Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Qupperneq 75

Fréttatíminn - 17.05.2013, Qupperneq 75
 3ÍSLENSKT GRÆNMETIVOR 2013 Grænmeti í wok 2 msk olía 2 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 2-3 cm bútur af engifer, saxaður smátt 2-3 vorlaukar, saxaðir smátt 250 g hvítkál, skorið í mjóar ræmur 2 paprikur, fræhreinsaðar og skornar í litla bita 350 g sveppir, skornir í sneiðar ½ gúrka, skorin í litla stauta eða bita 3 msk ostrusósa 3 msk sojasósa 2 tsk sykur svolítið vatn saxaður kóríander eða steinselja Olían hituð vel í wok eða á stórri pönnu og hvítlaukur, engifer og vorlaukur snöggsteiktur við háan hita. Hinu grænmetinu bætt á pönnuna smátt og smátt, steikt við góðan hita og hrært stöðugt í á meðan. Þegar grænmetið er farið að mýkjast ögn er ostrusósu og sojasósu bætt á pönnuna og síðan sykri og svolitlu vatni. Látið sjóða áfram þar til grænmetið er rétt meyrt. Smakkað og bragðbætt eftir smekk. Kóríander eða steinselju stráð yfir og borið fram. - NR „Best er að nota íslenskt grænmeti, það er laust við alla mengun“ Kartöflur á grillið Kartöflur eru ómissandi á grillið. Hægt er að fá þær kryddaðar og forsoðnar, sem er fljótlegt að skella í álbakka á grillið eða inn í ofninn. Kartaflan er upprunin í norður hluta Suður-Ameríku og hefur verið mikilvæg matjurt á þeim slóðum í þúsundir ára. Hún þótti það mikilvæg fæða hjá Inkum að hún var tekin í guða tölu. Kartaflan barst til Evrópu í kjölfar landafundanna á 16. öld og breiddist fljótt út um álfuna, þar sem hún varð ein mikilvægasta fæðutegundin. Áður en kartaflan barst til Evrópu var brauð og hnúðmeti af öðru tagi mikilvæg fæða. Enska heitið „potato“ er komið úr indíánamáli þar sem kartaflan kallast „batat“ eða „patat“ en það síðarnefnda er notað í mörgum tungumálum, bæði um kartöflur og sætar kartöflur. Þegar kartaflan barst til Evrópu var henni tekið með nokkurri tortryggni. Það var fyrst eftir að hún var almennt tekin í sátt í Englandi, Írlandi, Frakklandi og síðast en ekki síst í Þýskalandi, að kartaflan fór að vera mikilvæg matjurt á Norðurlöndum. Hún barst fyrst til Íslands á ofanverðri 18. öld. Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal ræktaði hana fyrstur Íslendinga. NæriNgargildi Kartaflan er næringarrík, full af vítamínum og steinefnum. Í kartöflum eru fáar hitaeiningar, aðeins 88 (kcal) í 100 gr. Þar sem flestir borða kartöflur nánast daglega eru þær með mikilvægustu uppsprettum B- og C-vítamíns í fæðunni. Einnig eru kartöflur ríkar af járni, kalki, fosfór og trefjum. Í þeim er mjölvi sem gerir þær mettandi þó þær séu ekki mjög hitaeiningaríkar. geymsla Kartöflur á að geyma við 4-6° C og mikinn raka en við slík skilyrði geymast þær í allt að 6 mánuði án þess að dragi úr gæðum. Þær mega ekki vera í birtu, þá myndast í þeim sólanín og hnýðin verða græn. Af þessari ástæðu er best að geyma kartöflur í bréfpokum eða öðrum ógegnsæjum umbúðum í kæli. Grænir drykkir eru hornsteinninn í mínu matarræði“ segir Margrét Leifsdóttir heilsumarkþjálfi frá Institute for Integrative Nutrition. „Vorið 2007 fór ég í hráfæðisskóla Ann Wigmore í Puerto Rico þar sem okkur var meðal annars kennt að gera græna drykki og síðan þá hef ég drukkið mest af því grænmeti sem ég neyti”, segir Margrét Margrét segist hafa verið með frekar slæmt exem frá tvítugsaldri og þurfi þess vegna að passa mjög vel upp á næringu. Hún segir að einn liður í því sé að borða um 300 grömm af grænmeti á dag og henni finnist lang einfaldast að gera það með því að setja það í blandara og drekka það. „Ég reyni að borða mikið af dökkgrænu og litríku grænmeti vegna þess að það er auðmeltanlegt og fullt af vítamínum, steinefnum og trefjum“, segir Margrét. „ Best er að nota íslenskt grænmeti, það er laust við alla mengun“, segir Margrét. Hún bætir við að landsmenn séu svo heppnir að eiga marga frábæra grænmetisbændur hér á landi sem sjá landsmönnum fyrir þessari ofurfæðu. „Ég tel að ef við myndum auka neyslu á grænmeti verulega frá því sem nú er þá myndum við bæta heilsu okkar margfalt. Borðum íslenskt grænmeti og búum okkur til grænmetisdrykki með því grænmeti sem fæst hverju sinni. Það er mikilvægt að hafa góða fitu með í grænu drykkjunum eins og t.d. úr avocado. Góð fita er nauðsynleg fyrir líkamann.“ Margrét segir að fyrir þá sem séu að byrja að gera græna drykki geti verið upplagt að setja helming af ávöxtum á móti grænmeti. Hún bendir á mangó, vel þroskaða banana, epli eða aðra ávexti. Smám saman sé hægt að minnka ávextina og auka grænmetið. „Grænmetissafar eru líka frábær næring og gott að fá sér einn slíkan í morgunsárið“, segir Margrét. Þá er grænmetið sett í safapressu og trefjarnar eru skildar frá. Þeytingar eru saðsamari og mjög góð næring. Allir næringafræðingar hvetja til aukinnar neyslu á grænmeti. Á hvaða hátt er auðveldast að verða við því? „Með því að drekka það“, segir Margrét. Hér eru uppskriftir frá Margréti af tveimur grænum þeytingum þeim Litríki og Ástríki og tveimur söfum, sem Margrét nefnir Græna gleði og Íslenskt vor. Litríkur Eitt íssalat eða annað dökkgrænt salat eins og td. endive, romaine o.fl. ½ agúrka 1 paprika rauð, gul eða appelsínugul 1 lúka brokkólí 3 cm engifer 1 avocado safi úr ½ sítrónu 1 -2 handfylli frosið mangó 0,5 l kalt vatn Ástríkur (góður fyrir byrjendur) Eitt íssalat eða annað dökkgrænt salat eins og td. endive, romaine o.fl. 1 avocadó 2 handfylli frosið mangó 3 cm engifer 1 handfylli fersk mynta 0,5 l kalt vatn Græn gleði 2 handfylli spínat eða grænkál ½ agúrka 1 sellerý stilkur ein handfylli fersk mynta 1 epli Íslenskt vor 1 agúrka 1 handfylli dökkgrænt salat 2-3 gulrætur 1 rauð, gul eða appelsínugul paprika 1 epli Hvers vegna eigum við að drekka grænmeti? Þurrkaðir sveppir Þurrkaðir íslenskir sveppir frá Flúðasveppum eru komnir á markaðinn. Þrjátíu grömm af þurrkuðum sveppum eru í hverju glasi, en það samsvarar 400 grömmum af ferskum sveppum. Þurrkaðir sveppir henta vel í alls kyns ofnrétti, súpur og sósur. Sveppina er gott að leggja í bleyti í volgt vatn í um það bil 20 mínútur. Þeir eru þerraðir með klút og eru þá tilbúnir í matargerð líkt og um ferska sveppi væri að ræða. Vatnið hentar vel sem soð eða kraftur í sveppasósu og súpur. Í sveppum eru mörg næringarefni, en mjög fáar hitaeiningar, 30 kcal í 100 grömmum. Sveppir eru próteinríkari en flest grænmeti. Þeir eru einnig ríkir af B vítamíni, járni, kalki, kalí, seleni og trefjum. Í þeim er einnig A og C vítamín. Þurrkaða sveppi má geyma á þurrum stað í marga mánuði. Þurrkaðir sveppir eru einnig hollt og gott snakk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.