Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 34
10 MARKAÐURINN 29. DESEMBER 2011 FIMMTUDAGUR NBA komin upp úr skotgröfunum NBA-deildin er komin af stað eftir harðar deilur. Leikmenn sýndu mikla samstöðu. Framkvæmdastjóri NBA, David Stern, segir verkfallið hafa valdið „óbætanlegu tjóni" en það muni styrkja deildina þegar fram í sækir. ÍÞRÓTTIR Magnús Halldórsson magnush@365.is NBA-deildin í körfubolta er loksins skriðin af stað eftir harðar deilur leik- manna og forsvarsmanna NBA-deildar- innar. Leikmenn fóru í verkfall vegna deilna sem snerust um peninga, en eru nú komnir upp úr skotgröfunum eftir að hafa sýnt mikla samstöðu í deilunum við forsvarsmenn deildarkeppninnar sem að lokum leiddi til samkomulags. Leikmenn vildu fá meiri hlutdeild í tekjunum sem NBA-deildin fær en for- svarsmenn deildarinnar töldu kröfur leikmanna ganga alltof langt. Eftir meira en hálfs árs daglegar samningaviðræð- ur, ýmist bak við tjöldin eða á opinberum samningafundum, tókst að ná samkomu- lagi sem báðir deilendur gátu sætt sig við. „NBA-deildinni hefur verið bjarg- að,“ sagði David Stern, stjórnandi NBA- deildarinnar, þegar samkomulagið var undirritað. Derek Fisher, fyrrverandi leikmaður LA Lakers, Utah og Golden State Warriors, leiddi samningaviðræð- urnar fyrir hönd leikmanna deildarinn- ar. „Við tókum mikilvægt skref fram á við, en sjálfir teljum við að leikmenn deildarinnar eigi að fá stærri hlutdeild í þeim miklu tekjum sem verða til í kring- um NBA-deildina,“ sagði Fisher. NBA-deildin risaiðnaður Þó liðin 30 sem eru í NBA-deildinni keppi sín á milli í íþróttahöllum í Banda- ríkjunum og Kanada þá er heimavöllur NBA í reynd heimurinn allur. Áætlað er að heildar efnahagsleg áhrif NBA- körfuboltans á ári séu yfir 5 milljarðar dollara, eða sem nemur tæplega 600 milljörðum króna. Þá er horft til sjón- varpsáhorfs á leiki og áhrifa á auglýs- ingaiðnaðinn, sölu á varningi liðanna, sölu á miðum á leiki og þess háttar. Meginröksemd leikmannasamtak- anna í samningaviðræðunum við NBA- deildina var ekki síst að horfa yrði til þess aðdráttarafls sem leikmennirn- * ir sjálfir hefðu. „NBA \ á allt undir leikmönn- * unum, það væri eng- inn körfubolti án leik- manna,“ sagði Fisher þegar deilan var í sem mestum hnút, og lagði þannig áherslu á að leik- menn ættu rétt á að fá meiri hlutdeild í heild- artekjum. Svo einfalt er þó málið ekki. NBA-liðin hafa mörg hver verið að berjast við erfiðan rekstur und- anfarin ár og þar vega þyngst himinhá laun leikmanna. Þau hafa hækkað mikið og eru að meðaltali á bilinu 50 til 60 pró- sent af heildar rekstrarkostnaði liðanna, samkvæmt frétt New York Times. Stern hefur sagt að þetta hlutfall ætti að vera nærri 30%. Styrkur til framtiðar NBA-deildin hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin ár eftir fremur dapran tíma. Eftir að hetjurnar, sem m.a. mynd- uðu Draumaliðið á Ólympíuleikunum í Barcelona 1998, hættu ein af annarri minnkaði áhuginn á NBA-deildinni tölu- vert mikið á heimsvísu. Miðasala datt niður um tíma, en tók síðan kipp upp á við aftur og hefur farið vaxandi frá ári til árs, ekki síst vegna nýrrar kynslóð- ar frábærra leikmanna með mikið að- dráttarafl. Þar fara ekki síst fremstir í flokki Lebron James hjá Miami Heat, Kobe Bryant hjá LA Lakers og Derek Rose hjá Chicago Bulls. Miklar áhyggjur eru þó af stöðu mála núna, vegna þeirra áhrifa sem verkfall leikmanna hefur þegar haft á NBA-deild- ina. Markaðsstarf hefur ekki getað farið af stað, nema að litlu leyti, sem hefur valdið liðunum í deildinni miklum erfið- leikum. „Við munum koma sterkari út úr þessu í framtíðinni en tjónið er óbætan- legt,“ svaraði David Stern er hann var spurður um hver hefðu verið áhrifin af verkfallinu. A ^ DEREK FISHER j.meiraprof.is Farðu ekki án réttinda á vinnuvélar til Evrópu, vertu klár í allt, heima sem erlendis Skjót leió til starfsmenntunar Réttindanámskeiö fyrir stjórnendur vinnuvéla, kléraöu þetta ó móöurmálinu ef þú hefur hug ó starfi í Evrópu. Hægt er aö byrja alla föstudaga kl. 17.30, námiö tekur 3 helgar, sjá nánar ó heimasíöunni meiraprof.is eöa hringdu I sfma 588 45 □□ NÁMSKEIÐ SEM GEFA RÉTT1NDI UM GJORVALLA EVRÓPU Skapaðu þár þitt eigið góðæri ÖLL ÖKURÉTTIIMDI - ÖLL VIIMIMUVÉLARÉTTIIMDI Nómskeiö til aukinno ökuréttinda og vinnuvélanémskoiöiö gefur eögeng eö þúsundum óhugeveröra starfa. Fyrir þó sem ekki eru meö umtalsveróa framhaldsmenntun er þaö ekki spurning aó afla aér þeirra réttinda sem þeaai nðmakeió veita. Fjöldi fólks meö mikia sérmenntun aækir þó þessi nómskeiö til aö eiga möguleíka é aó komast út fró papplr og tölvum og Iðta til sfn taka ó sverum trukkum og öflugum vinnuvélum, þó ekki sé nema I sumarfrfum. Starfamenn skólans eru meó éralanga reynslu I kannalu ó þessu aviói og þjólfaöir I aó kenna fólki sem aö öllu jöfnu hefur skóla ekki efst ó vinsælderlietenum. Viö starfsmenn skólans kappkostum aö flytja hagnýtan fróóleik sem kemur nemendum og vinnuveitendum þeirra ( og öltum vegfarendum ) aö gagni ella dago. Viö kennararnir trúum lika ó lif fyrir dauóann og leggjum okkur fram um aó námið sé ekki bera hegnýtt. heldur einnig skemmtilegt. Ekki bióa eftir tlma til aó framkvæma þetta sem þú hofur hugsoó lengi um. þaó er annaó oró yfir aldrei. Búóu tfmann til. stattu meó sjálfum þér og byrjaóu strax. Vió fögnum þvl aó fá aó hitta þig og aó fá þannig tækifæri ó aó auka órangur þinn I llfinu. ALLAR FREKARl UPPLÝSIIMGAR í SÍMA 588 45 00 KLETTAGÖRÐUM 11 [ aohúslnu ) REYKJAVfK SÉRSTAÐA NBA-DEILDARINNAR Ólíkt mörgum af stærstu deildarkeppnum heimsins ( knattspyrnunni eru peningarnir í NBA-deildinni ekki mestir i viðskiptum með leikmenn. Reglur deildarinnar gera ráð fyrir að leikmenn gangi ekki kaupum og sölum fyrir hærri fjárhæðir en l milljón dollara, eða sem nemur ll5 milljónum króna. Algengast er því að leikmenn fari á milli liða í skiptum fyrir aðra leikmenn. Deildarkeppn- in er löng og ströng. Hvert lið spilaryfir 80 leiki á tímabili, og um 100 leiki fari það alla leið í úrslit. Óheimilt er að reka félög með botnlausu tapi, ólíkt því sem þekkist t.d. ( ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Manchester City setti á dögunum met í tap- rekstri þegar tilkynnt var um yfir 190 milljóna punda tap félagsins I fyrra. Þar vega kaup á leikmönnum larigsamlega þyngst. Til þess að sporna gegn þessu samþykkja öll félögin að hafa eftirlit með rekstri hjá hverju öðru. Þetta er m.a. útfært með sérstöku ráði innan NBA sem hefur það verkefni eitt að hafa eftirlit með rekstri félaganna. Brjóti þau gegn reglunum hefur deildin heimild til þess að hindra þátttöku þeirra í keppni deildarinnar. Helsti drifkraftur deildarinnar hefur ávallt verið öflugt markaðsstarf. Það er að hluta borið uppi af NBA-deildinni sjálfri og slðan af félögunum. Þau vinna saman að dreifingu á vörum inn á markaði um allan heiminn, til þess að auka hagkvæmni og halda I gildin um að orðspor NBA gangi framar orðspori félaga eða einstakra leikmanna. Ekki er langt slðan það náðist samkomulag um að taka leikmenn I lyfja- próf. David Stern náði því í gegn eftir mikla baráttu. Prófin eru þó ófullkomin enn sem komið er, og fara ekki fram með sama hætti og I mörgum öðrum íþróttagreinum. Sérstaklega er prófað fyrir fíkninefnanotkun, en síðan eru leik- menn teknir I skipulagðar prófanir á fyrirframákveðnum tímasetningum. Þetta hefur verið gagnrýnt nokkuð, þar sem leikmenn geta einfaldlega passað upp á að ná prófunum þegar þau eru tekin. En verið síðan á sterum þess á milli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.