Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 1
2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Markaðurinn Geta ekki hætt Inga Arnardóttir og Örn Guð- mundsson ganga á eittfjall á viku í góðum félagsskap. allt2 'v<YV » FRÉTTABLAÐIÐ V%. Fimmtudagur 29. desember 2011 304. tölublað 11. árgangur Sími: 512 5000 ARA 2 0 0 1-2 0 1 1 iF.I VATTi W. I A *« 50 þúsund seld eintök Mugison og Yrsa Sigurðardóttir seldu um 50 þúsund eintök fyrir jólin. fÓlk 46 Dyggir aðdáendur gætu fengið sjokk Hjaltalín mun flytja mikið af nýju efni á tónleikum í kvöld. fÓlk 38 Bestu liðin unnu Haukar og Valur tryggðu sér sigur í deildarbikarnum í handbolta ígœr. Sport 42 veðrið í dag ÉUAGANCUR Vestan 8-15 m/s og él einkum SA-lands en hægari austlæg átt og úrkomulítið NA-til. Frost 0-10 stig en rétt yfir frost- marki við S-ströndina. VEÐUR 4 Fólkið í landinu les Fréttablaðið Prentmiðlakönnun Capacent Callup. 18-49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Meðallestur á tölublað, júll-sept. 2011. Stefnt að nauðasamningum Kaupþings á vormánuðum Stefnt er að því að hefja nauðasamningaferli Kaupþings á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Verði þeir sam- þykktir verður Kaupþing eignarhaldsfélag í eigu kröfuhafa bankans og þeir munu setjast í stjórn félagsins. VIÐSKIPTI Slitastjórn Kaupþings stefnir að því að hefja formlegt nauðasamningaferli bankans á öðrum ársfjórðungi ársins 2012. Nauðasamningarnir miða að því að gera bankann að eignarhalds- félagi í eigu kröfuhafa hans. Þetta kemur fram í kynningu sem slita- stjórn bankans hélt fyrir kröfu- hafa hans 14. desember. í kynningunni kemur fram að „vinna við endurskipulagningu Kaupþings hf. og mögulegan nauðasamning er enn í fullum gangi og mun halda áfram á nýju ári. Sú vinna verður áfram unnin í nánu samstarfi við Morgan Stanley, sem fjármálaráðgjafa, White&Case, sem lagalegan ráð- gjafa og Deloitte, sem skattalegan ráðgjafa [...]. Slitastjórnin stefnir að því að hefja formlegt nauða- samningsferli á öðrum ársfjórð- ungi 2012“. Slitastjórn bankans telur að hægt yrði að ljúka slita- meðferð á frekar skömmum tíma með framlagningu nauðasamn- inga. Gangi áformin eftir verður Kaupþing að eignarhaldsfélagi undir stjórn kjörinnar stjórnar kröfuhafa bankans. í kjölfarið mun félagið losna undan þeim lagahömlum sem hvíla á starf- semi skilanefnda og slitastjórna, kröfuhafarnir fá aukið svigrúm til Eignarhlutur í Arion banka, *** /0 þriðja stærsta banka íslands, er á meðal eigna Kaupþings. að hámarka arð af reiðufjársjóðum og hámörkun virðis verður höfð að leiðarljósi með innheimtu fjársölu eigna og lausna annarra eigna. Á meðal eigna sem verða í eigu eignarhaldsfélagsins Kaupþings verður 86% hlutur í Arion banka, þriðja stærsta banka íslands. í kynningum sem haldnar hafa verið fyrir kröfuhafa Kaupþings um málið segir einnig að í kjöl- far nauðasamninga yrði Kaup- þing móðurfélag sem staðsett yrði á íslandi og gæti gefið út nýja gerninga. Ef kröfuhafarnir, sem nýir eigendur félagsins, myndu telja það fýsilegt að flytja aðsetur Kaupþings á milli landa þá væri það þó gerlegt. Grundvöllur að mögulegri til- lögu um nauðasamninga verður áreiðanleikakönnun um eignir Kaupþings og greining á þeim eins og þær voru um síðustu ára- mót. Houlihan Lokey Limited og Deutsche Bank Advisory Service unnu þá könnun og skiluðu henni af sér í júní síðastliðnum. - þsj IVIEIRI SNJO Tíðin hér á landi hefur verið með eindæmum að undanförnu og snjór aldrei verið eins lengi samfleytt á þessum árstíma. Þau Sandra ogVilhelm voru á gönguskíðum við Korpúlfsstaði í gær, en að sögn ÞórunnarSifjar Harðardóttur, framkvæmdastjóra Skíðasambands íslands, eru toppaðstæður til sklðagöngu um þessar mundir og hafa ekki verið betri í mörg ár. Sjá síðu 6 fréuablaðið/vilhelm Dómnefnd Markaðarins gerir upp viðskiptaárið 2011: Skúli er viðskiptamaður ársins markaðurinn Skúli Mogensen, eigandi Títan fjárfestingafélags, hefur verið valinn viðskipta- maður ársins 2011 af dómnefnd Markaðarins. í veglegri áramótaútgáfu Markaðarins sem fylgir Frétta- blaðinu í dag er einnig að finna niðurstöður dómnefndarinnar um bestu og verstu/umdeild- ustu viðskipti ársins, umfjöllun um upprisu ísiensks hlutabréfa- ÁBERANDl í VIÐ- SKIPTALlFINU Skúli Mogensen stofnaði meðal annars flugfélagið WOW Air á árinu. markaðar og yfirlit yfir helstu efnahagsfréttir ársins af erlend- um vettvangi. Skúli var mjög áberandi í íslensku viðskiptalífi á árinu sem er að líða. Hann leiddi meðal ann- ars hóp sem eignaðist MP banka, stofnaði lággjaldaflugfélagið WOW Air og er stærsti hluthafi í einu verksmiðjunni í heimin- um sem framleiðir eldsneyti úr koltvísýringsútblæstri. ítarlega er fjallað um viðskipti Títans og rætt við Skúla í Mark- aðnum. - þsj / sjá Markaðinn USIHMI 5 AÐEIMS , Adii s 3DAGAR EFTIR Málning getur framleitt orku: Gæti komið í stað sólarsella vísindi Ný tegund málningar gæti með tíð og tíma komið í staðinn fyrir sólarsellur sem nú eru notaðar. Vísindamenn við Notre Dame-háskólann í Banda- ríkjunum hafa þróað málningu sem gæti á næstu árum leyst sólarsellurnar af hólmi. „Ef við getum fullkomnað þessa tækni gæti hún gert gæfu- muninn við að mæta orkuþörf heimsins í framtíðinni," segir Prashant Kamat, prófessor við Notre Dame-háskólann. Venjulegar sólarsellur geta nýtt tíu til fimmtán prósent af þeirri orku sem þær fá frá sól- inni. Málningin sem þróuð hefur verið í Notre Dame nýtir hins vegar aðeins um eitt prósent. Vísindamenn telja engu að síður um mikilvæga þróun að ræða, enda sólarsellur mun dýr- ari en málningin, og mun flókn- ara að setja þær upp og viðhalda þeim við erfiðar aðstæður. - bj Allt fyrir áramótin Hattar, kórónur, gleraugu hálsfestar, glös, borðbúnaður, borðar, hengi, o.fl. o.fL Knöll, lúðrar.ýlurog innisprengjur í stykkjatali ásmáhlutabar. Faxafeni 11 • sími 534 0534 Opið til ki. 21 í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.