Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 70
ARAMOTAHEITIÐ 46 FRÉTTABLAÐIÐ 29. desember 2011 FIMMTUDACUR ísland dregið inn í grannadeilur í Eurovision „Að brúka bannsetta dagbókina j til að hafa jafnvœgi milli púlsins j og svo hliðarvinnu sem eru skrifsem ég þarfað koma frá á nœstu mánuðum. Og til að toppa allt œtla ég að setja fríin \ strax inn, mœla mér mót við afslappelsi. “ Halldór Högurður ráðgjafi. ísland hefur óvænt verið dregið inn í deilur Armena og Asera vegna Eurovision-keppn- innar sem fer fram í höfuðborg Aserbaídsjans, Bakú, í maí á næsta ári. ísland er á sumum armenskum fréttamiðlum sagt hafa dregið sig úr keppni. Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi eldað grátt silfur og landamæri Armeníu að Aser- baídsjan eru lokuð. Fáum kemur því á óvart að þátttaka Armeníu í keppninni á næsta ári skuli hanga á bláþræði en að nafn íslands skuli dregið inn í þessar deilur er ákaflega óvænt. Enda kom Jónatan Garðarsson, sem hefur farið fyrir íslenska hópnum undanfar- in ár, af fjöllum þegar Fréttablaðið bar þetta undir hann. „Það stendur skýrt í reglum Euro- vision-keppninnar að ekki megi blanda henni saman við stjórnmál eða stjórnmálaskoðanir.“ Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri tók í sama streng og sagði ekkert slíkt vera fyrir hendi. Stjórnvöld í Aserbaídsjan hafa á hinn bóg- inn verið harðlega gagnrýnd fyrir Eurovision- undirbúning sinn, en breska blaðið Telegraph greindi frá því skömmu fyrir jól að stjórn- völd hefðu skrúfað fyrir rafmagn og gas hjá hundruðum íbúa í miðborg Bakú til að rýma fyrir byggingu nýrrar sönghallar. Mann- réttindasamtökin Human Rights Watch hafa, samkvæmt frétt Telegraph, varað við ólög- legu athæfi stjórnvalda í Aserbaídsjan vegna umræddrar byggingar en forseti landsins, Ilham Alijev, bindur vonir við að Eurovision- keppnin eigi eftir bæta ímynd landsins til muna. - fgg HARÐAR DEILUR Forseti Aserbaídsjan, llham Alijev, bindur miklar vonir við að Eurovision-keppnin verði mikil lyftistöng fyrir ímynd landsins. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni, Mehriban Alijeva. ■mmmmnmmnmmm* ÖRN ELÍAS GUÐMUNDSSON OG YRSA SIGURÐARDÓTTIR: TRÓNA Á TOPPNUM í JÓLASÖLUNNI Haglél og Brakið seldust í 50 þúsund eintökum Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison, og Yrsa Sigurðardóttir eru metsölukóngur og -drottning ársins hvað íslenska plötu- og bókaútgáfu varðar. Haglél Mugisons seldist í hvorki meira né minna en tæpum 5.700 eintökum síð- ustu vikuna fyrir jól samkvæmt Tón- listanum. Að sama skapi er Brakið eftir Yrsu mest selda bók ársins samkvæmt metsölulista bókaverslana sem var birtur í gær, á undan Einvígi Arnaldar Indriða- sonar og Gamlingjanum sem skreið út um gluggann og hvarf eftir Svíann Jonas Jonasson. Um tuttugu þúsund eintök hafa selst af Brakinu, sem var prentuð í 22 þús- und eintökum og er uppseld hjá útgef- anda en ljóst er að eitthvað verður um skil á bókinni. Því sama má búast við um Haglél Mugisons. Þau 30 þúsund eintök sem voru prentuð af henni eru uppseld á lager. Um eitt þúsund eintök eru þó fáan- leg vítt og breitt um landið. Yrsa hefur bætt sölutölur sínar um í kringum fimm þúsund eintök miðað við síðasta ár þegar Ég man þig seldist í um fimmtán þúsund eintökum eftir skil. Sú bók er núna farin í um 22 þúsund ein- tökum þegar kiljuútgáfa hennar er tekin með í reikninginn. Brakið er einmitt væntanleg í kilju í lok febrúar. Síðasta plata Mugisons, Mugiboogie, hefur selst í um 25 þúsund eintökum síðan hún kom út fyrir fjórum árum. Það er vitaskuld mjög góður árangur en Haglél stendur henni þó mun framar í vinsældum. Mugison sló eigið met með því að selja tæp 5.700 eintök af Hagl- éli á einni viku, sem er gullsala. Áður hafði hann sett met í plötusölu á einni viku samkvæmt Tónlistanum með rúm- lega 3.500 eintaka sölu vikuna þar á undan, eins og Fréttablaðið greindi frá. Búast má við að ókeypis tónleikar hans í Hörpunni og víðar um landið, auk beinu útsendingarinnar í Sjónvarpinu 22. des- ember hafi ýtt verulega undir söluna þessa síðustu viku fyrir jól, sérstaklega á Þorláksmessu. Einnig eru dæmi um það að fyrirtæki hafi keypt Haglél og gefið hana í jólagjöf, þar á meðal tvö stór fyrirtæki. Samkvæmt Baldvini Esra Einarssyni hjá Kimi Records sem dreifir Hagléli stendur til að prenta fleiri eintök af plöt- unni í janúar. Á sama tíma eru uppi hug- B ÞJOÐLEIKHUSIÐ 3©'^ 5511200 I www.leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Heimsljós (Stóra sviðið) Herja á neftóbaksmarkað Rm29.12.Kl. 19:303sýn. [W] Sun22.1.KI.19:309.sjn gj Lau7.1.KI.19:304sýii ffl Lau28.1.Kl. 19:30losýn. CsJ Sun8.1.KI. 19:305 sjn. ffl Sun 29.1. Kl. 19:30 ii syn. Lau 14.1. Kl. 19:30 6.sýa ffl Lau 4.2. Kl. 19:3012 .sýn. S3 Sun 15.1. Kl. 19:307 sýn S! Sun 5.2. W. 19:30 usýn ® Lau21.1.W. 19:30Bsýn. K Uu11.2.W.19:30i./u<æ. Svartur hundur prestsins (Kassinn) Sun 12.2. W. 19:30 2.**as. Lau 18.2. W. 19:30 Rsýa Sun 19.2. W. 19:30 iBsýn. Lau 25.2. W. 19:3016. sja Sun 26.2. W. 19:30 i?.sýn 1 Sun 8.1. W. 19:30 33 sjn. Rm12.1.W.19:3034 sýa Fœ 20.1.W. 19:30 37.sýn | Lau 21.1. W. 19:30 38. sýn. Hreinsun (Stóra sviðið) Fos 30.12. W.19:3015. sýn. ' Rm 5.1. Kl. 19:3016. sýn. Fos 13.1. Kl. 19:30 i7.sýn. I Litla skrimslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) n Rm29.12.W.13:302 sýn ffl|Fös30.12.W.13:304sju ffl ISun 8.1. W. 13:30 e.sýn. K Rm29.12.W. 15:003sýn ffl| Fös30.12.W.15005sýn. ffl |sun8.1.W.15:007.sýn. ffl Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 8.1. W. 16:00 On Misunderstanding (Kassinn) Rm 29.12. W. 20:002.sýn. | FÖS 30.12. W. 20:00 3.sjn. Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30 1 JJ51-T2.VKL íslenska tóbaksfélagið hefur hafið framleiðslu og innflutning á neftób- aki. Framleiðslan fer fram hjá V2 Tobacco í Silkiborg í Danmörku og hefur tóbakið hlotið nafnið Skuggi. Sverrir Gunnarsson, sem stofnaði félagið í samstarfi við föður sinn, segir takmarkið vera að flytja inn fleiri tegundir tóbaks, meðal ann- ars vafningstóbak, sígarettur og vindla. „Við erum enn að bíða eftir formlegu leyfi frá ÁTVR en ég hef enga trú á öðru en að það komi innan skamms. Ríkið má ekki mis- muna fyrirtækjum sem það er sjálft í samkeppni við.“ Sverrir segir að þeir ætli koma af fullum krafti inn í samkeppnina á íslenska tóbaksmarkaðinum. Tób- akið hefur verið til sölu í söluturn- inum Drekanum að undanförnu og hefur salan gengið vonum framar, allar tegundir séu uppseldar nema ein. „íslendingar nota í kringum hundrað kíló af neftóbaki á dag,“ segir Sverrir. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í mars síðastliðnum RÆDST Á RISANA Sverrir Gunnarsson hjá Islenska tóbaksfélaginu hefur hafið fram- leiðslu og innflutning á nýju neftóbaki sem nefnist Skuggi. Hann ætlar að veita risunum á tóbaksmarkaði verðuga samkeppni. fréttablaðið/danIel hyggst Íslensk-ameríska einnig hefja innflutning á neftóbaki en hefur neysla á íslensku neftóbaki aukist um fimmtíu prósent. Þar að auki hefur heildsalinn Rolf Johan- sen hafið framleiðslu og innflutn- ingi á neftóbakinu Lundi. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins framkvæmdastjóri markaðs-og sölusviðs, Árni Ingvarsson, vildi hvorki játa né neita því í samtali við Fréttablaðið. - fgg *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.