Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 1
2 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Allt
Markaðurinn
Geta ekki hætt
Inga Arnardóttir og Örn Guð-
mundsson ganga á eittfjall á
viku í góðum félagsskap.
allt2
'v<YV »
FRÉTTABLAÐIÐ
V%.
Fimmtudagur
29. desember 2011
304. tölublað 11. árgangur
Sími: 512 5000
ARA
2 0 0 1-2 0 1 1
iF.I VATTi W. I A *«
50 þúsund seld eintök
Mugison og Yrsa
Sigurðardóttir seldu um 50
þúsund eintök fyrir jólin.
fÓlk 46
Dyggir aðdáendur
gætu fengið sjokk
Hjaltalín mun flytja mikið af
nýju efni á tónleikum í kvöld.
fÓlk 38
Bestu liðin unnu
Haukar og Valur tryggðu
sér sigur í deildarbikarnum
í handbolta ígœr.
Sport 42
veðrið í dag
ÉUAGANCUR Vestan 8-15 m/s
og él einkum SA-lands en hægari
austlæg átt og úrkomulítið NA-til.
Frost 0-10 stig en rétt yfir frost-
marki við S-ströndina.
VEÐUR 4
Fólkið í
landinu les
Fréttablaðið
Prentmiðlakönnun Capacent Callup.
18-49 ára á höfuðborgarsvæðinu.
Meðallestur á tölublað, júll-sept. 2011.
Stefnt að nauðasamningum
Kaupþings á vormánuðum
Stefnt er að því að hefja nauðasamningaferli Kaupþings á öðrum ársfjórðungi næsta árs. Verði þeir sam-
þykktir verður Kaupþing eignarhaldsfélag í eigu kröfuhafa bankans og þeir munu setjast í stjórn félagsins.
VIÐSKIPTI Slitastjórn Kaupþings
stefnir að því að hefja formlegt
nauðasamningaferli bankans á
öðrum ársfjórðungi ársins 2012.
Nauðasamningarnir miða að því
að gera bankann að eignarhalds-
félagi í eigu kröfuhafa hans. Þetta
kemur fram í kynningu sem slita-
stjórn bankans hélt fyrir kröfu-
hafa hans 14. desember.
í kynningunni kemur fram að
„vinna við endurskipulagningu
Kaupþings hf. og mögulegan
nauðasamning er enn í fullum
gangi og mun halda áfram á nýju
ári. Sú vinna verður áfram unnin
í nánu samstarfi við Morgan
Stanley, sem fjármálaráðgjafa,
White&Case, sem lagalegan ráð-
gjafa og Deloitte, sem skattalegan
ráðgjafa [...]. Slitastjórnin stefnir
að því að hefja formlegt nauða-
samningsferli á öðrum ársfjórð-
ungi 2012“. Slitastjórn bankans
telur að hægt yrði að ljúka slita-
meðferð á frekar skömmum tíma
með framlagningu nauðasamn-
inga.
Gangi áformin eftir verður
Kaupþing að eignarhaldsfélagi
undir stjórn kjörinnar stjórnar
kröfuhafa bankans. í kjölfarið
mun félagið losna undan þeim
lagahömlum sem hvíla á starf-
semi skilanefnda og slitastjórna,
kröfuhafarnir fá aukið svigrúm til
Eignarhlutur í
Arion banka,
*** /0 þriðja stærsta
banka íslands, er á meðal
eigna Kaupþings.
að hámarka arð af reiðufjársjóðum
og hámörkun virðis verður höfð að
leiðarljósi með innheimtu fjársölu
eigna og lausna annarra eigna.
Á meðal eigna sem verða í eigu
eignarhaldsfélagsins Kaupþings
verður 86% hlutur í Arion banka,
þriðja stærsta banka íslands.
í kynningum sem haldnar hafa
verið fyrir kröfuhafa Kaupþings
um málið segir einnig að í kjöl-
far nauðasamninga yrði Kaup-
þing móðurfélag sem staðsett
yrði á íslandi og gæti gefið út nýja
gerninga. Ef kröfuhafarnir, sem
nýir eigendur félagsins, myndu
telja það fýsilegt að flytja aðsetur
Kaupþings á milli landa þá væri
það þó gerlegt.
Grundvöllur að mögulegri til-
lögu um nauðasamninga verður
áreiðanleikakönnun um eignir
Kaupþings og greining á þeim
eins og þær voru um síðustu ára-
mót. Houlihan Lokey Limited og
Deutsche Bank Advisory Service
unnu þá könnun og skiluðu henni
af sér í júní síðastliðnum. - þsj
IVIEIRI SNJO Tíðin hér á landi hefur verið með eindæmum að undanförnu og snjór aldrei verið eins
lengi samfleytt á þessum árstíma. Þau Sandra ogVilhelm voru á gönguskíðum við Korpúlfsstaði í gær, en að
sögn ÞórunnarSifjar Harðardóttur, framkvæmdastjóra Skíðasambands íslands, eru toppaðstæður til sklðagöngu
um þessar mundir og hafa ekki verið betri í mörg ár. Sjá síðu 6 fréuablaðið/vilhelm
Dómnefnd Markaðarins gerir upp viðskiptaárið 2011:
Skúli er viðskiptamaður ársins
markaðurinn Skúli Mogensen,
eigandi Títan fjárfestingafélags,
hefur verið valinn viðskipta-
maður ársins 2011 af dómnefnd
Markaðarins.
í veglegri áramótaútgáfu
Markaðarins sem fylgir Frétta-
blaðinu í dag er einnig að finna
niðurstöður dómnefndarinnar
um bestu og verstu/umdeild-
ustu viðskipti ársins, umfjöllun
um upprisu ísiensks hlutabréfa-
ÁBERANDl í VIÐ-
SKIPTALlFINU
Skúli Mogensen
stofnaði meðal
annars flugfélagið
WOW Air á árinu.
markaðar og yfirlit yfir helstu
efnahagsfréttir ársins af erlend-
um vettvangi.
Skúli var mjög áberandi í
íslensku viðskiptalífi á árinu sem
er að líða. Hann leiddi meðal ann-
ars hóp sem eignaðist MP banka,
stofnaði lággjaldaflugfélagið
WOW Air og er stærsti hluthafi
í einu verksmiðjunni í heimin-
um sem framleiðir eldsneyti úr
koltvísýringsútblæstri.
ítarlega er fjallað um viðskipti
Títans og rætt við Skúla í Mark-
aðnum. - þsj / sjá Markaðinn
USIHMI 5 AÐEIMS
, Adii s 3DAGAR
EFTIR
Málning getur framleitt orku:
Gæti komið í
stað sólarsella
vísindi Ný tegund málningar
gæti með tíð og tíma komið í
staðinn fyrir sólarsellur sem nú
eru notaðar. Vísindamenn við
Notre Dame-háskólann í Banda-
ríkjunum hafa þróað málningu
sem gæti á næstu árum leyst
sólarsellurnar af hólmi.
„Ef við getum fullkomnað
þessa tækni gæti hún gert gæfu-
muninn við að mæta orkuþörf
heimsins í framtíðinni," segir
Prashant Kamat, prófessor við
Notre Dame-háskólann.
Venjulegar sólarsellur geta
nýtt tíu til fimmtán prósent af
þeirri orku sem þær fá frá sól-
inni. Málningin sem þróuð hefur
verið í Notre Dame nýtir hins
vegar aðeins um eitt prósent.
Vísindamenn telja engu að
síður um mikilvæga þróun að
ræða, enda sólarsellur mun dýr-
ari en málningin, og mun flókn-
ara að setja þær upp og viðhalda
þeim við erfiðar aðstæður. - bj
Allt fyrir
áramótin
Hattar, kórónur, gleraugu
hálsfestar, glös, borðbúnaður,
borðar, hengi, o.fl. o.fL
Knöll, lúðrar.ýlurog
innisprengjur í stykkjatali
ásmáhlutabar.
Faxafeni 11 • sími 534 0534
Opið til ki. 21 í kvöld