Fréttablaðið - 29.12.2011, Page 21

Fréttablaðið - 29.12.2011, Page 21
var ein súpa af táknmyndum sem ráðamönnum í Peking svelgdist á. Fáeinum vikum eftir að Deng kom heim úr sinni reisu hafði póli- tíkin í stærsta ríki jarðarinnar breyst. Mesta bylting mannkyns- sögunnar fór af stað. Hundruð milljóna manna bættust við hag- kerfi heimsins. Og fljótlega líka í hópinn sem stýrir heiminum með yfirþyrmandi en ómeðvituðum styrk. Alþjóðlegt samfélag neyt- enda. Gullöld neyslunnar í hönd fór nær tuttugu ára gull- öld kapítalisma og neysluhyggju. Netið bylti skipulagi framleiðslu í heiminum. Þetta skipti meira máli en það sem snýr að neytendum og allir þekkja. Fall Sovétríkjanna var frelsun þjóða í Evrópu en um leið kerfisbreyting á heimsvísu. Indland og Kína eru ekki bara tvö ríki. Hlutdeild þeirra í mann- fjöld heimsins er söm hlutdeild Reykjavíkur í íslensku þjóðinni. Miklu fleiri ríki risu upp allt frá Brazilíu og Tyrklandi til Malasíu og S-Kóreu. Og framleiddu ódýrt. Neysluhyggjan varð hin alþjóð- lega hugmyndafræði. Musteri hennar risu um allar jarðir og urðu staðir keimlíkra drauma um lífið sem tengdu strönd við strönd. Kapítalisminn sameinaði heiminn en sundraði stundum þjóðum. Annus horribilis Tuttugu árum eftir að þessi gull- öld hófst mætum við áramótum í skugga heimskreppu. Bandaríska heimsveldið, akkeri alþjóðakerf- isins, hrökklaðist frá Irak undir árslok, rúið trausti og virðingu. Þar fór það eina sem heimsveldi getur ekki verið án. Óttinn við afl þess. Þetta er ein hlið þess máls að Vesturlönd eru ört að missa sérstöðu sína í heiminum. Stærri hlið á því máli en sú hernaðarlega er efnahagsleg. Og á því sviði var árið 2011 ár vatnaskila. Ár skulda- daga. Um leið sást enn önnur hlið málsins, sú hugmyndalega. Það var tímanna tákn að liðsmenn arabíska vorsins litu ekki til vest- urs og líta ekki enn. Það gera hug- myndasmiðir ört vaxandi ríkja Austurlanda ekki heldur. í kreppu sinni standa Vesturlönd í sporum hins klæðalausa keisara. Hvað gerðist? Efnalegar forsendur vestræns for- ræðis í heiminum eru að hverfa. Vesturlönd knýja ekki lengur hagkerfi heimsins. Leiti menn að einni skýringu má benda á vax- andi ójöfnuð innan vestrænna ríkja og rekja sig þaðan. Hann er að hluta végna heimsvæðingar en ólík reynsla opnustu hagkerfa sýnir þó glöggt að alla múra má fella án aukins ójöfnuðar ef vel er hugað að menntun og mannfólki. Jöfnuður getur vaxið við opnun ef rétt er á haldið. Heimsvæðingin hvetur þó til ójöfnuðar á þann hátt að allir lenda á alþjóðlegum mark- aði, hvort sem þeir kunna flókna hluti eða einfalda. Þeir sem kunna flókna hluti stækka markað sinn og hagnast betur. Þeir sem kunna aðeins einfalda hluti lenda í beinni samkeppni við mergð manna sem geta gert það sama fyrir lægra kaup en nægir til lífs á Vestur- löndum. Þess vegna hættu raun- tekjur meirihluta manna að vaxa í Bandaríkjunum og víða í Evrópu, þótt tekjur hálaunamanna hækk- uðu ört. Blekking og skuldir Staðnaðar tekjur leiddu þó ekki til stöðnunar í neyslu. Sem hefði verið pólitískt erfitt. Bankar heimsins sáu til þess að ráða- menn þurftu ekki að finna leiðir til að samræma tekjur og útgjöld. Hagur neytenda fór því batnandi án þess að heilbrigður vöxtur væri í atvinnulífi. Mismunurinn var fenginn að láni, mest frá Asíu, þar sem menn lögðu fyrir stóran hluta ört vaxandi tekna sinna. Ráðdeild Asíumanna reyndist ógæfa Vest- urlanda því fátt var um varnir gegn ódýrum peningum. Banka- menn sem tóku við flóðbylgju pen- inga frá Austurlöndum sýndust allt í einu miklir snillingar. Eins og töframenn sem draga kanínur upp úr tómum höttum. Stjórn- málamenn sem losuðu um allar hömlur á töframennsku sýndust engu minni menn. Svo lengi sem kanínur komu uppúr hattinum voru menn kátir og mærðu snilld hver annars. Þetta var þó auðvitað alltaf sama kanínan og hún láns- gripur austan úr heimi. Sú tæra snilld Snilldin var fólgin f því að aftengja peninga frá veruleikanum, líkt og hattinn með kanínunum. í stað þess að fjármagna framfarir í framleiðslu fóru bankar að búa til nýjan veruleika til hliðar við þennan gamla gráa sem borgar ekki bónusa. Bara brot af banka- starfsemi tengdist framleiðslu og viðskiptum með hluti og þjónustu. Úr þessu varð oft mikil furðusmíð. Við sáum eina hér á íslandi og kölluðum hana útrás. Álíka furðu- verk úr lofti og blekkingum urðu til annars staðar. Valdataka neytenda Hið pólitíska samhengi fólst í því að kjósendur voru leystir frá störfum og neytendum falið þjóð- félagsvaldið í staðinn. Þetta var sami hópurinn en þó með ótrúlega ólíka sýn. Það þurfti ekki lengur að finna jafnvægi eyðslu og tekna, hvorki á heimilum né í fyrirtækj- um eða hjá hinu opinbera. Ráða- menn gerðust klappstýrur. Arður af vinnu milljarða handa í austur í Asíu streymdi um heiminn sem ódýrt lánsfé. Vanda var mætt með bólum í eignaverði sem gerði síaukna skuldsetningu mögulega. Það ótrúlega er hvað það kom á óvart þegar þetta sprakk. Vatnaskil Sumpart er ljóst hvert vötnin falla. Heimur Vestursins er mest að baki, heimar Austursins og Suðursins blasa við þótt flest kennileiti þar séu enn hulin móðu. Hlutföll í heiminum falla sífellt meira að mannfjölda og minna að gömlum forréttindum. Jöfnuður á milli landa fer ört vaxandi, öfugt við það sem oft er sagt, en jöfn- uður innan þeirra fer minnkandi. Reynsla nýliðinna ára dregur úr bjartsýni á getu vestrænna ríkja til að finna sér það sem kalla má í víðum skilningi, sjálfbæran lífs- máta í breyttum heimi. Viska hefur ekki ráðið ferð á valdatíma Vestursins. Við erum ekki lengur þekkt fyrir að kunna fótum okkar forráð. Hvað tekur við er óvíst. Ekki að undra að öryggisleysi er tilfinning tímans. Bandaríkin eru þó enn öflugasta hagkerfi heims- ins og gamla Evrópa er ekki dauð. Hún er notalegri, menntaðri og víða jafnari og frjórri en önnur pláss. En ekki lengur til miðju. Stærra en þau stóru Allt fellur þetta þó í skuggann af vaxandi skilningi vísindanna á til- verunni. Árið skilaði okkur hraðar áfram í þeim efnum en kannski nokkurt eitt ár síðan 1905. Menn skilja aðeins betur óravíddir alheimsins. Eða heimanna. Og innsta eðli efnisins. Við erum örlítið nær því að skilja hvers vegna eitthvað er. Eða virðist vera. Jón Ormur Halldórsson er dósent við Háskólann í Reykjavík og fastur pistlahöfundur í Fréttablaðinu. Erlendir vendirpuktar 2011 Fréttablaðið gerir upp árið með greinum um innlenda vendipunkta eftir valda höf- unda. Vendipunktarnir snúast um markverðar fréttir og atburði sem gerðust á árinu og gætu haft áhrif til frambúðar á Islandi. 99 Sumpart er ljóst hvert vötnin falla. Heimur Vestursins er mest að baki, heimar Austursins og Suðursins blasa við þótt flest kennileiti þar séu enn hulin móðu. í GAR 544 4000

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.