Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 60
36 FRÉTTABLAÐIÐ 29. desember 2011 FIMMTUDAGUR HÆTTUR VIÐ Ewan McGregor er hættur við að leikstýra frumraun sinni um skútu- keppni sem fór fram árið 1968. Ástæðan er einföld; einhver annar leikstjóri var þegar byrjaður á sömu hugmynd. McGregor hefur hins vegar ekki útilokað að hann muni setjast í leikstjórastólinn ef eitthvað spennandi bjóðist. bíó Hraðslcreiðir bílar í sjöunda sinn Hver hefði trúað því, þegar kvikmyndin The Fast and the Furious var frumsýnd fyrir tíu árum, að framhaldsmyndirnar yrðu hugsanlega sjö. En það virðist ætla að verða að veruleika enda sló fimmta myndin algjörlega í gegn, bæði hjá gagnrýnendum og hjá áhorfendum. Vin Diesel hefur staðfest að sagan fyrir sjöttu myndina hafi verið það umfangs- mikil að nauðsynlegt var að klippa hana í tvennt og gera úr henni tvær myndir. Þar með fetar Fast and the Furious- flokkurinn í fótspor bæði Twilight-serí- unnar og Harry Potter-myndanna en lokakaflar þeirra beggja voru klipptir í tvennt. Handritið að lokamyndunum tveim er skrifað samtímis en hins vegar liggur ekki yfir hvort myndirnar verða gerðar hlið við hlið. Talið er líklegt að persónum Evu Mendes og Dwayne Johnson muni bregða fyrir í næstu myndum. „í ljósi þess hversu vel síðasta mynd og mörgum persónum hefur verið bætt við varð okkur ljóst að efnið kæm- ist ekki fyrir í einni mynd,“ er haft eftir Vin Diesel sem bætir því við að þeir ætli að víkka út sjóndeildarhringinn. Paul Walker, annar aðalleikara mynd- anna, bætir því við að hasarinn sé ekki það eina sem hafi lokkað fólk í kvik- myndahús. „Því myndin fjallar líka um gildi fjölskyldunnar og vináttu." Það er því ljóst að aðdáendur hraðskreiðra bíla hafa nóg að hlakka til. - fgg BENSfNIÐ f BOTN Vin Diesel og félagar ætla að stiga bensínið í botn og keyra á bæði sjöttu og sjöundu mynd. við prentum BÆKLINGA Cruise á toppnum Eftir fremur magra tíð með kvikmyndum á borð við Lions for Lambs, Knight and Day og Valkyrie er Tom Cruise kom- inn aftur á toppinn. Fjórða Missiomlmpossible-myndin sló í gegn um jólahelgina og rakaði inn rúmlega 29 milljón- um dollara. Sherlock Holmes: A Game of Shadows náði ágætis árangri og hafnaði í öðru sæti, með miðasölu upp á 20 milljónir doll- ara en hins vegar reyndist bandaríska útgáfan af Körlum sem hata konur von- brigði helgarinnar en myndin náð ein- göngu þriðja sætinu og miðasölu upp á rúmar tólf milljónir dollara. Æv.intýri Tinna náði heldur ekki miklu flugi í Bandaríkjunum, komst eingöngu í fimmta sæti listans með 9,7 milljónir í miða- sölu en leikstjóri myndarinnar, Steven Spielberg, missir varla svefn yfir þeim árangri. Því Tinna-myndin hefur malað gull utan Ameríku og selt miða fyrir tæpar 240 millj- ónir dollara. - fgg IEFSTA SÆTIÐ Tom Cruise er kominn á flug með fjórðu Mis- sion: Impossible-myndinni og var vinsælastur um jólin vestanhafs. • Bækur • Tímarit • Fyrir skrifstofuna • Bæklingar • Kynningarefni • Fjölpóstur • Dagblöð • Stafræn prentun • Allskonar! Suðurhraun 1 Garðabæ Sími: 59 50 300 www.isafold.is DRIVE STENDUR UPP ÚR BEST Drive eftir Nicolas Winding Refn með Ryan Gosling i aðalhlutverki er besta kvikmynd ársins að mati Empire, Total Film og Rolling Stone. F17281211 drive Kvikmyndaspekúlantar eru farnir að gera upp árið 2011 og veija bestu myndir árs- ins. Drive eftir danska leik- stjórann Nicholas Winding Refn virðist vera fremst meðal jafningja. Kvikmyndarýnar Empire, Total Film og Rolling Stone hafa allir sett hasarmyndina Drive í efsta sætið hjá sér yfir kvikmyndir ársins 2011. í umsögn Total Film kemur meðal annars fram að „gagnkynhneigðir karlmenn hafi orðið hálf samkynhneigðir yfir Ryan Gosling". Honum hafi tekist að láta satínjakka og tannstöngla líta út fyrir að vera svala fylgi- hluti. Drive segir frá hinum nafn- lausa ökumanni sem Gosling leikur. Hann sinnir áhættuakstri fyrir Hollywood-kvikmyndir á daginn en ekur flóttabifreiðum fyrir glæpamenn á kvöldin. Hann hefur mjög einfaldar lífsreglur: hann vinnur aldrei fyrir sama aðilann tvisvar og gefur ræn- ingjunum aðeins fimm mínútur til að athafna sig. Hann vingast óvart við nágrannakonu sína og son hennar en þegar eiginmaður hennar losnar úr fangelsi fer af stað óvænt og fremur blóðdrifin atburðarás. Drive er hugarfóstur framleið- andans Marc Platt sem keypti kvikmyndaréttinn að bók James Sallis, The Driver. Platt sagði að honum fyndist aðalsögupersón- an í bókinni minna sig á hetjurn- ar sínar úr barnæsku, þá Clint Eastwood og Steve McQueen. Platt hafði strax mjög sterka skoðun á því hver ætti að leika aðalhlut- verkið, efstur á blaði hjá honum Ryan Gosling. Stjarnan fékk síðan að vera með í ráðum þegar ráðinn var leikstjóri og í huga leikarans kom aðeins einn til greina, hinn danski Nicolas Winding Refn. En kvikmynd hans, Bronson, hafði vakið mikla athygli meðal elít- unnar í Hollywood. Refn var mik- ill aðdáandi sjónvarpsþáttanna Breaking Bad og Bryan Cranston var því einn af fyrstu leikurunum sem hann fékk um borð. Refn lýsir því síðan sem ást við fyrstu sýn þegar hann hitti Carey Mulligan. „Ég vissi strax að ég hefði fundið aðalleikkonuna okkar.“ Drive var ódýr í framleiðslu þrátt fyrir að hafa í fyrstu verið hugsuð sem miðasölusprengja, hún kostaði eingöngu þrettán millj- ónir dollara. Sökum þess hversu lítið fjármagn tökuliðið hafði á milli handanna var ákveðið að taka hana í Los Angeles og Refn valdi tökustaðina á rúntinum með Gosling. Leikstjórinn fór fram á það við aðalleikarana og handrits- höfundinn Hossein Amini að þau byggju hjá honum meðan á tökun- um stæði til að hægt væri að vinna í handritinu þegar stund gæfist milli stríða. Gosling lék sjálfur í mörgum af helstu ökuatriðum myndarinnar eftir að hafa farið á námskeið hjá áhættuökuþórum og nánast engum tölvutæknibrell- um var beitt; Refn vildi lágmarka slíka tækni til að eyðileggja ekki áferðina. Að endingu varð mönnum ljóst að Drive var alls ekki svokallaður „blockbuster" og var því ákveðið að markaðssetja hana sem „independent". Myndin sló fyrst í gegn á Cannes-kvikmyndahátíð- inni þar sem áhorfendur risu úr sætum til að hylla hana og Refn fékk Gullpálmann fyrir bestu leik- stjórn. Myndin hefur að endingu orðið að költ-fyrirbæri og gert það að verkum að 2011 er ár Ryan Gosling. freyrgigja@frettabladid.is Sherlock og barnapían Tvær nýjar kvikmyndir verða frumsýndar um helgina, annars vegar önnur myndin um Sherlock Holmes með Robert Downey Jr. í hlutverki spæjarans og hins vegar gamanmynd með Jonah Hill í aðalhlutverki. En fyrst Holmes. Þetta er önnur kvikmyndin sem Guy Ritchie leik- stýrir um þessa frægustu pers- ónu Arthurs Conan Doyle. Fyrri myndin sló rækilega í gegn og því nokkuð sjálfgefið að Robert Dow- ney Jr. og Jude Law, sem leikur Watson lækni, myndu endurtaka leikinn. Noomi Rapace er ágæt- is viðbót í leikarahópinn og þá leikur Jared Harris erkióvininn snjalla, Moriarty. Myndin segir frá því þegar austurríski krón- prinsinn finnst látinn og Holmes tekur að rannsaka það sem morð þrátt fyrir að flestir séu þess full- vissir að hann hafi framið sjálfs- morð. Rannsóknin leiðir hann á slóð bróður síns og spákonunnar Sim og honum verður í kjölfarið endanlega ljóst að ekki er allt sem sýnist. Myndin hefur fengið mis- jafnar viðtökur og þykir ekki hafa náð þeim hæðum sem búist var við. Samkvæmt rottentomatoes. com eru 59 prósent gagnrýnenda sátt við hana. Gamanmyndin The Sitter bygg- ir á kunnuglegu stefi en hún fjallar um iðjuleys- ingjann Noah Griffith sem Jonah Hill leik- ur. Hann ákveður hins f AÐALHLUT- VERKUM Jonah Hill leikur iðjuleysingja í gamanmyndinni The Sitter en Jude Law og Robert Downey eru Dr. Watson og Sherlock Holmes í annað sinn. vegar að gera móður sinni smá greiða og taka að sér barnapíu- starf en klúðrar því á ákaflega eftirminnilegan hátt. Myndin hefur fengið fremur dræmar við- tökur en aðeins 25 prósent gagn- rýnenda voru sátt við hana sam- kvæmt rottentomatoes.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.