Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 12
FRÉTTABLAÐIÐ 29. desember 2011 FIMMTUDACUR neutendur hagur heimilanna 51 CA KRÓNUR voru meðalútgjöld hvers heimilis til kaupa á • A JT1 gosdrykkjum, söfum og vatni í hverjum mánuði á síðasta ári samkvæmt samantekt Hagstofu íslands. Neytendur láta vita um brot á reglum um útsölur ■ Tilboð Viðskíptavinir taka óskynsamlegar ákvarðanir Neytendur láta blekkjast af tilboðum, að því er rannsóknir Kjelds Jensen, sérfræðings í hegðun neytenda, og Daniels Kahneman, bandarísks sálfræðiprófessors, sýna. í nýrri rannsókn þeirra gátu 2.000 Danir valið á milli tveggja gjafabréfa. Verðmæti annars var 100 danskar krónur og var það ókeypis. Verðmæti hins var 200 danskar krónur en það kostaði aftur á móti 70 krónur. Sam- kvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar völdu 78 prósent þátttakenda ókeypis gjafakortið þótt þeir snuðuðu sig þar með um 30 krónur, að því er danska blaðið Politiken greinir frá. ■ Barnavagnar Geta valdið slysi Mikil mildi þykir að rúmlega eins árs gamalt barn skuli ekki hafa stungið upp í sig ró sem það hélt á þegar dagmóðir fór að sinna því þar sem það lá úti í barnavagni. Róin var af þeirri stærð að hún hefði auðveldlega geta valdið köfnun hjá barni, að því er Herdís L. Storgaard, verkefnisstjóri hjá Árvekni-Slysavörnum barna og unglinga, greinirfrá í tilkynningu sem hún hefur sent fjölmiðlum. Hún telurfrágang á rónni ekki vera fullnægjandi þar sem hægt sé að losa hana af skrúfunni. Þar að auki snúi hún inn í vagninn sem auðveldi barninu að losa hana hafi hún ekki verið hert. Herdís segir atvikið hafa verið til- kynnt til Neytendastofu. Eftir sex vikna útsölu telst útsöluverð vera orðið almennt verð og þá þarf að lækka verðið aftur ef varan á enn að vera á útsölu sam- kvæmt reglum Neytenda- stofu sem fer með eftirlit á útsölum. Neytendastofa skoðar meðal annars hvort auglýst upphaflegt verð sé í raun það verð sem varan var fyrst seld á. Seljendur hafa ekki alltaf getað sýnt fram á slíkt með gögnum. Talsvert er um að neytendur hafi samband við Neytendastofu vegna meintra brota á reglum um útsölur og tilboð, að sögn Þórunnar Önnu Árnadóttur, sviðsstjóra á neyt- endaréttarsviði. „Eftirlit okkar með útsölum byggist að miklu leyti á ábendingum frá neytendum," tekur hún fram. í reglunum um útsölur, sem settar voru til að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir, segir að seljandi verði að geta sannað að vara eða þjónusta hafi verið seld á því verði sem tilgreint er sem fyrra verð. „í sumum til- fellum hafa seljendur ekki getað sýnt fram á það með gögnum en í öðrum tilfellum hafa þeir getað gert það. Ef menn hafa ekki getað það tökum við ákvörðun um að um brot sé að ræða. Það fer svo eftir eðli málsins hvort við sektum eða ekki,“ segir Þórunn Anna. Hún getur þess að tekið sé til- lit til þess hvort um fyrsta brot sé að ræða og hversu umfangsmikið brotið er. Mikilvægt er að nægilegar upp- lýsingar fylgi ábendingum frá neytendum, að sögn Þórunnar Önnu. „Við bregðumst við ef nægar upplýsingar fylgja. Það er ekki hægt ef sagt er til dæmis að um sé að ræða svartan kjól í ákveðinni verslun." Verðlækkun verður að felast í því að seljandi bjóði vöru á lægra verði en hann selur sams konar vöru venjulega á. Hafi verð verið hækkað í þeim tilgangi að geta síðan lækkað það myndi slíkt brjóta í bága við ákvæði lagagrein- arinnar um eftirlit með viðskipta- háttum og markaðssetningu þar sem fjallað er um útsölur og tilboð, að því er kemur fram á vef Neyt- endastofu, www.neytendastofa.is. Á vef Neytendasamtakanna, www.ns.is, segir að í verklags- reglum um skilarétt, gjafabréf og inneignarnótur komi fram að talið sé ósanngjarnt fyrir seljandann ef engar takmarkanir séu á notkun inneignarnótu á útsölu. Eðlilegt sé að þetta atriði sé umsemjanlegt. Afar algengt virðist hins vegar vera að notkun inneignarnótna sé alfarið bönnuð á útsölum. Ráð sé að reyna að semja um að fá að nota inneignarnótuna og borga þá verðið sem var á vörunni áður en hún fór á útsölu óttist neyt- andinn að varan seljist upp. ibs@frettabladid.is ÚTSALA Reglur um útsölur voru settar til að koma í veg fyrir að neytendur séu blekktir. fréttablaðið/anton Eitt fjall á viku með FÍ 201Z Gakktu fjall í viku með Ferðafélagi íslands á nýju Skráðu þig inn drífðu þig út Ferðafélag íslands Nýársgjöfin frá þér til þln er bætt líðan og betra form á nýju ári. Upplifðu íslenska náttúru I skemmtilegum félagsskap undir öruggri fararstjórn og lærðu að þekkja landið. Esjan, Keilir, Helgafell, Botnssúlur, Hvannadalshnúkur, Akrafjall, Réttarfell, Löðmundur og 44 önnur fjöll. Dagsferðir allt árið og tvær helgarferðir að auki. Námskeið og sértilboð í verslunum fylgja. Komdu með okkur og finndu náttúrubarnið í hjarta þínu. Verð kr. 52.000 Stjórnandi verkefnisins: Páll Ásgeir Ásgeirsson. Skráning á skrifstofu Ferðafélags íslands i síma 568 2533. Heimasíða FÍ www.fi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.