Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 22
FRÉTTABLAÐIÐ skoðun greinar@frettabladicUs Baráttan um söguna er í algleymingi. Prýstihópar Hópur lögmanna ýmissa sakborninga sem eru til rann- sóknar vegna ætlaðra efnahagsbrota skrifuðu grein skömmu fyrir jól. Þar hvöttu þeir fjölmiðla landsins til „að sýna þann siðferðisstyrk að leyfa mönnum að njóta sjálfsagðra mannréttinda þar til leyst hefur verið úr ágreiningi um sekt þeirra fyrir dómstólum“. Einn úr hópnum, Reimar Pétursson, skrifaði síðan aðra grein, sem birtist í Morgunblaðinu á aðfangadag. Þar segir hann vanda fjölmiðla vera mikinn „þegar kemur að aðhaldshlutverki þeirra gagnvart stjórnvöldum eða öðrum ráðandi öflum í þjóðfélaginu“. Þetta leiði til þess að „fjölmiðlar veita sérstökum saksóknara lítið sem ekkert aðhald, annað en það að krefjast jafnvel enn meiri hörku gagnvart sakborningum. Tíðarandinn og rekstur fjölmiðla krefst þess. Allir ættu að hafa þetta í huga við lestur frétta um rannsóknir sérstaks saksóknara“. í nýlegri greinargerð lögmanns Baldurs Guðlaugssonar, sem hefur verið dæmdur sekur fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi, segir að Baldur hafi orðið fyrir „dæmalausum áföllum og ágangi á mannorð sitt og allt persónulegt starf og líf, en þar hefur fjölmiðlaumfjöllun spilað stórt hlutverk". Inntakið hjá öllum er það sama; fjölmiðlar eiga ekki að fjalla um þessi mál. Ef þeir gera það eru þeir gerendur. Bera ábyrgðina og skömmina sem fylgir því að dæma menn fyrir fram. Fjölmiðlar sinna aðhaldshlutverki sínu best, að þeirra mati, með því að segja ekki fréttir. Svona aðfinnslur eru ekki nýjar af nálinni. Meintir sakamenn og aðilar á þeirra vegum hafa ítrekað reynt að hafa óbein áhrif á fréttaskrif með ýmsum hætti á liðnum árum. Oftast eyða þeir reyndar mestu púðri í að upplýsa hversu léleg rannsóknarskýrslan sé, hversu illa gefnir rannsakendur þeirra séu og hversu illa gef- inn fréttamaðurinn sé ef hann taki ekki undir með þeim. Það er að vissu leyti skiljanlegt að þessir aðilar hagi málflutningi sínum svona. Flestir þeirra hafa stórar hugmyndir um eigið ágæti, sumir virðast beinlínis upplifa sig sem einhvers konar hálfguði, og sjálfs- mynd þeirra er beintengd við það sem þeir gerðu á hinum fölsku uppgangstímum. Þeir hafa því lítinn áhuga á að sjá hana molna með því að tengjast raunveruleikanum. En hlutverk fréttastofa fjölmiðla er einfalt; að segja fréttir. Þær reyna að gera það heiðarlega og með það fyrir augum að upplýsa lesendur eða áhorfendur sína. Það er meginhlutverk þeirra og við þá liggur trúnaður fréttastofu. Þær eiga að segja satt, ekki að gæta hagsmuna. Hvorki sakborninga né annarra. Á íslandi áttu sér stað atburðir sem eru einstæðir. Umfang blekk- ingarinnar var hvergi meiri og afleiðingar hennar höfðu gríðarleg áhrif á allt samfélagið. Þetta kemur okkur öllum við og sakamála- rannsóknir hrunsins eru því ekki einkamál sakborninga. Málflutn- ingur lögmannanna og skjólstæðinga þeirra verður að skoðast i ljósi þess að hér er háð barátta á milli gerenda í viðskiptum, innan embættismannakerfisins eða í stjórnmálum fyrir bankahrun um hvernig sagan verði skrifuð. Tilraunir til að hafa áhrif á fréttaum- fjöllun eru stór liður í þeirri baráttu. Allir ættu að hafa þetta í huga þegar þeir lesa gagnrýni þeirra á störf fjölmiðla. FRÉTTABLAÐIÐ ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjðrg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RlTSTJÓRl: ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út 190.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið I völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins I stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Krossgáta í helgarblaðinu Ekki missa af krossgátunum sem birtast vikulega í helgarblaðinu. Þæreru efnismiklar, fjölbreyttar og skemmtilegar áskoranir fyrir unnendur góðra orðaþrauta. f verðlaun verðurvegleg gjafakarfa að verðmæti 5.000 kr. frá Te og Kaffi. Allt sem þú þarft 22 29. desember 2011 FIMIVITUDACUR FRÁ DEGI TIL DAGS HALLDÓR Ölvunar- akstur Prósentureikningurinn Eygló Harðardóttir, þingmaður Fram- sóknarflokksins, skoðaði fjölda frétta um formenn stjórnmálaflokkanna og birti útleggingar um það á heimasíðu sinni. Kemur í Ijós að 3,21 prósent frétta fjallar um Margréti Tryggvadótt- ur, 10,3 prósent um Sigmund Davíð Cunnlaugsson, 19,17 prósent um Bjarna Benediktsson, 33,99 prósent um Jóhönnu Sigurðardóttur og 33,33 prósent um Steingrím J. Sigfússon. Út frá þessari tölfræði leggur Eygió á þann veg að allt of mikið sé fjallað um Steingrím miðað við þingstyrk Vinstri grænna. Ráðherradómurinn Þetta er skrýtin rökfræði. Svo vill til að Jóhanna er forsætisráðherra og Steingrimur erfjármálaráðherra. Þau eru oddvitar ríkisstjórnarinnar. Sem slíkir þurfa þau að svara fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnartil að koma landinu upp úr einhverri verstu efnahags- lægð sögunnar. Það kemur'þingstyrk ekkert við. Vissulega verða fjöl- miðlamenn að Ruslaskrímslið Egill Helgason kvartar yfir því að sorp hans sé illa hirt.Tæmt hafi verið hjá honum 15. desember og síðan ekki fyrr en 27. desember. Það er raunar I samræmi við reglu um tíu daga tæmingu, sem komið var á í upphafi árs. Samkvæmt henni hefði reyndar átt að tæma rusl Egils 25. desember, en það hlýtur að vera tilætlunarsemi að vilja sorptæmingu á jóladegi. Og þó, miðað við myndmál Egils var Reykjavík líkust Napolí í miðju sorpverkfalli. Spurning um að fara að flokka meira og henda minna, fyrst ekki þarf nema örfáa daga til að borgin kaffærist í rusli. kolbeinn@frettabladid.is Hvað kostar leigubíll? Einar Cuð- mundsson Brautinni, bindindis- félagi ökumanna Fram undan er skemmtilegur tími, ára- mótin. Tækifæri til að hitta vini og fjöl- skyldu og fagna saman. Það er ekki óal- gengt að fagna nýju ári með því að skála. Margir láta það ekki nægja heldur fá sér í glas í góðra vina hópi, sem ekkert athuga- vert er við. Þegar gleðinni lýkur getur verið snúið að komast heim ef enginn í hópnum er edrú. Bið eftir leigubíl getur tekið á. Svo er stórhátíðarálag og mun dýrara að taka leigubíl á nýársnótt, þannig að freistingin að nota bílinn sem stendur við útidyrnar getur orðið nokkuð mikil. En kostnaðurinn við einn leigubíl er smámunir í samanburði við það sem getur gerst ef við veljum að aka drukkin. Minnsti kostnaðurinn er ef við erum svo heppin að lögreglan stöðvar okkur, þá er það bara 70-160 þúsund auk þess að missa prófið í allt að tvö ár miðað við fyrsta brot og að ekkert annað brot hafi verið framið. Ef tjón verður er bíllinn ótryggður og það lendir á okkur. Margir hafa tapað öllu vegna þess. En það er ekki stærsta refs- ingin því sá sem verður valdur að slysi eða bana annarrar manneskju getur aldrei fyrirgefið sér að hafa valið bílinn í stað þess að taka leigubíl. Þegar við fáum okkur í glas deyfum við dómgreindina smátt og smátt og þegar að heimferð kemur er ekki víst að hún sé til staðar til að stoppa okkur. Fyrir bragðið teljum við ekkert mál að aka ölvuð, þó svo við við myndum aldrei láta okkur detta það í hug edrú. Ráðið við þessu er bara að skilja bílinn eftir heima eða afhenda öðrum, sem ætlar ekki að drekka, bíllykilinn. AMfe Pegar við fáum okkur JSJS í glas deyfum við dóm- greindina smátt og smátt og þegar að heimferð kemur, er ekki víst að hún sé til staðar til að stoppa okkur. Látum ekki ölvunarakstur eyðileggja fyrir okkur áramótin. Er ekki upplagt að eitt af áramótaheitunum sé að aka aldrei undir áhrifum áfengis eða annarra vímu- efna? Slíkt heit er fjárfesting til framtíðar. Gleðilega hátíð. ^ iRTb cfCKJ ^ DjiikÁ»? I-PAPÍ eieu MENiW Ap MIS3A 4 JJðWAR AF HlhllIM smua Anpa j'oLAfltfi' FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavlk SfMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabfadid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigriður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Glsladóttir solveig@frettabfadid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Eh/ar Þórólfsson seth@frettabfadid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.