Fréttablaðið - 29.12.2011, Side 70

Fréttablaðið - 29.12.2011, Side 70
ARAMOTAHEITIÐ 46 FRÉTTABLAÐIÐ 29. desember 2011 FIMMTUDACUR ísland dregið inn í grannadeilur í Eurovision „Að brúka bannsetta dagbókina j til að hafa jafnvœgi milli púlsins j og svo hliðarvinnu sem eru skrifsem ég þarfað koma frá á nœstu mánuðum. Og til að toppa allt œtla ég að setja fríin \ strax inn, mœla mér mót við afslappelsi. “ Halldór Högurður ráðgjafi. ísland hefur óvænt verið dregið inn í deilur Armena og Asera vegna Eurovision-keppn- innar sem fer fram í höfuðborg Aserbaídsjans, Bakú, í maí á næsta ári. ísland er á sumum armenskum fréttamiðlum sagt hafa dregið sig úr keppni. Armenía og Aserbaídsjan hafa lengi eldað grátt silfur og landamæri Armeníu að Aser- baídsjan eru lokuð. Fáum kemur því á óvart að þátttaka Armeníu í keppninni á næsta ári skuli hanga á bláþræði en að nafn íslands skuli dregið inn í þessar deilur er ákaflega óvænt. Enda kom Jónatan Garðarsson, sem hefur farið fyrir íslenska hópnum undanfar- in ár, af fjöllum þegar Fréttablaðið bar þetta undir hann. „Það stendur skýrt í reglum Euro- vision-keppninnar að ekki megi blanda henni saman við stjórnmál eða stjórnmálaskoðanir.“ Sigrún Stefánsdóttir dagskrárstjóri tók í sama streng og sagði ekkert slíkt vera fyrir hendi. Stjórnvöld í Aserbaídsjan hafa á hinn bóg- inn verið harðlega gagnrýnd fyrir Eurovision- undirbúning sinn, en breska blaðið Telegraph greindi frá því skömmu fyrir jól að stjórn- völd hefðu skrúfað fyrir rafmagn og gas hjá hundruðum íbúa í miðborg Bakú til að rýma fyrir byggingu nýrrar sönghallar. Mann- réttindasamtökin Human Rights Watch hafa, samkvæmt frétt Telegraph, varað við ólög- legu athæfi stjórnvalda í Aserbaídsjan vegna umræddrar byggingar en forseti landsins, Ilham Alijev, bindur vonir við að Eurovision- keppnin eigi eftir bæta ímynd landsins til muna. - fgg HARÐAR DEILUR Forseti Aserbaídsjan, llham Alijev, bindur miklar vonir við að Eurovision-keppnin verði mikil lyftistöng fyrir ímynd landsins. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni, Mehriban Alijeva. ■mmmmnmmnmmm* ÖRN ELÍAS GUÐMUNDSSON OG YRSA SIGURÐARDÓTTIR: TRÓNA Á TOPPNUM í JÓLASÖLUNNI Haglél og Brakið seldust í 50 þúsund eintökum Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison, og Yrsa Sigurðardóttir eru metsölukóngur og -drottning ársins hvað íslenska plötu- og bókaútgáfu varðar. Haglél Mugisons seldist í hvorki meira né minna en tæpum 5.700 eintökum síð- ustu vikuna fyrir jól samkvæmt Tón- listanum. Að sama skapi er Brakið eftir Yrsu mest selda bók ársins samkvæmt metsölulista bókaverslana sem var birtur í gær, á undan Einvígi Arnaldar Indriða- sonar og Gamlingjanum sem skreið út um gluggann og hvarf eftir Svíann Jonas Jonasson. Um tuttugu þúsund eintök hafa selst af Brakinu, sem var prentuð í 22 þús- und eintökum og er uppseld hjá útgef- anda en ljóst er að eitthvað verður um skil á bókinni. Því sama má búast við um Haglél Mugisons. Þau 30 þúsund eintök sem voru prentuð af henni eru uppseld á lager. Um eitt þúsund eintök eru þó fáan- leg vítt og breitt um landið. Yrsa hefur bætt sölutölur sínar um í kringum fimm þúsund eintök miðað við síðasta ár þegar Ég man þig seldist í um fimmtán þúsund eintökum eftir skil. Sú bók er núna farin í um 22 þúsund ein- tökum þegar kiljuútgáfa hennar er tekin með í reikninginn. Brakið er einmitt væntanleg í kilju í lok febrúar. Síðasta plata Mugisons, Mugiboogie, hefur selst í um 25 þúsund eintökum síðan hún kom út fyrir fjórum árum. Það er vitaskuld mjög góður árangur en Haglél stendur henni þó mun framar í vinsældum. Mugison sló eigið met með því að selja tæp 5.700 eintök af Hagl- éli á einni viku, sem er gullsala. Áður hafði hann sett met í plötusölu á einni viku samkvæmt Tónlistanum með rúm- lega 3.500 eintaka sölu vikuna þar á undan, eins og Fréttablaðið greindi frá. Búast má við að ókeypis tónleikar hans í Hörpunni og víðar um landið, auk beinu útsendingarinnar í Sjónvarpinu 22. des- ember hafi ýtt verulega undir söluna þessa síðustu viku fyrir jól, sérstaklega á Þorláksmessu. Einnig eru dæmi um það að fyrirtæki hafi keypt Haglél og gefið hana í jólagjöf, þar á meðal tvö stór fyrirtæki. Samkvæmt Baldvini Esra Einarssyni hjá Kimi Records sem dreifir Hagléli stendur til að prenta fleiri eintök af plöt- unni í janúar. Á sama tíma eru uppi hug- B ÞJOÐLEIKHUSIÐ 3©'^ 5511200 I www.leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Heimsljós (Stóra sviðið) Herja á neftóbaksmarkað Rm29.12.Kl. 19:303sýn. [W] Sun22.1.KI.19:309.sjn gj Lau7.1.KI.19:304sýii ffl Lau28.1.Kl. 19:30losýn. CsJ Sun8.1.KI. 19:305 sjn. ffl Sun 29.1. Kl. 19:30 ii syn. Lau 14.1. Kl. 19:30 6.sýa ffl Lau 4.2. Kl. 19:3012 .sýn. S3 Sun 15.1. Kl. 19:307 sýn S! Sun 5.2. W. 19:30 usýn ® Lau21.1.W. 19:30Bsýn. K Uu11.2.W.19:30i./u<æ. Svartur hundur prestsins (Kassinn) Sun 12.2. W. 19:30 2.**as. Lau 18.2. W. 19:30 Rsýa Sun 19.2. W. 19:30 iBsýn. Lau 25.2. W. 19:3016. sja Sun 26.2. W. 19:30 i?.sýn 1 Sun 8.1. W. 19:30 33 sjn. Rm12.1.W.19:3034 sýa Fœ 20.1.W. 19:30 37.sýn | Lau 21.1. W. 19:30 38. sýn. Hreinsun (Stóra sviðið) Fos 30.12. W.19:3015. sýn. ' Rm 5.1. Kl. 19:3016. sýn. Fos 13.1. Kl. 19:30 i7.sýn. I Litla skrimslið og stóra skrímslið í leikhúsinu (Kúlan) n Rm29.12.W.13:302 sýn ffl|Fös30.12.W.13:304sju ffl ISun 8.1. W. 13:30 e.sýn. K Rm29.12.W. 15:003sýn ffl| Fös30.12.W.15005sýn. ffl |sun8.1.W.15:007.sýn. ffl Judy Garland (Þjóðleikhúskjallarinn) Lau 8.1. W. 16:00 On Misunderstanding (Kassinn) Rm 29.12. W. 20:002.sýn. | FÖS 30.12. W. 20:00 3.sjn. Allar kvöldsýningar hefjast kl. 19.30 1 JJ51-T2.VKL íslenska tóbaksfélagið hefur hafið framleiðslu og innflutning á neftób- aki. Framleiðslan fer fram hjá V2 Tobacco í Silkiborg í Danmörku og hefur tóbakið hlotið nafnið Skuggi. Sverrir Gunnarsson, sem stofnaði félagið í samstarfi við föður sinn, segir takmarkið vera að flytja inn fleiri tegundir tóbaks, meðal ann- ars vafningstóbak, sígarettur og vindla. „Við erum enn að bíða eftir formlegu leyfi frá ÁTVR en ég hef enga trú á öðru en að það komi innan skamms. Ríkið má ekki mis- muna fyrirtækjum sem það er sjálft í samkeppni við.“ Sverrir segir að þeir ætli koma af fullum krafti inn í samkeppnina á íslenska tóbaksmarkaðinum. Tób- akið hefur verið til sölu í söluturn- inum Drekanum að undanförnu og hefur salan gengið vonum framar, allar tegundir séu uppseldar nema ein. „íslendingar nota í kringum hundrað kíló af neftóbaki á dag,“ segir Sverrir. Eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í mars síðastliðnum RÆDST Á RISANA Sverrir Gunnarsson hjá Islenska tóbaksfélaginu hefur hafið fram- leiðslu og innflutning á nýju neftóbaki sem nefnist Skuggi. Hann ætlar að veita risunum á tóbaksmarkaði verðuga samkeppni. fréttablaðið/danIel hyggst Íslensk-ameríska einnig hefja innflutning á neftóbaki en hefur neysla á íslensku neftóbaki aukist um fimmtíu prósent. Þar að auki hefur heildsalinn Rolf Johan- sen hafið framleiðslu og innflutn- ingi á neftóbakinu Lundi. Sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins framkvæmdastjóri markaðs-og sölusviðs, Árni Ingvarsson, vildi hvorki játa né neita því í samtali við Fréttablaðið. - fgg *

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.