Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.05.2013, Síða 79

Fréttatíminn - 17.05.2013, Síða 79
 7ÍSLENSKT GRÆNMETIVOR 2013 Afurðir eru svo sendar samdægurs frá garðyrkjustöðinni og eru komnar í verslanir nokkrum klukkutímum steinselja Við höfum lagt mikla alúð við steinseljuna og höfum náð góðum árangri. Við höfum stöðugt bætt við ræktunina og neytendur hafa tekið okkur mjög vel“ segir Ómar Sævarsson garðyrkjubóndi á Heiðmörk í Laugarási. Ómar segir að steinseljan sé ein algengasta kryddjurtin í Evrópu. „Eftirspurnin hefur aukist ár frá ári svo það er greinilegt að við erum á sama róli og Evrópubúar. Steinseljan er líka bráðholl, í henni er mikið af góðum vítamínum og steinefnum“, segir Ómar. „Ég þarf endilega að bæta því við að hún er mjög góð við andremmu“. Steinselju má nota í súpur, salöt og alls konar grænmetisrétti. Hún fer vel með öðrum kryddjurtum til dæmis með hvítlauk og kóríander. Best er að geyma steinseljuna í plastpoka í ísskáp við 0 til 2 gráður. Það má einnig frysta hana í hæfilegum skömmtum og setja hana frosna út í salöt og í alls konar rétti. Garðyrkjustöðin Heiðmörk er í eigu hjónanna Ómars Sævarssonar og Sigurlaugar Angantýsdóttur. Ómar er uppalinn á Heiðmörk. Hann byrjaði sjálfur grænmetisrækt árið 1985 en þau hjónin keyptu garðyrkjustöðina af foreldrum Ómars árið 1994. Sigurlaug er kennari að mennt og kennir í Reykholti auk þess sem hún heldur utan um bókhald og starfsmannahald í garðyrkjustöð þeirra hjóna. Árið 2003 stækkuðu Ómar og Sigurlaug við sig og keyptu Birkiflöt sem er Paprikuplantan er upprunnin í Mið-Ameríku og Suðaustur-Asíu. Spánverjar fluttu hana með sér frá Ameríku til Evrópu á sautjándu öld. Orðið paprika er dregið af latneska orðinu piper og gríska orðinu piperi, sem þýðir pipar. Eftir síðari heimsstyrjöldina barst paprikan til norðanverðrar Evrópu. Lengi vel var paprika mest ræktuð í Ungverjalandi, Búlgaríu, Rúmeníu og Miðjarðarhafslöndunum en nú eru vinsældir hennar það miklar að hún er ræktuð í flestum löndum Evrópu, bæði utandyra og í gróðurhúsum. Paprika er samheiti yfir aldin tegundarinnar capsicum annuum sem eru stór og mild á bragðið. Til eru margar gerðir af papriku sem eru ólíkar að stærð, lögun og lit en einnig er talsverður munur á bragðinu. Plantan myndar fyrst græn aldin sem síðan verða rauð, gul, appelsínugul, hvít eða dökkfjólublá þegar þau eru fullþroskuð. Rauð og gul paprika er því í raun fullþroskuð græn paprika sem hefur skipt um lit. Við meiri þroska eykst sætuinnihald aldina, þannig að lituð aldin eru að jafnaði bragðbetri en þau grænu. Sérstök sæt paprika er ræktuð hér á landi og er mjög vinsæl. Hún er í laginu eins og litla kryddpaprikan (chilli), en miklu stærri. næringargildi Best er að fá vítamín og steinefni úr fæðunni og þá sérstaklega úr grænmeti og ávöxtum. Allt grænmeti er hollt fyrir líkamann en dökkt og litsterkt grænmeti er almennt næringarríkara en það ljósara. Paprika er mjög rík af C vítamíni. Í rauðum aldinum er þrisvar sinnum meira C vítamín en í appelsínu og í grænum aldinum tvöfalt meira af C vítamíni en í appelsínu. Í papriku er einnig mikið af A vítamíni, B vítamíni, steinefnum og trefjum. Grænar og gular paprikur eru mjög ríkar af beta-karótíni sem umbreytist í A-vítamín í líkamanum. Beta-karótín flokkast sem andoxunarefni og ver frumur líkamans gegn slæmum áhrifum súrefnis og mengunar. Einnig er talið að andoxunarefni eins og beta-karótín og C-vítamín minnki hættu á myndun krabbameins í líkamanum auk þess að draga úr oxun LDL kólesteróls í æðum sem hefur bein áhrif á lægri tíðni kransæðasjúkdóma. Í papriku eru einnig svokölluð plöntuefni (phytochemicals) sem flokkast ekki með vítamínum en efla varnir líkamans og auka heilbrigði hans. Í papriku, eins og öllu grænmeti, eru trefjar sem eru nauðsynlegar fyrir heilbrigði meltingarkerfisins. Paprika er hitaeiningasnauð, í 100g eru 36 hitaeiningar (kcal). geymsla Geymsluþol papriku er nokkuð mismunandi. Græn óþroskuð aldin geymast best. Réttur hiti er 8 – 12 °C. Papriku hættir nokkuð til að tapa vatni í þurru lofti. Hún þolir illa að vera nálægt vörum sem mynda etýlen t.d.eplum, tómötum og perum. steinseljan frá Heið- mörk sló í gegn -svo er hún líka bráðholl Tómatasalat með osti 1 grand-salathöfuð 800 g tómatar, stórir og vel þroskaðir 1 ostarúlla með lauk og blönduðum jurtum frá Ostahúsinu nokkrar timjangreinar (má sleppa) ½ knippi basilíka 2 msk furuhnetur 2 msk nýrifinn parmesanostur safi úr ½ sítrónu nýmalaður pipar salt 100 ml ólífuolía Salatið tekið sundur, skolað, þerrað og blöðunum raðað á fat eða stóran disk. Tómatarnir skornir í sneiðar og ostarúllan einnig. Raðað ofan á salatblöðin og svolitlu timjani e.t.v. dreift yfir. Basilíkan, furuhneturnar og parmesanosturinn sett í matvinnsluvél eða blandara og maukað. Sítrónusafa, pipar og salti hrært saman við og síðan er ólífuolíunni þeytt saman við smátt og smátt. Hluta af sósunni er svo dreypt yfir salatið og afgangurinn borinn fram með í lítilli skál. - NR Frísklegt og hollt rækjusalat sem getur jafnvel verið aðalréttur með grænu salati og góðu brauði. Gúrkan skorin í mjóa stauta, 3-4 cm langa, eða í teninga. Rauðlaukurinn saxaður og ólífurnar einnig. Rækjurnar settar í skál og gúrku, rauðlauk og ólífum blandað saman við. Síðan er kotasælu og jógúrt hrært saman við, ásamt paprikuduftu, pipar, salti og steinselju. Borið fram með brauði (t.d. rúgbrauði) og smjöri, eða með kexi. - NR Rækjusalat með gúrkum og lauk 1 íslensk gúrka 1 rauðlaukur nokkrar svartar eða grænar ólífur 250 g rækjur 1 dós (200 g) kotasæla 1 dós (180 g) hrein jógúrt 1/2 tsk paprikuduft nýmalaður pipar salt söxuð steinselja stutt frá Heiðmörk og reka allt saman undir merkjum garðyrkjustöðvarinnar Heiðmerkur. Hjónin rækta steinselju og tómata, kirsuberjatómata og hefðbundna tómata. Þá rækta þau einnig gúrkur og blaðsalat sem selt er í pottum. Gróðurhúsin í Heiðmörk og Birkiflöt þekja um 5000 fermetra. Þau eru hituð upp með hveravatni en hverasvæði er í nágrenni garðyrkjustöðvarinnar. Býflugur sjá um að frjóvga tómatana og notast er við lífrænar varnir í ræktuninni. Einnig er ferskt neysluvatn notað til að vökva plönturnar. Um 120 tonn af tómötum og 100.000 búnt af steinselju eru send á markað á ári hverju, ásamt miklu magni af gúrkum. Tómatarnir eru tíndir þrisvar í viku og handflokkaðir í neytendapakkningar og gúrkur eru skornar daglega og þeim pakkað. Afurðir eru svo sendar samdægurs frá garðyrkjustöðinni og eru komnar í verslanir nokkrum klukkutímum síðar. Ómar byrjaði grænmetisrækt árið 1985 en þau hjónin keyptu garðyrkjustöðina af foreldrum hans árið 1994. Það fyllir okkur barnslegri gleði að kynna, Káta kroppa, nýjan íslenskan barnamat framleiddan samkvæmt ströngustu gæðakröfum úr íslensku grænmeti, sem er fullt af orku hins íslenska sumars. Þú veist hvaðan það kemur,við sækjum það ferskt af akrinum, vinnum og frystum. Þessi aðferð hefur notið mikilla vinsælda því með frystingu er hægt að tryggja meiri ferskleika og betri varðveislu næringarefna en í niðursoðnum barnamat. Kátir kroppar paprika Paprika er rík af beta karótíni sem ver frumur líkamans

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.