegur. Leit á lífið sem hreinsunareld Svanhvít hóf skólagöngu í Laugarnesskóla og þar var hún minnt daglega á að hún væri öðruvísi. „Ég var lögð í mikið einelti og kölluð Kapteinn Homo af strákunum. Þegar eineltið var sem verst grét ég mig í svefn á hverju kvöldi og óskaði þess að ég hefði aldrei fæðst. Fyrstu tvö árin faldi ég mig í frímínútunum.“ Hún eignaðist loks einn góðan vin í Laugarnesskóla, hávaxinn dreng sem er enn vinur hennar í dag. „Hann var svo stór að fólk þorði ekki í okkur bæði,“ segir hún brosandi. Eftir að þau fóru að vera saman minnkaði líkamlega ofbeldið en það andlega jókst. Tólf ára fór Svanhvít því í skóla utan hverfis, Haga- skóla. „Ég fór þangað til að flýja eineltið,“ segir Svan- hvít en eineltið hélt áfram í nýjum skóla og á endanum hafði hún hvorki orku né vilja til að reyna að verja sig lengur: „Mér var bara alveg sama ef einhver hótaði mér. Ég sýndi ekki lengur ótta heldur svaraði þeim: „Gerðu það bara!“ Mér var orðið sama um lífið.“ Strax í gagnfræðaskóla var Svanhvít mjög upptekin af spurningunni: „Af hverju gat ég ekki fæðst kona?“ og langaði hana bara að bíða eftir því að lífið yrði búið til að hún gæti endurfæðst sem kona. „Í Biblíunni er talað um hreinsunareld. Ég leit á lífið sem hreinsun- areld þar sem ég þurfti að þjást þar til eitthvað betra tæki við.“ Skotin í Kevin Costner Upp úr þrettán ára aldrinum fór hún að uppgötva sig sem kynveru. „Ég sá mig alltaf sem konu með karl- mönnum,“ segir Svanhvít og verður leyndardóms- full á svip. „Fyrsti gaurinn sem ég var skotin í lék í gömlu Robin Hood-myndinni, Kevin Costner. Þarna var ég öðruvísi en hinar stelpurnar sem voru skotnar í Christian Slater sem lék í nýju Robin Hood-mynd- inni.“ Stórt bros færist yfir andlit Svanhvítar. „Kevin Costner er svo myndarlegur! Eftir það var ég skotin í Alec Baldwin, þegar hann var svona aðeins byrjaður að eldast og verða enn karlmannlegri. Ég hugsaði um mig sem konu með þeim þegar ég fór að uppgötva kynþörf- ina. Ég gat aldrei hugsað mér mig sem gaur með neinum, hvorki körlum né konum,“ segir hún. Það var á svipuðum tíma sem hún fór að spila mikið spunaleiki og tölvuleiki, og segir hún að unglingsárin hefðu orðið bærilegri eft- ir að hún uppgötvaði þessar nýju flóttaleiðir frá veruleikanum. „Þegar ég var 13 ára fórum við vinirnir að spila spunaspil. Mér fannst algjör draumur að geta þóst vera önnur manneskja. Eftir allt eineltið var ég farin að hata mig svo mikið að ég naut þess að vera einhver annar. Ég valdi stundum að vera gaurapersóna til að þetta væri ekki of augljóst en yfirleitt var ég stelpupersóna. Þá sagðist ég auðvitað vera að grínast og bjó jafnvel til skrýtnar stelpupersónur.“ Einn af fyrstu leikjunum sem hún heillaðist af var hinn klassíski Dungeons and Dragons. „Svo fór ég að spila Shadow Run sem gerist í fram- tíðinni. Svo spilaði ég líka mikið World of Darkness. Sá leikur var búinn til af fyrirtækinu White Wolf sem sameinaðist CCP árið 2006. Það er svolítið skondið að vinna hjá fyrirtæki sem er á þennan hátt hluti af æsku minni,“ segir Svanhvít. Í raun kunni hún svo vel við sig í tölvuheimum að notkunin varð á endanum að tölvufíkn, fíkn sem henni tókst að vinna bug á þegar hún fór að finna sjálfa sig í raunveruleikanum. Ósmekkleg hlutgerving kvenna Anna Kristjánsdóttir vélstýra fór í kynleið- réttingaraðgerð fyrir um átján árum. Þegar Svanhvít heyrði sögu Önnu vissi hún að þær ættu margt sameiginlegt. En Anna mætti gríðarlegri andstöðu í samfé- laginu eftir aðgerðina, var úthrópuð á götum úti og jafnvel lamin. „Hún mætti svo miklu mótlæti. Fólk var virkilega vont við hana og ég var enn hræddari. Eigin- lega fór ég enn dýrpra í skápinn þegar ég sá hvernig fólk kom fram við hana.“ Svan- hildur varð síðan fyrir hug- ljóm- un þeg- ar Svanhvít Ada Björnsdóttir var lítil stúlka, föst í líkama drengs, þegar hún stalst til að máta silkikjóla móður sinar. Hún vissi alltaf að hún var öðruvísi og það vissu líka krakkarnir sem lögðu hana áralangt í einelti. Svanhvít flúði inn í heim tölvuleikja þar sem hún gat skapað sér annað líf. Rétt fyrir þrítugt kom hún út úr skápnum sem transkona, hefur aldrei verið ánægðari með lífið og í dag gengst hún síðan undir hina eiginlegu kynleiðréttingaraðgerð. „Ég elska mig miklu meira í dag“ Svanhvít eyddi þrjátíu árum í að reyna að vera karlmaður. Nú ætlar hún að eyða afgangnum af lífinu í að vera kona. Ljósmynd/Hari 26 viðtal Helgin 17.-19. maí 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.