Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Síða 73

Fréttatíminn - 17.05.2013, Síða 73
íslenskt grænmeti Sölufélag garðyrkjumanna VOr 2013 Það er eins og að stíga inn í annan heim að koma í Hveratún í Laugarási. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja og litadýrðin mikil. Það er greinilegt að vel er hlúð að þeim þúsundum plantna sem þar eru ræktaðar. Fjölmargar tegundir af salati eru ræktaðar í Hveratúni, en þar ráða ríkjum hjónin Magnús Skúlason og Sigurlaug Sigurmundsdóttir. Magnús ólst upp í Hveratúni en foreldrar hans, Skúli Magnússon og Guðný Pálsdóttir, hófu ræktun þar árið 1945. Hann segir það hafi legið beinast við að hann tæki við af foreldrum sínum, yngstur í systkinahópnum. Þau Sigurlaug urðu meðeigendur í garðyrkjustöðinni árið 1983 og tóku svo alveg við árið 2004. Jarðhiti er á svæðinu og eru gróðurhúsin hituð upp með hveravatni. Notaðar eru lífrænar varnir . Þá eru náttúrulegir óvinir þeirra óværa, sem geta látið á sér kræla, notaðir til að útrýma þeim. „Hér ræktum við um tíu tegundir af salati. Það eru nokkur ár síðan við fórum að einbeita okkur að þeirri ræktun. Það er ekki hægt að vera góður í öllu“, segir Magnús Skúlason. Hann segir að hér áður fyrr hafi verið ræktaðir tómatar, gúrkur, paprikur og fleira, jafnvel hafa vínber verið ræktuð í Hveratúni. Garðyrkjubændurnir í Hveratúni senda á markaðinn fjórar gerðir af pokasalati, sem í eru mismunandi salatblöndur. Þær hafa fengið þjóðleg nöfn úr sveitarfélaginu eins og Gullfoss, Geysir, Þingvellir og Skálholt. „Það er ekki vandalaust að raða þessu saman í pokann, þar verður að huga bæði að bragði og lit á salatinu“, segir Magnús. Hann ræktar einnig Klettasalat og Grandsalat. Garðyrkjubændur hafa tekið tæknina í þjónustu sína undanfarin ár. Nú eru gróðurhúsin tölvustýrð. Hægt er að stýra hita, raka, lýsingu, loftun, vökvun og áburðargjöf með tölvunni eða með farsímanum. Grænmetisræktunin krefst mikillar nákvæmni til þess að grænmetið verði sem best. Nú kemur mannshöndin varla við sögu þegar uppskerunni er pakkað, hún viktuð og gengið frá henni á markaðinn. Salatið er alltaf nýtt og ferskt, þar sem það líða aðeins nokkrar klukkustundir frá pökkun þar til það er komið til neytenda. tölvustýrð litadýrð í Hveratúni í laugarási -Gullfoss, Geysir, Þingvellir og Skálholt eru nöfnin á salatblöndunum frá Hveratúni Jarðarber Sæt og safarík Grill Grænmeti á grillið Grænt og gott Bráðholl blaðgræna Þeytingar Hvers vegna eigum við að drekka grænmeti? Listakokkar Matgæðingarnir og listakokkarnir nanna rögnvaldsdóttir og Helga mogensen eru höfundar uppskrifta í blaðinu, sem henta við flest tækifæri. h a ri El sa B jö rg M a g n ú sd ó tt ir geymið blaðið Magnús skúlason og sigurlaug sigurmundsdóttir.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.