Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 26
2 MARKAÐURINN 29. DESEMBER 2011 FIMMTUDAGUR Skúli er viðskiptamaður ársins Hann keypti hiut í fjármálafyrirtæki, stofnaði flugfélag og á stóran hlut í eldsneytisframleiðanda sem á sér engan sinn líkan í heiminum. Hann heitir Skúli Mogensen, er eigandi Títan fjárfestingafélags og var valinn viðskiptamaður ársins af fjölskipaðri dómnefnd Markaðarins. VIÐSKIPTAMAÐUR ÁRSINS Þórður Snær Júlíusson skrifar thordur@frettabladid.is Dómnefnd Markaðar- ins hefur valið Skúla Mogensen, eiganda Títan fjárfestinga- félags, sem við- skiptamann ársins 2011. Skúli var mjög áberandi í íslensku viðskiptalífi á árinu sem var að líða. Hann leiddi meðal annars hóp sem eignaðist MP banka, stofnaði lágfargjaldaflugfélag og er stærsti hluthafi í einu verk- smiðjunni í heiminum sem fram- leiðir eldsneyti úr koltvísýrings- blæstri. Skúli vakti fyrst athygli á 10. áratugnum þegar hann tók þátt í uppbyggingu hugbúnaðarfyrir- tækisins OZ. Eftir að fyrirtækið lenti í höndum stærsta kröfuhafa síns árið 2002 eignaðist Skúli Oz aftur og flutti fyrirtækið til Kanada. Hann seldi það svo til farsímarisans Nokia haust- ið 2008, nánast á sama tíma og efnahagshrunið skall á íslandi. Frá síðari hluta árs 2009 hefur Skúli, í gegnum fjárfestinga- félagið Títan, fjárfest fyrir millj- arða á íslandi. Stærstu fjárfest- ingarnar áttu sér þó stað á síð- asta ári, 2011. í apríl síðastliðnum fór Skúli fyrir hópi fjárfesta sem lögðu MP banka til 5,5 milljarða króna í nýtt eigið fé og eignuðust í kjöl- farið bankann að fullu. Skúli lagði sjálfur fram tæpan millj- arð króna og var lykilmaður í því að mynda þann hóp sem á end- anum eignaðist bankann. Hann á 17,5% í MP banka í dag og situr í stjórn hans. Hann kom síðan mörgum í opna skjöldu í nóvember þegar tilkynnt var um stofnun nýs ís- lensks flugfélags, WOW Air, sem er í meirihlutaeigu Skúla. Með- eigendur hans eru Baldur Bald- ursson og Matthías Imsland, fyrrum forstjóri Iceland Ex- press. WOW Air ætlar að hefja flug til og frá íslandi l.júní næst- komandi. Til að byrja með ætlar félagið að fljúga til tólf áfanga- staða í Evrópu. Títan er einnig á meðal stærstu eigenda Carbon Recycl- ing International (CRI) með um fimmtungshlut. CRI hefur byggt verksmiðju við orkuver HS Orku AÐRIR SEM VORU NEFNDIR í Svartsengi sem framleiðir vist- vænt eldsneyti úr koltvísýrings- útblæstri og orku frá jarðvarma. Eldsneytinu, metanóli, er síðan blandað saman við bensín. Til- kynnt var um að framleiðsla á eldsneytinu væri hafin um miðj- an nóvember síðastliðinn. Verksmiðjan er með fram- leiðslugetu til íblöndunar sem annar þriðjungi árlegrar bensín- notkunar á íslandi. Hún er þannig hönnuð að hægt er að þrefalda hana að stærð og anna þannig eftirspurn eftir vist- vænu metanóli til blöndunar við allt bensín hér á landi. Á meðal annarra fyrirtækja sem Skúli á, í gegnum Títan, eru Datamarket, Securitas og tæplega helmings- hlutur í tölvuleikjaframleiðand- anum CAOZ. Skúli var líka á meðal þeirra sem lögðu Thor Data Center til 400 milljónir króna í nýtt hlutafé sumarið 2010. Við það eignaðist hann 33% hlut í fyrirtækinu. Thor Data Center var svo selt til Skýrr í nóvember 2011. Kaup- verðið var ekki gefið upp. Hann átti einnig hlut í Tindum verð- bréfum en Auður Capital keypti fyrirtækið í nóvember síðast- liðnum og sameinaði starfsemi þess sinni undir merkjum Auðar. Annar þeirra sem fengu næst- flest atkvæði dómnefndar var Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Mikil viðsnún- ingur hefur orðið í rekstri Ice- landair Group eftir að félagið fór í gegnum fjárhagslega endur- skipulagningu á árinu 2010. í henni var hlutafé aukið, skuldum breytt í nýtt hlutafé og vaxtaberandi skuldir lækkaðar með færslu og sölu á eignum sem voru ekki hluti af kjarnastarfsemi Icelandair. Samtals lækkuðu vaxtaberandi skuldir félagsins um tæpa 14 millj- arða króna við þessa aðgerð. Icelandair hagnaðist um 4,6 milljarða króna á fyrstu níu mán- uðum ársins þrátt fyrir að elds- neytisverð hafi hækkað mikið á tímabilinu. Velta Icelandair Group ÁRNIVILHJÁLMSSON BJÖRGÓLFUR Stjórnarformaður JÓHANNSSON HB granda. Forstjóri lcelandair group. var 76,9 milljarðar króna á fyrstu þremur ársfjórðungunum og jókst um 11% frá árinu áður. Á meðal þeirra ummæla sem dómnefndarmeðlimir létu falla um Björgólf var að hann bæri ábyrgð á „glæsilegri endurkomu Icelandair". Annar sagði Björgólf eiga titilinn skilinn fyrir „góða sókn og vörn í ferðaþjónustu". Hinn sem fékk næstflest at- kvæði er Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda. Hann er einn stærsti eigandi Vog- unar ehf. sem er stærsti einstaki eigandi HB Granda með 40,1% hlut. Auk þess á Árni 0,28% hlut í eigin nafni. Árni verður áttræður á komandi ári. Á meðal ummæla um Árna voru að „félagið hans hefur hækkað vel í verði og skap- ar verðmætar gjaldeyristekjur". Á fyrri hluta ársins 2011 hagn- aðist HB Grandi um heila 15,7 milljónir evra, eða um 2,5 millj- arða króna. Heildareignir félags- ins voru um 50 milljarðar króna í lok júní síðastliðins og eiginfjár- hlutfallið 49%. SKÚLI MOGENSEN Nýjasta v WOW Air sem var stofnað i hans þar eru Baldur Bald fyrrum forstjóri lceland E: WI •4 Ts v*/ V- 0 § w m* wm Andri Már Ingólfsson, forstjóri Primera Travel Group. „Hann hefur aðlagast aðstæðum afburðavel, haldið áfram að byggja upp og stendur nú með að því virðist mjög öflugt félag í höndum." Gestur G. Gestsson, forstjóri Skýrr. „Félagið er komið í mjög góð mál og á leið á markað." Ámi Hauksson og Hallbjörn Karlsson, fjárfestar. „Hafa sagst eingöngu kaupa í fyrir- tækjum hverra verð ertalsvert undirþeirra mati á virði fyrirtækisins. Fylgdu reglunni sinni og hafa þegar stórgrætt á hlut sinum i Búvöllum I gegnum kaupin á Högum. Eins mætti nefna viðskiptafélaga þeirra Sigurbjörn Þorkels- son sem tók þátt í kaupunum"og „Þessi kaup sýna kannskihið ótrúlega, að til eru kaupahéðnar sem geta farið hlæjandi út úr bankanum. Bankinn seldi bréfin á undirvirði og héltsvo uppteknum hætti idesember." Ólafur Ólafsson, fjárfestir. „Skuldauppgjör hans hlýtur að tryggja honum þennan titil." Bima Einarsdóttir, bankastjóri islandsbanka. „Bankinn hefurskilað mikilli arðsemi." Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs íslands. „ Framtakssjóðurinn eru bestu viðskiptin og kaupin/salan á lcelandair og Vestia þau best heppnuðu." Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors. „Fyrir öfíuga uppbyggingu á flottu fyrirtæki sem líklega útskrifast úr hópi sprotafyrirtækja á yfirstand- andi ári og þjónustar nú meira en 1.000 skóla i þremur Evrópulöndum með veflausnum sem skrá, miðla og hvetja námsframvindu grunnskólanema." Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. „Fyrir að leggja áherslu á arðsemi númer eitt, tvö og þrjú írekstri Landsvirkjunar." GERIR EKKI UPP A MILLI BARNANNA SINNA SKULI MOGENSEN „[ fyrsta lagi er (sland of lítið land til að vera með mjög þrönga fjárfestingarstefnu. i öðru lagi þá eiga flest okkar fyrirtæki það sameig- inlegt að við lítum á þau sem nýsköpunar- fyrirtæki. Þau eru tiltölulega ung að árum og með mikla vaxtarmöguleika. Það á jafnt við um MP banka, WOW Air og tæknifyrir- tækin. Þau eiga framtíðina fyrir sér. Ég er að horfa fyrst og fremst á það. Fyrirtæki sem hafa sannað sig að vissu leyti en eru enn með mikla vaxtarmöguleika," segir Skúli Mogensen, viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Markaðarins, um ástæður þess að hann fjárfesti í jafn óllkum fyrirtækjum og hann gerir. Skúli telur island vera einstakt og eigi gríðarlega möguleika til vaxtar, þó svo að landsmenn átti sig kannski ekki alltaf á þvl. „Hér er mikið af undir- liggjandi verðmætum. Endurnýjanlegum auði eins og sjávarútveginum, orkunni, ferðaiðnaðinum eða mann- auðinum. Ekki mörg lönd eiga slík auðæfi. Hjá þeim löndum sem eiga þau, til dæmis Noregur og Kanada, er hægt að sjá mikla umskiptingu á tiltölulega skömmum tíma eftir að þau fóru að nýta hann. Það er fyrst og fremst auðlindum, aðallega ollu, að þakka að þau lönd standa jafnt sterkt og þau gera." Að sögn Skúla hefur margt breyst til hins betra á íslandi frá þvl að hann starfrækti OZ hér I upphafi aldarinnar. Ýmislegt sé þó enn að. „Mér finnst pólitískur óstöðugleiki þvælast fyrir of mörgu. Þó að einstakir stjórnmála- og ráðamenn séu allir af vilja gerðir þá gerir óeiningin sem ríkir á milli stjórnarflokkanna, og meira að segja innan þeirra, það að verkum að það er hálfgerð pattstaða I landinu. Þessi óeining er einnig sýnileg hjá stjórnarandstöðunni. Þetta stefnuleysi er sérstaklega áberandi, leynist engum og þvælist mikið fyrir. Þótt margt hafi áunn- ist á undanförnum þá ættum við að vera mun lengra komin I enduruppbyggingunni. Skattastefna stjórnvalda og upphlaup I ýmsum málum eru til að mynda ekki að auka áhuga erlendra aðila á islandi. Það er synd því þeir ættu tvímælalaust að hafa mikinn áhuga á að koma hingað inn." Spurður um hvaða fjárfesting hafi staðið upp úr á árinu segist Skúli ekki geta gert upp á milli barnanna sinna. „Það eru for- réttindi að fá tækifæri til að koma að svona fjölbreyttum fyrirtækjum með frábæru fólki. Það er fyrst og fremst starfsfólk þeirra sem ber hitann og þungann af rekstri fyrirtækjanna. Kaupin í MP banka voru þó mjög minnisstæð og ég er mjög ánægður með hvernig tókst til þar. Nýjasta verkefnið, WOW Air, er líka virkilega spennandi og það verður mjög gaman að fylgja því eftir á komandi ári. Svo má ekki gleyma fyrirtæki eins og Carbon Recycling sem er framúrskarandi fyrirtæki og hefur þegar sannað að það er á heimsmælikvarða. Securitas gengur líka eins og í sögu og frumsýningin á teiknimyndinni Thor, sem CAOZ gerði, var náttúrulega stórkostleg." Skúli á ekki von á því að Títan verði jafn fyrirferðarmikið í nýfjárfestingum á næsta ári og hann var á því sem nú er að líða. „Ég held að við séum búnir að sá okkar fræjum I bili. Nú er stefnan sú að styðja enn betur við bakið á þeim fjárfestingum sem við höfum þegar ráðist í. Ég útiloka auðvitað ekkert, en fókusinn verður á að fylgja núverandi verkefnum úr grasi. Ég er mjög bjartsýnn á framtíð þeirra fyrirtækja. Og íslands I heild sinni." 2.-3. SÆTI Björgólfur Jóhannsson og Árni Vilhjálmsson FRÉTTABLAÐIÐ/VALU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.