Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 58
34 FRÉTTABLAÐIÐ 29. desember 2011 FIMMTUDAGUR CHARLOTTE CAINSBOURC THE WEEKND > f SPILARANUM The Weeknd - Echoes of Silence Gang Related - Stunts & Rituals Guided by Voices - Let's Go Eat the Factory Low Roar - Low Roar Charlotte Gainsbourg - Stage Whisper tónlist tonlist@frettabladid.is — Nýtt efni frá The xx The xx hefur sent frá sér prufuupptöku af laginu Open Eyes sem aðdáendur þessarar ensku sveitar geta nálgast á bloggsíðu henn- ar. Lagið verður á annarri plötu The xx sem er væntanleg á næsta ári. „Við erum byrjuð að taka upp næstu plötu. Við erum líka byrjuð með þetta blogg þar sem við munum segja frá því sem veitir okkur innblástur, sýna ykkur ljósmyndir og spila uppáhalds- lögin okkar,“ sögðu þau á dögunum. Hljómsveitin átti eina af plötum ársins í fyrra. Hún varð ofarlega á mörgum árs- listum og fékk hin virtu Mercury-verðlaun í Bretlandi. Fyrr á árinu gaf einn meðlimur The xx, Jamie Smith, út sína sólóplötu. Um var að ræða hans útgáfu af plötu hins sáluga Gil Scott-Heron, I'm New Here, og kallaði hann útgáfuna We're New Here. NÝTT LAC The xx hefur sent frá sér prufuupptöku af laginu Open Eyes. > PLATA VIKUNNAR Ben Frost og Daníel Bjarnason - Solaris ★★★★ „Ben Frost og Daníel Bjarnason rugla saman reytum í áhrifaríku verki." - tj Einsleitir árslistar? Við poppnördarnir höfum gaman af því að skoða árslista tónlistarmiðl- anna. Fyrir daga netsins beið maður spenntur eftir tvöföldu jólaútgáfunni af NME sem birti lista yfir 50 bestu plöturnar og 50 bestu smáskífulög- in. Það var hátíðleg stund að grandskoða þessa lista, bæði til að sjá hvort maður væri sammála þeim og til þess að komast að því hvort maður hefði misst af einhverju merkilegu. í dag eru birtir fjölmargir svona listar og það má nálgast þá flesta á netinu. Það var mikill munur á þessum listum eftir löndum hér á árum áður, en hann hefur minnkað, sem er eðlilegt þar sem allur heimurinn hefur nú aðgang að sömu tónlistinni í gegnum netið. Fyrstu árslistarnir birtast snemma í nóvem- ber og það er nánast eins og línan sé lögð strax þá. Bresku blöðin Mojo og Uncut völdu til dæmis bæði plötuna Let England Shake með PJ Harvey sem plötu ársins og síðan hefur hún verið að toppa fjölmarga lista, til dæmis listann sem birtist rétt fyrir jól hér í Frétta- blaðinu. Þegar betur er að gáð er samt, sem betur fer, ennþá mikill munur á þessum listum. Það má alveg gleyma sér yfir þeim og uppgötva nýja hluti. Rolling Stone í Banda- ríkjunum valdi til að mynda plötu Adele, 21, í fyrsta sætið, Watch the Throne með Kanye West og Jay-Z númer tvö og So Beautiful or So What með Paul Simon í þriðja sætið. Franska blaðið Les Inrockuptibles setti E1 Camino með The Black Keys númer eitt, The English Riviera með Metro- nomy númer tvö og Go Tell Fire to the Mountain með Manchester-bandinu WU LYF númer þrjú og hjá Pitchfork var Bon Iver í fyrsta, Kaputt með kanadísku sveitinni Destroyer í öðru og Hurry Up, We‘re Dreaming með M83 í því þriðja. Þegar neðar er komið á listana fjölgar svo plötunum sem maður hefur ekki heyrt. En hver er svo versta platan? Vefsíðan Popmatters valdi 20 verstu plötur ársins. Lulu er þar á toppnum (nema hvað), en á listanum eru líka plötur Chris Brown, Lady Gaga, Red Hot Chili Peppers og Limp Bizkit... GÆÐI Platan Kaputt með Destroyer skoraði hátt hjá Pitchfork. AFSLAPPAÐ OG ÁHUGAVERT ÁTÓNLEIKUM Hinn hæfileikarlki Kurt Vile á tónleikum að kynna plötuna Smoke Ring for My Halo. nordicphotos/cetty Bandaríski tónlistarmaður- inn Kurt Vile hefur vakið mikla athygli fyrir sína fjórðu plötu. Afslöppuð kassagítarstemning svífur þar yfir vötnum. Sárafáir höfðu heyrt minnst á bandaríska tónlistarmanninn Kurt Vile í byrjun ársins en núna er hann á allra vörum. Hans fjórða plata, Smoke Ring for My Halo þykir mikil meistarasmíð og var samkvæmt flestum virtustu tón- listartímaritunum ein sú besta á árinu sem er að líða. Kurt Vile er 31 árs og kemur frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum, einn af tíu systkinum. Pabbi hans var duglegur að spila tónlist á heim- ilinu og var sérlegur áhugamaður um bluegrass-sveitatónlist. Þegar Vile var fjórtán ára keypti pabbi hans banjó handa honum og spil- aði hann á hljóðfærið eins og um venjulegan gítar væri að ræða. Vile fór að semja og taka upp hugguleg kassagítarlög í svefn- herberginu sínu og ákvað upp frá því að verða tónlistarmaður þegar hann yxi úr grasi. Beck og Pavement voru í miklu uppáhaldi hjá honum til að byrja með, auk eldri hljómsveita á borð við Credence Clearwater Revival. Undanfarið hefur honum reyndar verið líkt við hina ýmsa tónlistar- menn, þar á meðal Bruce Springs- teen, Tom Petty, Nick Drake, Leon- ard Cohen, John Fahey, Bob Dylan og Bob Seger. Eftir að hafa gefið út plöturn- ar Constant Hitmaker og God Is Saying This to You, samdi Vile við bandaríska útgáfufyrirtækið Matador Records, sem hefur ein- mitt Pavement á sínum snærum auk Sonic Youth, Yo La Tengo, Interpol og Belle and Sebasti- an. Fyrsta platan hans á vegum Matador, Childish Prodigy, kom út 2009 og fékk góðar viðtökur víðast hvar. Ekki þó jafngóðar og Smoke Ring For My Halo hefur fengið. Afslöppuð stemningin á plötunni og vandaðar lagasmíð- arnar þar sem kassagítarinn fær að njóta sín hafa hitt í mark því tímaritin Q, Mojo, Uncut og Roll- ing Stone gefa henni öll fjórar stjörnur, NME 8 af 10 í einkunn og Pitchfork 8,4 af 10. Viðhafnarútgáfa plötunnar kom út í nóvember þar sem EP-platan So Outta Reach fylgir með. Hún hefur einnig fengið fína dóma en hún var tekin upp á svipuðum tíma og Smoke Ring for My Halo. freyr@frettabladid.is LAGALISTINN Vikuna 15.-21. desember 2011 TONLISTINN Vikuna 15. - 21. desember 2011 Sæti Flytjandi Lag Sæti ▲ 7 Gotye / Kimbra ..Somebody 1 Used to Know ► i ▼ 2 Mugison Kletturinn ► 2 ▲ 3 Dikta .. What Are You Waiting For? ▲ 3 ▼ 4 Of Monsters And Men. King And Lionheart ▲ 4 ▲ 5 Amy Winehouse ► 5 ► 6 Grafík T 6 ▼ 7 Coldplay ▲ 7 T 8 Lana Del Ray ▲ 8 ▲ 9 Adele ▲ 9 * 10 Jason Derulo ▼ 10 Skýringar: Flytjandi Plata Mugison.........................!.........Haglél Páll Óskar & Sinfó..............Páll Óskar & Sinfó Of Monsters and Men......My Head Is an Animal Sigurður Guðm. og SigríðurThorlacius..../(somf Sinfó Helgi Björnsson....fslenskar dægurperlur í Hörpu KK & Ellen................................Jólin Cortes feðgar.............................Island Ingimar Eydal........................Allt fyrir alla Haukur Mortens.......................Hátíð í bæ Stebbi & Eyfi............Fleiri notalegar ábreiður CUdfR'T ►...Stendur l stað síðan í sfðustu yiku V Fellur um sæti slðan I slðustu viku ▲Hækkar á lista slðan I slðustu viku listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir I heild sinni á Vlsir.is. ★ Nýtt á lista visir Laugavegið2 - tel: 551-4100 Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlistis. Verslanir í Tónlistanum: Sklfan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlistis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.