Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Síða 66

Fréttatíminn - 17.05.2013, Síða 66
unnu sig upp í millistétt; undu sér ekki við hið formlega millistéttarlíf. Dillandi tónar og líflegt partí Á fyrstu hátíðirnar komu norrænir vísnavinir og síðan írskir vískí­ söngvarar; en þegar leið á níunda áratuginn urðu afrískir tónlistar­ menn áberandi; líka sígaunabönd og harmonikkusveitir úr Austur­ Evrópu. Heimstónlist var að taka við af vísnasöng sem uppá­ halds tónlist nýmenntaðra og eilítið vinstri sinnaðra opinberra starfsmanna (ef manni leyfist nokkuð gróf flokkun á fólki). Djassinn átti líka sinn blómatíma; en hann fjaraði út með vægi djassins í tónlistarheim­ inum. Það er varla að þessi tónlistargrein búi til stór­ stjörnur lengur. Hátíðin 1980 var haldin í góðu veðri; sól í heiði. En það var líka vor í hjörtum og huga helstu menningar­ páfa; vinstri flokkarnir höfðu unnið stórsigra í kosningunum 1978; meðal annars meirihluta í Reykja­ vík. Listinni líður oftast bet­ ur undir vinstri stjórn (eins og verktakar eru brattari undir hægrinu). Els Co­ mediants lék á götum úti og japaninn Tanaka dansaði í hægum gír á Lækjartorgi; í sárabindi um typpið einu fata. Síðan þá hefur listahátíð líka viljað vera partí. Sótt hefur verið í götuleikhópa og önnur atriði sem eru sér­ hönnuð fyrir bæjarhátíðir víða um Evrópu; einskonar listrænir farandsirkusar; dannaðri en fyrirrennarar sínir enda menntaðra fólk á torgum úti í dag en fyrir hundrað árum. Það má því sjá af dagskrám listahátíða hvernig hugmyndir okk­ ar um erindi og tilgang listarinnar breytast. Hún getur verið mennt­ andi, hafið upp mannsandann; jafn­ vel verið ágeng og krefjandi (þótt það hafi ekki algengt á listahátíð hingað til; hátíðin er líklega of almennur vettvangur til þess). En fólk vill líka að listin sé skemmt­ andi, forvitnileg og kát; eitthvað kitlandi með hvítvíni og góðum mat; lífsnautn; einskonar hugrænt nudd og freyðibað. Gluggi inn en ekki bara út Og svo er listahátíð líka vettvangur ört stækkandi hóps íslenskra lista­ manna. Ætli það séu ekki fimmtíu sinnum fleiri í dag en 1970 sem stefna að því að lifa af list sinni? Og frá aldamótum hefur þáttur íslenskra listamanna á listahátíð vaxið mikið; og ekki bara þeirra sem hafa starfað erlendis; Bjarkar, Erró og Helga Tómassonar. Og án þess að ég vilji gerast spámaður; þá held ég hlutur íslenskra listamanna á hátíðinni eigi eftir að vaxa enn; að hún verði einskonar hátíð hinna skapandi stétta; gluggi umheims­ ins inn i íslenska menn­ ingu fremur en gluggi Íslendinga út í heims­ menninguna. Frá 1970 hafa listir og menning fundið sér fjárhagslega stoð í vaxandi túrisma eins og áður hjá ört vaxandi millistétt. Icelandic Airways er gott dæmi um vellukk­ aðan menningarlegan túrisma. Dagskrá svona hátíðar þarf ekki að höfða til allra að ein­ hverju leyti; heldur frekar til einhverra að öllu leyti. Lítið samfé­ lag stendur ekki undir slíkri hátíð; en túrist­ arnir bæta það upp og breyta smábænum í stórborg um skamma tíð (alla vega fyrir þann hóp sem á annað borð tekur eftir hátíðinni). Ef þessi spá gengur eftir mun dagskrá listahátíðar höfða til færri í fram­ tíðinni. Og líklega er engin önnur leið fær fyrir hátíðina. Það trúir því enginn lengur að hægt sé að sam­ eina almenning undir list og menn­ ingu sem höfðar til meginþorrans. Hvers vegna ætti listin að vera þess megnuð? Getum við sameinast um nokkurn skapaðan hlut lengur? Eða hugmynd? Það væri þá helst hand­ bolti eða Júróvisíon.  listahátíð hvert stefnir? Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Í fyrstu var listahátíð tákn vilja vaxandi millistéttar til að halda hér uppi menningu í líkingu við það sem hún hafði kynnst erlendis. Síðar varð hátíðin líka tákn þess að við vildum njóta borgar- lífs sem við höfðum kynnst erlendis. En hvað er hún nú? Hjónin Jacqueline du Pré og Daniel Barenboim voru vinir Vladimir Ashkenazy og komu með honum á fyrstu listahátíðina í Reykjavík.  fyrsta listahátíðin 1970 Töfrastund í Reykjavík f rá sjónarhóli sígildrar tónlistar hefur engin listahátíð náð viðlíka hæðum og sú fyrsta. Vladimir Ashkenazy kom þá á hátíðina með nokkra vini sína; rjómann af yngri stjörnunum klassískrar tónlistar á þeim tíma. André Previn stjórnaði Sinfóníuhljóm­ sveit Íslands á tvennum tónleikum í Laugar­ dalshöll. Á þeim fyrri spilaði Vladimir Ashkenazy fimmta konsert Beethoven en auk þess var Prómóþeausar­forleikurinn og sjöunda sinfónían á dagskránni. Tveimur dögum síðar spilaði Itzhak Perlman fiðlu­ konsert Tsjajkovskíj með hljómsveitinni sem auk þess spilaði Le corsaire forleik Berlioz, Haydn­tilbrigði Brahms og endaði á Eldfugli Stravinskíj. Daginn á milli þessara stórviðburða spilaði Itzhak Perlman sónötur eftir Moz­ art, Beethoven og Cesar Franck ásamt Ashkenazy í Háskólabíói. Og daginn eftir Tsjajkovskíj tónleikana í Laugardalshöll léku hjónin Jacqueline du Pré og Daniel Barenboim sónötur fyrir selló og pínaó eftir Beethoven og Brahms í Háskólabíói. Daginn eftir söng Victoria de los Ángeles á sama stað ljóð eftir Schumann, Debussy og Granados við undirleik Ashkenazy. Á fimm dögum í lok júní 1970 var í Reykjavík hægt að hlusta á Vladimir Ashkenazy, Itzhak Perlman, Jacqueline du Pré, Daniel Barenboim, Victoria de los Ángeles og André Previn – öll á hátindi fer­ ils síns. Þetta er svo mikið töfraaugnablik í sögu borgarinnar að það sætir undrun að engin rithöfundur hafi notað þessa daga sem umgjörð um skáldsögu eða leikrit. Eða krimma – eða enn frekar; liberettó fyrir óperu! Þessi klassíska stutthátíð Ashkenazy var náttúrlega hjartað, nýrun og lungun í þessari fyrstu listahátíð. Auk hennar voru ýmiss norræn leik­ og tónlistaratriði; leik­ lestur með tónlistarívafi; einskonar síðhipp­ ísk norræn sósíal­huggulegheit. Þriðja stoðin var síðan tónleikar Led Zeppelin í Laugardalshöll. Listahátíð hefur ekki og mun líklega aldrei ná að hitta á jafn hárrétt augnablik í sögu stórsveitar rokks­ ins. Led Zeppelin var að springa út þarna um sumarið og við það að leggja undir sig heiminn. Sem hljómsveitin átti skuldlaust næstu fimm árin. -gse Þ að er ekki létt verk sem Hanna Styrmis­dóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar, hefur tekið að sér; að finna Listahátíð sess, pláss og gildi í samfélaginu – enn á ný. Það er ekki hægt að endurtaka listahátíð aftur og aftur; ekki nema fólk vilji drepa hana. Það eru fjölmargir síkvikir þættir í samfélaginu sem gera það ómögulegt fyrir hátíðina að halda óbreyttum kúrs. Samkeppnisforskot tapast Lista­ og menningarlífið breytist og það sem var fágæti fyrir fáum árum er orðið hversdags­ legt í dag. Á fyrstu árum hátíðarinnar gat hún flutt inn heimsstjörnur; örugg um að heimsókn þeirra yrði hápunktur listalífsins það árið. Nú eru hingaðkomur stórstjarna nánast hversdags­ legir atburðir. Fílharmoníusveit Berlínar spilaði í Hörpu í nóvember síðastliðnum; Simon Rattle stjórnaði. Listahátíð hefur ekki ráðið við að flytja inn jafn stóra og góða hljómsveit síðan London Symphony Orchestra kom á hátíðina 1974 og lék undir stjórn André Previn. Síðan 1970 hafa líka orðið hér til fjölmargar smærri hátíðir sem hafa tekið yfir sumt af hlut­ verkum listahátíðar eða fyllt upp í göt sem hátíð­ in hefði ef til vill getað sinnt. Bókmenntahátíð, Reykjavík International Film Festival, Menn­ ingarnótt, Myrkir músíkdagar, Iceland Airways, Jazzhátíð, Tectonics, Vetrarhátíð, Reykjavík Midsummer Music, Sonar – svo fátt eitt sé nefnt. Ekkert af þessu var til 1970. Og ekki heldur ógrynni smærri hátíða og viðburða. List til stéttarupphafningar Þetta er það sem kalla mætti samkeppnisum­ hverfi Listahátíðar. En það er annað sem hreyf­ ist undir hátíðinni. Til dæmis höfum við æði ólíkar hugmyndir um hlutverk og erindi listvið­ burða í dag en fyrir rúmum fjörutíu árum. Dagskrá fyrstu hátíðarinnar bar með sér einkenni baby­boom­kynslóðarinnar (sem amer­ íkanar kalla svo). Mun fleiri af þessari kynslóð menntuðu sig en áður tíðkaðist og hófu sig með því upp í millistétt; kynntust millistéttarmenn­ ingu og byggðu nýja sjálfsmynd sína meðal annars á því að njóta þess sem þótti best og var viðurkenndast (eins og tíðkast með nýmenntað fólk og nýríkt). Þetta var gullöld klassískrar tón­ listar; tiltölulega skammvinnt tímabil þar sem stjörnur sígildrar tónlistar voru súperstjörnur sem rötuðu í almenna fréttatíma eða forsíður blaða. En allt á sér andhverfu. Á fyrstu hátíðina komu líka fram önnur einkenni baby­boomar­ anna; að stilla rokktónlist upp við hlið hinna fögru og fornu lista. Kynslóðin á undan hefði ekki látið hvarfla að sér að setja Chuck Berry á sama stall og Mstislav Rostropovich. Þessi af­ stéttarvæðing listarinnar hefur skiljanlega verið einn af þráðum listahátíðar síðan þá; enda kom í ljós að allur sá herskari verkalýðsbarna sem Hátíð í leit að tilefni Hvað er listahátíð? Menntandi, kitlandi, skemmtandi, ágeng og krefjandi, lífnautn og andlegt freyðibað. Bang on a Can opnar listahátíð í kvöld; hljómsveit sem reynir að steypa saman strengja- kvartett og rokk- hljómsveit. Eitthvað fyrir alla matreitt á nýjan máta. Dálítið eins og listahátíð hefur viljað vera. 66 samtíminn Helgin 17.-19. maí 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.