Fréttablaðið - 29.12.2011, Page 38

Fréttablaðið - 29.12.2011, Page 38
14 MARKAÐURINN 29. DESEMBER 2011 FIMMTUDAGUR Þungbær skuldakreppa þrengir hratt að ríkjum evrusvæðisins Árið 2011 hefur að nokkru markast af vaxandi áhyggjum af framtíð evrunnar, jafnvel ótta við hugsanlegt hrun hennar eða upplausn mynt- bandalags Evrópusambandsins. Ástandið hefur verið verst í Grikklandi. Þriðja stærsta hagkerfi evrusvæðisins, Ítalía, er líka í hættu. Deloitte. Bílaleigan Sixt Söluferli Boðið er til sölu hlutafé í Bílaleigunni Berg ehf. Bilaleigan Berg ehf. var stofnuð árið 1999. Árið 2002 tók Bílabúð Benna við rekstri félagsins. í apríl 2009 tók bílaleigan við Sixt vörumerkinu sem er eitt þekktasta vörumerki í heimi á sínu sviði. Sixt er það fyrirtæki sem hefur sýnt mestan vöxt bílaleigufyrirtækja í Evrópu á síðustu árum og hefur möguleika á að keppa við stærstu aðilana á íslenskum markaði. Seljandi áskilur sér rétt á að óska eftir staðfestingu á fjárhagslegum styrk tilboðsgjafa. Fjármálaráðgjöf Deloitte, sem er umsjónaraðili söluferlisins fyrir hönd seljanda, mun taka við óskuldbindandi tilboðum til kl.16.00, fimmtudaginn 12. janúar 2012. í kjölfarið verða tilboðin metin og völdum fjárfestum boðin áframhaldandi þátttaka í söluferlinu, þar sem þeim er veittur aðgangur að frekari upplýsingum. Seljandi áskilur sér rétt til að takmarka aðgang að söluferlinu. Áhugasamir fjárfestar eru beðnir um að hafa samband við Fjármálaráðgjöf Deloitte í gegnum netfangið sixt@deloitte.is til að fá senda kynningu á félaginu og frekari upplýsingar um söluferlið. ERLENT Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is Arið hófst reyndar á því að evrusvæðið stækk- aði úr 26 ríkjum í 27 þegar Eistland tók upp evruna, einmitt þegar vandræði evrunnar voru meiri en nokkru sinni - og áttu þau þó eftir að versna mjög þegar leið á árið. Ríkisskuldir nokkurra evru- ríkja hafa smám saman orðið æ óviðráðanlegri. Biðin eftir nýjum og nýjum björgunaraðgerðum Evrópusambandsins hefur aukið á vandann fremur en hitt og ekki bætti úr skák að margboðaðar björgunaraðgerðir hafa hvað eftir annað gengið skemmra en vonir höfðu staðið til. Gríkkland Ástandið hefur verið , verst í Grikk- landi, þar sem stjórnvöld höfðu árum saman sankað að sér skuldum til að auðvelda íbúum landsins lífið - með tilætl- uðum árangri í kosningum. Vorið 2010 höfðu evruríkin samþykkt, ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um, að greiða Grikkjum 110 millj- arða evra gegn því skilyrði að þeir skæru verulega niður ríkisútgjöld og hækkuðu jafnframt skatta til þess bæði að ná niður fjárlaga- halla og stytta í skuldahalanum, sem stefndi í að fara upp í 180 pró- sent af landsframleiðslunni. Greiðslurnar til Grikkja komu þó aldrei að fullu til framkvæmda vegna þess að Grikkir stóðu sig ekki nógu vel í að framkvæma þær aðhaldsaðgerðir sem þeir höfðu lofað að ráðast í. Þegar leið á árið 2011 varð ljóst að vandi Grikkja hafði vaxið og þeir þyrftu enn meiri aðstoð. í júlí samþykktu ESB og AGS því að veita Grikkj- um 109 milljarða evra aðstoð, til viðbótar við þá 110 milljarða sem áður höfðu verið samþykktir, en að þessu sinni tóku einkabankar á sig hluta skaðans. Almenningur í Grikklandi hefur verið afar ósáttur við aðhaldsað- gerðirnar og óeirðir hafa ítrekað brotist út. í nóvember sagði Georg Papandreú forsætisráðherra, leið- togi sósíalistaflokksins PAKOS, af sér. Mynduð var þjóðstjórn undir forystu „tæknikratans" Lúkas Pa- pademos, sem hafði verið seðla- bankastjóri Grikklands og að- stoðarseðlabankastjóri Evrópu- sambandsins. íriand í febrúar varð kreppan til þess að ríkisstjórn Fianna Fáil féll í þing- kosningum á írlandi, en haustið áður hafði írska stjórnin þurft að leita á náðir Evrópusambandsins og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins um fjárhags- aðstoð. Kreppan á írlandi staf- aði hins vegar ekki af því að ríkið hefði skuldsett sig í óhófi, heldur voru það bankarnir á írlandi sem töpuðu um 100 milljörðum evra, einkum á áhættusömum húsnæð- islánum, með þeim afleiðingum að ríkið þurfti að hlaupa undir bagga og taka á sig miklar skuldabyrðar. Portúgal Undir vorið komst Portú- gal einnig í hann krapp- 1 an, þegar uppsafnaður vandi frá innistæðu- litlum bóluviðskiptum til margra ára var farinn að Jw sliga ríkissjóð. í maí hlupu ESB og AGS undir bagga, nokkr- um vikum eftir að José Socrates forsætisráðherra sagði af sér og boðaði til kosninga, sem haldnar voru í júní. Þar tapaði Sósíalista- flokkur hans þingmeirihluta og hægrimenn tóku við keflinu. Fleiri (hættu Vandræði Grikklands, írlands og Portúgals hafa verið evrusvæð- inu í heild þungbær, en samanlögð þjóðarframleiðsla þeirra nemur þó aðeins sex prósentum af heildar- framleiðslu evruríkjanna sautján. Vandi þeirra er þar af leiðandi sæmilega viðráðanlegur, breiðist hann ekki mikið víðar út á evr- usvæðinu. HAKDAK KIMMOR Gt-oig Papandreú, þáveiandi forsaetisiaðheria Giikklands, Nicolas Smkory Fiakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari í áköfuin samtseðuni snemma á árinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.