Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Síða 34

Fréttatíminn - 17.05.2013, Síða 34
og tíðum séu þau gæði, sem eitt sinn þóttu sjálfsögð, ekki lengur fyrir hendi, ekki einu sinni hjá dýru og fínu fatamerkjunum. „Oft var ég að kaupa gæðamerki sem rifnuðu samt á saumunum. Ég sá ekki lengur þessi miklu gæði sem ég hafði séð þegar ég var yngri og var að læðast í fataskápinn hjá mömmu í Soniu Rykiel-peys- urnar hennar. Hjá ELLU leggjum við algjörlega upp úr því að vera með gæðaefni og vandaðan frágang.“ Í fyrstu var hugmyndafræðin að baki ELLU skil- greind sem ný-klassísk, en það var góðvinkona Elín- rósar og ráðgjafi hennar í markaðsmálum sem benti henni á að þær hugsjónir sem hún bar í brjósti gagn- vart framleiðslunni væru algjörlega í anda „slow fashion“-bylgjunnar sem þá var að fara af stað. „Ég vissi að ég væri ekki að búa til eitt- hvað alveg nýtt og þótti vænt um að kom- ast að því að það væri hreyfing þarna úti sem væri að hugsa alveg það sama og ég. „Slow fashion“ gengur út á að framleiða á sínu efnahagssvæði, sem í okkar tilfelli er Evrópa, og að hver einasta flík sé einstök og eigi sér sögu. Maður getur rakið hana allt til upprunans. Þegar þú kaupir flík frá okkur færðu til dæmis lítinn miða sem segir sögu hennar, hvernig hugmyndin að flíkinni kviknaði, svo og hvar og hvernig hún er unnin. Kjarninn í „slow fashion“ er virðing; virðing fyrir starfsfólkinu, um- hverfinu og viðskiptavinunum. Þetta er hreyfing sem gengur út á að fara meira „back to basics“ eða aftur í grunnhug- myndafræði.“ Hún segir efnahagshrunið þó ekki hafa haft þau áhrif að hún ákvað að taka skrefið nákvæmlega í þessa átt. „Nei, ég hafði ákveðið að stofna ELLU þegar ég skráði mig í MBA-námið en einum mánuði síðar hrundi bankakerfið á Íslandi. Efnahags- legt umhverfi mótar samt alltaf tískuna. Á eftirstríðsárunum voru fötin til dæmis búin til úr þykkri ull og mikið lagt í saumaskap. Núna þurfum við meira að reikna dæmið til enda. Ef flík kostar aðeins meira en dugar tíu sinnum lengur þá er það sem þú borgar á hverju ári lægra en ef þú værir alltaf að kaupa þér nýja flík.“ Fékk Bláa fiðrildið Tilkynnt var í vikunni að ELLA hefði hlotið Bláa fiðr- ildið, sem er viðurkenning á samfélagsábyrgð undir merkjum Positive Luxury og er fyrirtækið þar með komið í hóp með þekktra tískuhúsa á borð við Christi- an Dior, Alexander McQueen, Burberry, Gucci og fleiri, sem öll hafa fengið viðurkenningu fyrir að vera ábyrg fyrirtæki sem leggja sitt af mörkum fyrir sam- félagið og umhverfið. Að sögn Elínrósar veitir Positive Luxury viðurkenninguna í formi Bláa fiðrildisins sem er einskonar gæðastimpill til að auðvelda val neytenda sem vilja taka upplýsta ákvörðun um vörurnar sem þeir kaupa. „Bláa fiðrildið gefur til kynna að hægt sé að treysta vörumerkinu og óhætt sé að kaupa vörurnar ef neytandinn vill leggja sitt af mörkum til að hafa jákvæð áhrif,“ segir Elínrós. Að koma hugtakinu í umræðuna Viktor Ómarsson, einn af verkefnastjórum CYEA, segir að markmið verkefnisins sé að koma hugtakinu samfélagsábyrgð betur inn í umræðuna hér á landi. „Þetta er á margan hátt misskilið hugtak sem fólk tengir einna helst við að eyða peningum fyrirtækisins í eitthvað jákvætt fyrir samfélagið. Með þessu verkefni langar okkur hjá JCI að benda fólki á að samfélagsábyrgð snýst ekki síður um hvernig afla eigi peninga með jákvæðum hætti, til að mynda með því að tryggja að framleiðslulína sé samfélagslega ábyrg og slíkt,“ segir Viktor. Hann bendir á að þó svo að nokkuð skorti á skilning á hugtakinu samfélagsleg ábyrgð þó svo að íslensk fyrirtæki ástundi hana að mörgu leyti, jafnvel óafvitandi. „Við nýtum græna orku í framleiðslu hérlendis en það er fyrst og fremst vegna þess að nær öll okkar orka er græn,“ segir Viktor. „Við búum vel að starfsfólki en það er ekki síst að þakka öflugri verkalýðshreyfingu. Við getum hins- vegar tvímælalaust bætt okkur í þáttum eins og minnkun úrgangs með því að gera starfs- fólk meðvitaðra um það. Einnig geta fyrir- tækjaeigendur og starfsmenn lagt sig betur fram við að stuðla að því að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Það er reyndar ein af helstu hugsjónum JCI, sem er vettvangur til að skapa tækifæri fyrir ungt fólk til að stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu,“ segir hann. Viktor bendir jafnframt á að með fyrir- lestraröðinni sé ætlunin að benda á það sem vel er gert í samfélagsábyrgð íslenskra fyrir- tækja, jafnt stórra á borð við Össur og lítilla frumkvöð- ulsfyrirtækja eins og Ellu. Lokahnykkur verkefnisins verður í lok ársins þegar ungum fyrirtækjastjórnend- um verða veitt verðlaun á sviði samfélagsábyrgðar. Nánari upplýsingar um verkefnið, verðlaunin og fyrir- lestrana má finna á Facebooksíðu CYEA Iceland. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is J unior Chamber International, JCI, á Íslandi stendur nú fyrir sex mánaða verkefni sem felst í því að auka vitund og skilning á samfélags- ábyrgð íslenskra fyrirtækja. Verkefnið nefn- ist CYEA, sem stendur fyrir Creative Young Entrepreneur Award, og lýkur með afhendingu verðlauna sem veitt verða fyrirtækjum sem þykja skara fram úr hvað varðar samfélagsábyrgð. Mánaðarlega verða haldnir fundir þar sem fulltrúi úr atvinnulífinu miðlar af reynslu sinni á þessu sviði. Fyrsti fulltrúi atvinnulífsins hélt kynningu í síðasta mánuði þegar Elínrós Líndal, stofnandi og stjórn- andi tískuhússins ELLA, reið á vaðið. Í dag, föstudag, mun Hrefna Thoroddsen, vörustjóri hjá stoðtækjafyrirtækinu Össuri, fjalla um samfélagsábyrð fyrirtækisins. Tíska í anda „Slow Fashion“ Alþjóðastofnunin World Economic Forum valdi Elínrósu Líndal nýlega í hóp ungra leiðtoga, The Forum of Young Global Leaders, sem valdir voru vegna faglegs árangurs þeirra og áhuga á samfélaginu. Þeim er ætlað að vinna markvisst að því að hafa áhrif á stöðu heimsmála og skapa betri framtíð. Elínrós hefur samfélagsábyrgð að leiðarljósi í allri starfsemi fyrirtækis síns og byggist ELLA á svokall- aðri „slow fashion“-hreyfingu sem gengur í grófum drátt- um út á það að fatnaður sé vandaður og endingargóður, starfsfólk njóti góðs aðbúnaðar og að hægt sé að rekja upp- runa hverrar flíkur. „Þegar ég nálgast verksmiðjur er mín fyrsta spurning alltaf hvernig aðbúnaður starfsfólks sé, hvernig launagreiðslum sé háttað og því um líkt. Þannig býr maður til ákveðinn þrýsting,“ upplýsir Elínrós. Sjálf segist hún fyrir nokkru hafa tekið eftir því að oft Samfélagsábyrgð misskilið hugtak Næstu sex mánuði munu fulltrúar íslenskra fyrirtækja sem hafa samfélagsábyrgð að leiðar- ljósi í verkum sínum flytja erindi á vegum Junior Chamber International, JCI, á Íslandi sem stendur nú fyrir verkefni sem felst í því að auka vitund og skilning á samfélagsábyrgð íslenskra fyrirtækja. Einn verkefnisstjóranna segir samfélagsábyrgð á margan hátt misskilið hugtak hér á landi. Hvað er „slow fashion“? „Slow Fashion“ er hugmyndafræði sem gengur út á að bera virðingu fyrir öðru fólki og umhverfinu. Lögð er áhersla á gæði, ekki magn. Mikið er lagt upp úr til skapandi hugsun við framleiðslu og nýtingu efna með það í huga að áhrifin á umhverfið verði sem minnst. Hvatt er til sjálfstjáningar sem er ekki háð stund og stað, og persónulegur stíll er tekinn fram yfir tískusveiflur. Þá er mikil áhersla lögð á að starfsfólk fái sanngjörn laun fyrir vinnu sína. Elínrós Líndal hefur samfélagsábyrgð að leiðarljósi í öllu starfi fyrirtækis síns, tískuhússins ELLU, og hefur hlotið viðurkenningu fyrir. Ljósmynd/Hari Bláa fiðrildið gefur til kynna að hægt sé að treysta vöru- merkinu og óhætt sé að kaupa vörurnar ef neytandinn vill leggja sitt af mörkum til að hafa jákvæð áhrif. 34 samfélagsábyrgð Helgin 17.-19. maí 2013 Beint ug 25. - 29. september Ein fallegasta borg Evrópu Miðaldaborg frá 11. öld, ein sú best varðveittasta í Evrópu. Farðu aftur í tíma og rúmi og stígðu inn í heim miðalda Tallinn er á minjaskrá Unesco. Miðaldastemmning Tallinn er engu öðru lík. Hallir · kastalar · dómkirkjur · klaustur · borgarturnar og stórfenglegur arkitektúr frá fyrri tíð. Má nefna torgið í gamla bænum, st. Olav´s kirkju, St. Catherine götu, Maiden turninn, Toompea kastalann, Saint Mary dómkirkjuna og ráðhúsið. Hagstætt er að versla, en í Tallinn nnur þú est það nýjasta sem á boðstólnum er. Þá er einkar hagstætt að fara út að borða. Sjáum um veislur og aðra mannfagnaði fyrir fyritæki og hópa í miðalda stíl. Spennandi skoðunarferðir innan borgar sem utan í boði. Verð á mann í tveggja manna herbergi . Kr. 96.900,- Innifalið: ug, skattar, hótel með morgunmat, rúta til og frá ugvelli og íslensk fararstjórn TransAtlantic sérhær sig í ferðum til Eystrasaltslanda Stórfengleg borg Eistlandi www.transatlantic.is Beint ug Keavík - Tallinn 4. júlí, önnur leið 19.900 kr. með sköttum

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.