Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTABLAÐIÐ 29. desember 2011 FIMMTUDAGUR Guðjón, hafa þeir haft þessa heimsókn lengi á prjónunum? „Við höfum ekki fengið mikinn tima til undirbúnings en erum sem betur fer góð í að teygja lopann Guðjón Kristinsson er framkvæmdastjóri ullarvinnslufyrirtækisins Istex. Fyrir- tækið á von á heimsókn frá bandaríska tlmaritinu Vogue Knitting, sem mun I kjölfarið fjalla um íslenska prjónahefð. Breska lyfjastofnunin mælirekki með því að PIP brjóstafyllingar séu fjarlægðar: Konur tali við lýtalækninn sinn heilbrigðismál Konur sem hafa áhyggjur af stöðu brjóstafyllinga sinna ættu að hafa samband við lýtalækninn sem framkvæmdi aðgerðina til að fá upplýsingar um tegund brjóstafyllingarinnar og ráðleggingar um hvað beri að gera. Þetta kemur fram á vef embætt- is landlæknis og Lyfjastofnunar vegna umfjöllunar um franskar brjóstafyllingar, Poly Implant Prothese (PIP). Fram kemur að PIP brjóstafyll- ingar hafi verið teknar af mark- aði í Evrópu í mars í fyrra vegna BRJÓSTAFYLLING Um 400 konur hafa fengið PIP brjóstafyllingar hér á landi. NORDICPHOTOS/AFP meintra lélegra gæða sílíkonefnis- ins sem notað var. Um leið er áréttað að franska lyfjastofnunin, Afssaps, hafi á Þorláksmessu lýst því yfir að ekki væri sýnt fram á tengsl PIP brjóstafyllinga og krabbameins. Niðurstöður rannsókna í Frakk- landi gefi hins vegar til kynna að PIP brjóstafyllingar leki meir en aðrar fyllingar. Þá hafi breska lyfjastofnunin, MHRA, rannsakað hvort sílíkonefnið í PIP brjósta- fyllingum hafi haft eiturverkandi áhrif og komist að þeirri niður- stöðu að svo væri ekki. PIP brjóstafyllingar hafa verið notaðar hér á landi í um tvo ára- tugi og hafa um 400 konur fengið slíkar fyllingar. - óká Alvarleg árás á Sauðárkróki: Skorinn með flösku á hálsi lögreglumál Ráðist var á mann á dansleik á skemmtistaðnum Mælifelli á Sauðárkróki annan dag jóla, að því er fréttavefurinn Feykir greinir frá. Arásin var nokkuð alvarleg, maðurinn var skorinn með brot- inni flösku og hlaut áverka á hálsi. Mildi þykir að ekki hafi farið verr. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki og gekkst þar undir aðgerð. Hann var útskrifaður daginn eftir. - sh Suðurstrandarvegur ruddur tvisvar í viku Vegagerðin var ekki undir það búin að mikil þörf yrði á vetrarþjónustu á Suður- strandarvegi. Rutt verður tvisvar í viku í vetur. Langt hefur þurft að ganga í endurskipulagningu á þjónustu vegna 40% niðurskurðar undanfarin þrjú ár. SUÐURSTRANDARVEGUR I desember þurftu björgunarsveitir að aðstoða fólk vegna snjóþyngsla á veginum, en ekki var reiknað með að ófærð yrði vandamál vegna legu vegarins. fréttablaðið/stefAn FÖST f SESSI Friðrik krónprins og Mary prinsessa njóta aukinnar hylli meðal dönsku þjóðarinnar. Stjórnarfarið í Danmörku: Danir sáttir við kóngafólkið sitt danmörk Mikill meirihluti Dana er hlynntur því að landið verði áfram konungsríki. Könnun sem sagt er frá í Politiken leiðir í ljós að 77 prósent segjast fylgjandi núverandi stjórnarfyrirkomu- lagi, en aðeins sextán prósent eru fylgjandi því að landið verði lýðveldi. Stuðningurinn hefur aukist nokkuð að undanförnu því að í könnun sem tekin var fyrir um ári sýndi 25 prósenta stuðning við lýðveldi. Sérfræðingar telja að lykillinn felist í því að kóngafólkið hefur gengið í gegnum umbætur á síð- ustu árum, en þó ekki of hratt. - þj Hætta á skemmdarverkum: Blaðakassar teknir niður BYGGÐAMÁL Fréttablaðskassar verða teknir niður fyrir áramót og settir upp aftur á nýju ári. Þetta er gert til að koma í veg fyrir skemmdarverk, en undan- farin ár hefur borið á því að kass- ar séu sprengdir upp. Meðal annars verður hægt að nálgast Fréttablaðið í íþróttahús- um, sundlaugum og verslunum í þeim bæjarfélögum sem venju- lega hafa Fréttablaðskassa. - þeb SAMGÖNGUR Nýr Suðurstrandar- vegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrar- þjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætl- un Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri segir að Suðurstrandar- vegur liggi mjög lágt yfir sjó og undanfarin ár hafi heyrt til und- antekninga að moka þurfi slíka vegi. Yfirstjórn Vegagerðarinnar hefur nú tekið ákvörðun um að vegurinn skuli ruddur tvisvar í viku en Vegagerðin ber kostnað- inn við vetrarþjónustu af þessu tagi. Ákvörðunin tekur strax gildi en ákvörðun um hvaða daga vikunnar það verður gert bíður þess að samráði við sveitarfé- lögin ljúki. Hreinn bendir á að margir vegir um allt land hafi litla eða jafnvel enga vetrarþjónustu. „Það fer aðallega eftir því hversu umferðin er mikil og svo eftir umferðaröryggi hvernig þjónust- unni er háttað. Umferðin á hinum nýja Suðurstrandavegi er ennþá mjög lítil, ef litið er til margra annarra vega á Suðurlandi og annars staðar á landinu, og þjón- ustan tekur og mun taka mið af því.“ Hreinn segir að vegurinn hafi verið hreinsaður af og til að undanförnu, sennilega að jafnaði tvisvar í viku. Hreinn segir jafnframt að niðurskurður í fjárveitingum til vetrarþjónustu, og annarrar Umferðin á hinum nýja Suðurstrand- arvegi er ennþá mjög lítill, ef litið er til margra annarra vega á Suðurlandi. HREINN HARALDSSON VEGAMÁLASTJÓRI þjónustu á vegum, hafi verið verulegur á undanförnum árum; 40 prósent þegar allt er talið. „Mikið hefur verið hagrætt og endurskipulagt, en auðvitað hlýtur þetta líka að koma niður á sjálfri þjónustunni úti á veg- unum. Varðandi Suðurstrandarveg segir Hreinn að ekki sé víst að þar hefði verið ákveðinn meira en tveggja daga mokstur þótt ekki hefði komið til niðurskurð- ar. „Vegurinn er jú ekki síst til að þjónusta ferðamannaumferðinni sem er langmest utan vetrartím- ans og vetrarumferð sennilega lítil og aðrir vegir í boði eins og áður, þótt vegalengdir séu meiri,“ segir Hreinn. Suðurstrandarvegur er 58 kíló- metra langur vegur á milli Þor- lákshafnar og Grindavíkur, og var opnaður fyrir umferð 29. október. Það var tíu mánuðum fyrr en áætlað var en verktakar gátu klárað framkvæmdir fyrr vegna verkefnaskorts. svavar@frettabladid.is Þrír grunaðir í Svíþjóð: Látnir lausir úr gæsluvarðhaldi svíþjóð, AP Þrír menn, sem setið hafa í varðhaldi í Svíþjóð grun- aðir um að hafa ætlað að myrða teiknara, voru látnir lausir í gær. Dómstóll- inn gaf engar útskýringar, en dómur verður kveðinn upp 20. janúar og þá mun dómstóll- inn gera grein fyrir niðurstöðu sinni. Venjulega þýða ákvarðanir af þessu tagi annaðhvort að litlar líkur séu á sakfellingu eða engin ástæða sé lengur til að halda þeim í gæsluvarðhaldi. Mennirnir voru með hnífa á sér þegar þeir voru handteknir í Gautaborg 10. september síð- astliðinn, grunaður um að hafa ætlað að drepa Lars Vilks, sænskan teiknara sem gerði skopmyndir af Múhameð spá- manni. . gt Ríkustu íbúar Danmerkur: Milljarðar frá hinu opinbera danmörk Tvö hundruð og tutt- ugu þúsund ríkustu íbúar Dan- merkur fá árlega jafngildi rúmlega 73 milljarða íslenskra króna í barnabætur, dagpeninga og eftirlaun, en þau nema um helmingnum af upphæðinni. Hagfræðiprófessorinn Jesper Jespersen er þeirrar skoðunar að ræða þurfi eftirlaunakerfið. Hann segir að á tfmum þreng- inga verði menn að spyrja sig hvort núverandi skipti séu sann- gjörn. Hópur velmegandi borgara, sem ekki þurfi á framlögum frá hinu opinbera að halda, taki það sem þeim beri þar sem þeir hafi tækifæri til þess. .ibs LARS VILKS >■%) 3J J jsJSÍ U i' Voltaren Dolo25mg Didofenac. kal. Voltaren íjt NJÓTUM ÞESS AÐ HREYFA OKKUR VLyfsheilsa við hlustum! Loks góðar fréttir fyrir evrusvæðið eftir marga Vaxtaálag ítalskra skuldabréfa lækkar RÓM. AP ítölsk ríkisskuldabréf seldust fyrir rúma tíu milljarða evra í gær, á talsvert hagstæðari vöxtum en þeim hefur boðist undanfarið. Er um að ræða góðar fréttir fyrir Ítalíu sem hefur verið á mörkum greiðslufalls síðustu mánuði vegna vax- andi skulda og hækkandi lántökukostnaðar. Við þetta hefur ávöxtunarkrafa á tíu ára skulda- bréf fallið niður fyrir sjö prósenta markið sem hefur verið viðmið um sjálfbærni ríkisfjármála. Ástæða þessa er talin vera tvíþætt. Annars vegar er líklegt að evrópskir bankar, sem fengu 489 milljarða evra að láni frá Seðlabanka Evrópu, hafi nýtt hluta þeirra fjármuna til að kaupa ítölsk ríkisskuldabréf. Hins vegar er talið að aðhalds- aðgerðir og skattahækkanir sem Mario Monti forsætisráðherra kom í gegnum þingið á dögunum hafi vakið fjárfestum trú á að með því væri tekist á við skuldavanda landsins. Ítalía, sem er þriðja stærsta hagkerfið innan evr- usvæðisins, skuldar alls um 1.900 milljarða evra. í dag verður enn eitt skuldabréfaútboðið og mun þar koma í ljós hvort fjárfestar hafa sannarlega traust á Ítalíu. - þj LETTIR Aðgerðir Marlo Monti forsætisráðherra virðast hafa skilað árangri þar sem vaxtaálag rikisskuldabréfa lækkaði I 8ær- NORDICPHOTOS/AFP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.