Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.12.2011, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 29.12.2011, Qupperneq 32
8 MARKAÐURINN 29. DESEMBER 2011 FIMMTUDAGUR Kaup Búvalla í Högum eru viðskipti ársins Hópur sem settur var saman af Stefni keypti 44% hlut í Högum í tveimur atrennum áður en félagið var skráð í Kauphöllina. Kaupin voru gerð í nafni Búvalla. Virði hlutarins hefur hækkað um tugi prósenta. Árni Hauksson og Hallbjörn Karlsson fóru fyrir hópnum og Sigþór Jónsson, forstöðumaður hjá Stefni, var lykilmaður í ferlinu. VIÐSKIPTIÁRSINS Þórður Snxr Júlíusson skrifar thordur@frettabladid.is Viðskipti ársins að mati dómnefndar Markað- arins eru kaup Búvalla á 44% hlut í Högum. Niðurstaðan var mjög afgerandi og viðskiptin fengu langflest atkvæði. í febrúar 2011 var tilkynnt að Arion banki hefði selt 34% hlut í smásölurisanum Högum til hóps sem kallaðist Búvellir slhf. Það var Stefnir, sjóðstýringarfyr- irtæki í eigu Arion banka, sem kom hópnum saman til að kaupa hlutinn af bankanum. Sigþór Jónsson, forstöðumaður sér- hæfðra fjárfestinga hjá Stefni, var lykilmaður í því ferli. Eigendur Búvalla voru Haga- melur ehf. (í eigu Árna Hauks- sonar, Hallbjörns Karlssonar, Sigurbjörns Þorkelssonar og TM), nokkrir lífeyrissjóðir, tveir fagfjárfestasjóðir sem lúta stjórn Stefnis, Miranda ehf. (í eigu Berglindar Jónsdóttur) og Draupnir fjárfestingafélag (í eigu Jóns Diðriks Jónsson- ar). Arni og Hallbjörn settust í stjórn Haga eftir kaupin. Árni er stjórnarformaður Haga. Hóp- urinn greiddi 10 krónur á hlut og fékk auk þess forkaupsrétt á 10% hlut til viðbótar á geng- inu 11. Þann forkaupsrétt nýtti hópurinn sér í nóvember. Sam- tals greiddi hann um 5,4 millj- arða króna fyrir alls .44% hlut. í kjölfarið klufu lífeyrissjóð- irnir sig út úr Búvöllum og leystu til sín rúmlega helming af eign félagsins í Högum og halda nú á þeim hlutum í eigin nafni. Eftir þetta áttu þeir fjór- ir aðilar sem áfram standa að Búvöllum 20,9% hlut í Högum og eru stærsti einstaki eigandi félagsi.ns. Um helmingur þess hlutar, 10,5%, er í eigu Haga- mels. í lok árs var síðan tilkynnt að Hagar yrðu skráðir á markað í desember. Arion banki myndi þá selja allt að 30% af hlut sínum í félaginu, en um fyrstu nýskrán- ingu í kauphöll eftir hrun var að ræða. Bréfin áttu að seljast á 11- 13,5 krónur á hlut. Endanlegt verð átti að ráðast af eftirspurn. Skemmst er frá því að segja að áttföld eftirspurn var eftir hlutabréfunum og 95% tilboð- anna voru gerð á genginu 13,5. Miðað við það gengi var hlutur Búvallahópsins þegar orðinn 7,2 milljarða króna virði. Hann hafði því grætt um 1,8 milljarða króna áður en viðskipti með bréf í Högum hófust í kauphöll. Þau hófust síðan föstudaginn 16. des- ember. í lok fyrsta viðskipta- dags var gengi bréfanna komið í 15,95 krónur á hlut. Þau höfðu því hækkað um 18,1% frá því að útboðið fór fram og um tæp 60% frá því að Búvellir keyptu fyrst í Högum. Viðskipti stjórnenda Haga með bréf líka nefnd Búvellir eru ekki þeir einu sem hafa hagnast vel á Högum. Dómnefnd Markaðarins nefndi líka viðskipti stjórnenda Haga með hluti í fé- laginu sem bestu viðskipti ársins. Hluti þeirra seldi nefnilega bréf í Högum fyrir samtals rúman milljarð króna til félagsins sjálfs á ár- unum 2008 og 2009 og fékk síðan nýja hluti í því án endurgjalds seint á árinu sem senn er að líða. Seldu fyrir milljarð Hagar keyptu 3,74% hlut í sjálfum sér í þremur atrennum á árunum 2008 og 2009. Seljendurn- ir voru þrír lykilstarfsmenn; Finnur Árnason, forstjóri Haga, Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, og Jóhanna Waagfjörð, þáverandi fjármálastjóri Haga. Fyrst voru keypt bréf af starfsmönnunum þremur hinn 6. júlí og 6. september 2008. Samtals greiddu Hagar starfsmönnunum þremur 712,7 milljón- ir króna fyrir hlutina. Miðað við það var við- skiptagengið 25,01 krónur á hlut. í október 2009 keyptu Hagar síðan 1,4% hlut af starfsmönnunum þremur. Fyrir hann greiddi félagið 315 milljónir króna. Viðskipta- gengið var 18,53 krónur á hlut. Alls greiddu Hagar því 1.027,7 milljónir króna fyrir saman- lagt 3,74% hlut í sjálfu sér. Stór hluti af kaup- verðinu fór í að greiða lán sem stjórnendur- nir höfðu tekið til að eignast hlutabréfin til að byrja með. Hinn 19. október 2009, í sama mánuði og FINNUR ÁRNASON, FORSTJÓRI HAGA. seinni kaupin áttu sér stað, leysti Arion banki til sín 95,7% hlut í Högum vegna skulda fyrri eigenda hans. Önnur útistandandi bréf voru annars vegar þau sem Hagar áttu sjálfir eftir að hafa keypt af eigendunum og 0,5% hlutur sem enn er í eigu Finns, Jóhönnu og Guðmund- ar, samkvæmt upplýsingum frá Arion banka. Vert er að taka fram að samkomulag lá fyrir milli Haga og starfsmannanna þriggja um kaup á umræddum hlutabréfum áður en Arion banki leysti félagið til sín. Án endurgjalds og engir skattar í febrúar 2010 var gert samkomulag við Jóhannes Jónsson, þáverandi stjórnarformann Haga, og helstu stjórnendur félagsins um for- kaupsrétt á 15% hlut í því til að tryggja áfram- haldandi starfskrafta þeirra á næstu árum. í ágúst sama ár var síðan gert annað samkomu- lag við Jóhannes um að hann hyrfi frá félaginu. Eftir stóð samkomulag sem tryggði fimm lykil- stjórnendum Haga forkaupsrétt að 5% hlut með afslætti. Auk þess var skaðleysisákvæði í sam- komulaginu sem tiltók að Arion banki myndi greiða skatta þeirra vegna kaupanna. í tengslum við ákvörðun um sölu á 20-30% hlut í Högum í gegnum Kauphöll í nóvember 2011 var samið upp á nýtt við lykilstjórnend- urna fimm. Nú var ákveðið að tveir þeirra, Finnur Árnason og Guðmundur Marteinsson, fengju gefins 0,4% hlut hvor og þeir Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, Kjartan Már Friðriksson, framkvæmdastjóri Banana, og Lárus Óskarsson, framkvæmda- stjóri Aðfanga, 0,2% hlut hver. Samtals fengu stjórnendurnir fimm því gefins 1,4% hlut í Högum frá Arion banka, miðað við gengið 10. Virði þessa hlutar miðað við það gengi er 170 milljónir króna. Erum ekki í spákaupmennsku Óbeinn eignarhlutur Hagamels ehf. (í eigu Árna Haukssonar, Hallbjörns Karlssonar, Sigur- björns Þorkelssonar og TM) í Högum er 10,5%. Hann er vist- aður inni í Búvöllum slhf. sem er stærsti einstaki eigandi félagsins með 20,9% hlut. Árni, sem er stjórnarformaður Haga, segir að hann og Hallbjörn, viðskiptafélagi hans, hafi upp- haflega kannað að kaupa þann hlut sem Búvellir keyptu einir í gegnum fjárfestingarfélag sitt Vogabakka ehf. en hafi horfið frá því vegna stærðarinnar á hlutn- um. „Við höfðum mikinn áhuga á fjárfestingu í Högum en þetta voru það stór kaup að við gátum ekki farið einir í þau. Því sögðum við okkur frá þeim. Síðan hafði Sigþór Jónsson hjá Stefni sam- band við okkur og hafði þá fengið til liðs við tilboðið lífeyrissjóði og aðra fjárfesta. Þá varð þetta ger- legt. En þetta átti sér ekki lang- an aðdraganda." Spurður hvað hafi verið svona spennandi við að fjárfesta í Högum segir Árni það einfaldlega vera félagið sjálft. „Við þekkjum Haga og rekstur félagsins ágæt- lega og kynntumst stjórnendum þess ágætlega þegar við rákum Húsasmiðjuna á sínum tíma. Því höfðum við mikinn áhuga á fjár- festingu í Högum. Það sem gerir þetta áhugavert fyrir okkur er fé- lagið sjálft, rekstur þess og stjórn- endurnir sem stýra því. Þetta er stöðugur bransi, félagið er með sterka markaðsstöðu og skuldar lítið á íslenskan mælikvarða. Það er í traustum og góðum rekstri og með öfluga stjórnendur. Það hent- ar okkur vel og uppfyllti okkar helstu viðmið um fjárfestingar.“ Virði bréfa í Högum hefur hækkað töluvert frá því að Bú- vellir keyptu sinn hlut í félaginu. ÁRNI HAUKSSON, STJÓRNARFORMAÐUR HAGA. Á fyrsta degi viðskipta með bréfin í Kauphöll íslands hækkuðu þau til að mynda um rúm 18%. Árni segist þó ekki sjá eftir því að hafa ekki keypt stærri hlut þegar Vogabakka bauðst það. „Við erum ánægðir með það sem við eigum og höfum forðast að taka of stórar stöður í hlutfalli við okkar efna- hagsreikning. Við viljum ekki veðja öllu á einn hest. Það getur verið voða gaman þegar vel geng- ur, en markaðir sveiflast. Þeir eru stundum upp og stundum niður. Þessi staða okkar í Högum er stór en ekki svo stór að við þyrftum að missa mikinn svefn yfir því ef illa færi. Þegar við fórum fyrst inn í Haga var þetta um fjórðungur af efnahagsreikningi Vogabakka. Staðan hefur eitthvað stækkað núna.“ Að sögn Árna er stefna þeirra félaga að eiga í Högum til lang- frama. „Við lítum á þetta sem alvöru fjárfestingu en ekki spá- kaupmennsku. Félagið er að gera það sem við viljum að það sé að gera. Á meðan svo er erum við ánægðir.“ BÚVELLIR Vlðskiptafélagarnir Hallbjörn Karlsson o málið öðruvísi við. 2 Viðski] sæÚ Vestia Framtakssjóður íslands (FSÍ), sem er í eigu Landsbankans, flestra líf- eyrissjóða landsins og Vátrygginga- félags íslands, hefur verið stórtæk- asti fjárfestir landsins eftir banka- hrun. Dómnefnd Markaðarins taldi kaup hans á eignarhaldsfélaginu Vestia af Landsbankanum, og við- skipti hans með bréf í Icelandair, vera næstbestu viðskipti ársins. FSÍ keypti Vestia reyndar í ágúst 2010 en sjóðurinn og Samkeppnis- eftirlitið náðu ekki samkomulagi um skilyrði fyrir kaupunum fyrr en um miðjan janúar 2011. Sjóðurinn greiddi 15,5 milljarða króna fyrir, auk þess sem Landsbankinn keypti 27,5% hlut í FSÍ við sama tækifæri. Bankinn tryggði sér þar með hluta í framtíðararðsemi fyrirtækjanna sem áður tilheyrðu Vestia. Með kaupunum á Vestia eignaðist FSÍ 81% hlut í sjávarútvegsfyrir- tækinu Icelandic Group, 79% hlut í Vodafone, 79% hlut í upplýsinga- tæknirisanum Skýrr og allt hlutafé í Húsasmiðjunni og Plastprenti. Flest- ar eignirnar höfðu farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu og voru vel rekstrarhæf. FSÍ seldi síðan starfsemi Icelandic Group í Banda- ríkjunum og Asíu til kanadíska sjávarútvegsfyrirtækisins High Liner Foods á 26,9 milljarða króna í nóvember. Sjóður hefur auk þess selt Húsasmiðjuna til danska fyrir- tækisins Bygma og stefnir að því að skrá Skýrr og Icelandic Group á markað á næstu árum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.