Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 39
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 2011 MARKAÐURINN 15 Með haustinu óx hins vegar verulega þrýstingur á Ítalíu vegna ótta markaða við hugsanlegt gjaldþrot landsins, sem er þriðja stærsta hagkerfi evrusvæðisins, næst á eftir Þýskalandi og Frakk- landi. í nóvember var svo komið að Silvio Berlusconi forsætisráðherra sá sér ekki annað fært en að segja af sér og gefa Mario Monti, sem rétt eins og Papademos á Grikk- landi telst til „tæknikrata“, færi á að koma aðhaldsaðgerðum í fram- kvæmd sem myndu duga til að róa markaðina. Hætta hefur þótt á því að vand- inn breiðist út til enn fleiri evru- landa, svo sem Spánar, Belgíu og jafnvel Frakklands. Nú í desember varaði matsfyrirtækið Fitch við því að lánshæfismat sex evruríkja gæti lækkað. Stöðugieikasjóður ESB Þegar líða tók á sum- arið jókst umræða um hugsanlegt brotthvarf Grikk- lands og jafnvel fleiri ríkja frá evrusvæðinu. Þrýstingur óx mjög á Evrópusambandið að finna lausnir, en harðar deilur voru milli Angelu Merkel Þýskalandskanslara og annarra leiðtoga evruríkjanna um réttu leiðirnar. Merkel lagði alla áherslu á hertar kröfur um aðhald í ríkisfjármálum en önnur ríki vildu nota opinbera sjóði. í júlí samþykktu Evrópusam- bandsríkin að stofna varanleg- an stöðugleikasjóð í staðinn fyrir bráðabirgðasjóð, sem settur var á laggirnar árið áður. Jafnframt átti að stækka þennan neyðar- sjóð evruríkjanna verulega, en útfærslu þeirrar stækkunar var frestað fram á haustið. Fjármálabandalag ESB Fljótlega varð Ijóst að þessar ráð- stafanir myndu ekki duga til og smám saman byggðust upp miklar væntingar um að á næsta leiðtoga- fundi í desember myndu leiðtogar Evrópusambandsins grípa til stór- tækari ráða. Þjóðverjar og Frakk- ar höfðu tekið forystu í málinu og á endanum fengust flestir leiðtog- arnir, en þó ekki sá breski, til að stofna nýtt fjármálabandalag til að styrkja myntbandalagið með ströngum reglum um fjárlagahalla og sjálfvirkum refsiákvæðum. Illa gekk hins vegar að ná sam- komulagi um lausn á bráðavanda evrusvæðisins og stækkun neyðar- sjóðsins var látin bíða betri tíma. Skuldaþak Bandaríkjanna Meðan þessar hamfarir dundu á evrusvæðinu deildu bandarískir þingmenn lengi fram eftir árinu hart um það hvort hækka ætti 14,3 billjóna skuldaþak landsins. Þegar nær dró frestinum, sem rann út 2. ágúst, æstust leikar enda stefndi í greiðsluþrot Bandaríkjasjóðs fengist ekki heimild til að hækka skuldirnar. Samkomulag tókst á síðustu stundu í lok júlí en breytti samt ekki því að matsfyr- irtækið Standard & Poor’s lækkaði lánshæf- ismat Bandaríkjanna í fyrsta sinn úr AAA í AA+. Efnahagsbati í Bandaríkjunum hefur látið á sér standa, þótt fjög- ur ár séu liðin frá upphafi lánsfjár- kreppunnar miklu. Hagvöxtur á fyrri helmingi ársins nam aðeins 0,9 prósentum, reiknaður á árs- grundvelli, en hefur samt heldur tekið við sér og komst upp í tvö pró- sent á þriðja ársfjórðungi og stefn- ir í þrjú prósent á þeim síðasta. 25 milljónir manna eru atvinnulausar. Hertökum Wall Street Mikil ólga hefur verið víða um heim út af þessu umróti öllu, með fjölmenn- um mótmælasamkomum, verkföllum og óeirðum, ekki síst í Grikklandi og fleiri bágstödd- um ríkjum evrusvæðisins. Hinn 17. september komu mótmælend- ur fyrst saman skammt frá kaup- höllinni í New York undir merkjum hreyfingarinnar Hertökum Wall Street, sem beinir spjótum sínum að stóru fjármálafyrirtækjunum. Hreyfingin óx hratt næstu vik- urnar og breiddist út til margra helstu borga Bandaríkjanna og Evrópu. Mótmælendur berjast gegn græðgi, spillingu og óhófi og krefjast meiri jöfnuðar í sam- félagi þar sem eitt prósent þjóð- arinnar þénar meira en fimmtung allra tekna. Steve Jobs Hinn 5. október, mitt í öllu þessu umróti í efnahagslífi heimsins, lést síðan Steve Jobs, stofnandi tölvufyrirtækisins Apple. Það var krabbamein í brisi sem dró hann til dauða aðeins 56 ára gamlan. Dag- inn áður en hann lést var kynnt til sögunnar nýjasta afurð fyrirtækis- ins, iPhone 4S, í staðinn fyrir hinn byltingarkennda iPhone 5 sem Jobs er sagður hafa unnið að alveg þang- að til heilsan brást honum. Símhleranir Murdoch-blaðanna Af öðrum fréttum sem tengjast fjármálaheiminum má loks nefna að í Bretlandi beindust sjónir manna mjög að æsifréttablöð- um Murdoch-samsteypunnar, sem urðu enn á ný uppvís að því að stunda símhleranir í nokkuð stórum stíl. Murdoch-feðgarnir voru dregnir fyrir rannsóknar- nefnd, útgáfu eins helstu blaðanna var hætt og framkvæmdastjórar, blaðamenn og einkaspæjarar þeirra hafa verið handteknir. 2012! Heimsferðir bjóða þér beint flug til Billund á næsta ári. Flogið verður alla mánudaga frá 21. maí til 10. september frá Billund til Keflavíkur. Flug frá Keflavík til Billund verður alla miðvikudaga frá 23. maí til 12. september. Nú er tækifæri til að bregðast skjótt við og næla sér í fyrstu sætin á lægsta verðinu á www.heimsferdir.is Fyrstu 400 sætin á þessu frábæra verði á www.heimsferdir.is Primera Air annast þessi leiguflug fyrir Heimsferðir á íslandi eins og fyrir önnur dótturfyrirtæki Primera Travel Group í Skandinavíu. Þjónusta um borð er fyrsta flokks og að sjálfsögðu á íslensku. c Flugsæti aðra leið með sköttum. SSS* Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Akureyri sími: 461 1099 • www.heimsferdir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.