Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 62
FRÉTTABLAÐIÐ < Fólk Æ folk@frettabladid.is 38 ÁRfyllir breski hjartaknúsarinn Jude Law, “J S sem nálgast fimmtugsaldurinn óðfluga. 29. desember 2011 FIMMTUDACUR DYGGIR AÐDÁENDUR GÆTU FENGIÐ SJOKK Hjaltalín mun flytja mikið af nýju efni á tónleikum á Faktorý í kvöld. Upptökur fyrir þriðju breiðskífu sveitarinnar hefjast í janú- ar. Nýja efnið er töluvert ólíkt því sem sveitin hefur gert áður, og lýsa hljóm- sveitarmeðlimir því sem dekkri útgáfu af Hjaltalín. „Við erum mjög spennt fyrir þessu,“ segir Viktor Orri Árnason, fíðluleikari og Hjaltalínmeðlimur. Hjaltalín kemur fram á tónleik- um á Faktorý í kvöld, en sveitin hefur staðið í ströngu undanfarið við æfingar á nýju efni, sem tón- leikagestum gefst færi á að heyra í kvöld. „Við ætlum eiginlega að reyna að spila sem flest ný lög sem verða á næstu plötu. En svo verð- um við að taka eitthvað eldra til að minna fólk á að viö erum ekki búin að gleyma hinum lögunum." Hjaltalín stefnir á stúdíó strax í janúarbyrjun til að hefja upptökur fyrir næstu plötu, sem hljómsveit- armeðlimir vonast til að komi út einhvern tíma á árinu. Viktor segir sveitina breyta aðeins um stefnu með nýja efninu og hlakkar til að heyra viðbrögð fólks. „Við förum í svolítið nýja átt sem er töluvert dekkri en áður. Þeir sem eru dyggir aðdáendur Hjaltalíns munu kannski fá smá sjokk, eðlilega, en við erum rosalega ánægð með þetta efni, þótt það verði ekki komið í fullkomna mynd fyrr en á nýju plötunni." Önnur plata Hjaltalíns, Term- inal, kom út fyrir tveimur árum og fékk feykilega góðar viðtökur. í kjölfarið var sveitin áberandi og spilaði á fjölda tónleika, bæði hér heima og erlendis. Á líðandi ári hefur ekki heyrst jafn mikið frá henni, enda hafa meðlimir sveitar- innar verið búsettir í ólíkum lönd- um og sinnt eigin verkefnum. „Við höfum verið dreifð, hvert í sinni vinnu og tónlistarheimi. En við erum svo heppin að búa við þessar aðstæður sem netið gefur okkur, við erum alltaf að ræða saman, deila hugmyndum og jafnvel taka upp demó sem við sendum á milli,“ segir Viktor og bætir við að þetta fyrirkomulag hafi í raun orðið til þess að nýju lögin séu unnin í meiri samvinnu af öllum meðlimum en áður. „Það skrýtna sem hefur gerst er að þótt við séum ekki í sama landi semjum við miklu meira saman en áður. Við tökum öll mun meiri þátt í öllu ferlinu, sem hefur verið virkilega skemmtilegt.“ Þótt Hjaltalín hafi ekki látið mikið á sér bera árið 2011 hafa hinir sjö meðlimir sveitarinnar verið mjög virkir í tónlistarlíf- inu. Viktor segir alla reynsluna sem þau hafi aflað sér undanfarin tvö ár hafa áhrif á nýju lagasmíð- arnar. „Þessar mismunandi áttir sem við fórum í hafa klárlega haft mikil áhrif. Högni hefur unnið mikið með GusGus, Hjörtur gaf út plötu og Sigríður og Guðmund- ur Óskar spiluðu mikið saman. Svo erum við hin í námi og ég sjálfur í mínu tónlistarnámi úti í Berlín í allt öðrum tónlistarheimi. Þetta nýtist allt ótrúlega vel þegar við komum saman, því við höfum mjög sterkar mismunandi hug- myndir sem stangast oft á. Á end- anum verður svo tónlist til sem er vonandi eitthvað nýtt. Við erum svolítið að leita og prófa okkur áfram og finnst þetta spennandi og skemmtilegt." Tónleikarnir á Faktorý hefjast klukkan 22 og aðgangseyrir er 1.500 krónur. bergthora@frettabladid.is Utsalan hafín afsláttur aí öfíum vörum Kringlunni HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 29. desember ~í Tónleikar 20.00 Þrítugustu jólatónleikar Mótettu- kórs Hallgrfmskirkju verða haldnir í Hall- grlmskirkju. Þóra Einarsdóttir sópran- söngkona verður gestasöngvari með kórnum. Miðaverð er kr. 3.900. 20.00 Hljóm- sveitin Low Roar heldur útgáfu- tónleika sfna í salnum Gin & Tonic á Kex Hostel. Aðgangur er ókeypis. 21.00 Jónína G. Aradóttir heldur tónleika á veitingarstaðnum 73 í Reykjavík. • : Leiklist 20.00 Nemendaleikhús Listaháskóla (slands sýnir verkið Jarðskjálftar í London eftir Mike Bartlett I leikstjór'n Halldórs E. Laxness. Svningar verða I Leikhúsi Listaháskóla Islands að Sölv- hólsgötu 13. Miðaverð er kr. 1.500. -f Sýningar 20.00 Verkið On Misunderstanding eftir Margréti Bjarnadóttur danslista- mann verður sýnt í Kassanum, Þjóðleik- húsinu. Miðaverð er kr. 2.500, 'jSýningarspiall 20.00 I tilefni loka sýninganna Samræmi og Hamskipti verður Ólöf K. Sigurðardóttir sýningastjóri með sýn- ingastjóraspjall í Hafnarborg. 'i Uppákomur 20.00 JólaBingó á Dönsku kránni. Bingóspjaldið á kr. 300 og sérstakt happadrættis-bingóspjald á kr. 500. Magni spilar að bingói loknu og fram eftir kvöldi. Tónlist 21.00 Jólagrautur Memfismafíunnar verður á Café Rosenberg. 22.00 Andrea Gylfadóttir kemur fram með Bitladrengjunum bliðu á tónleik- um á ObLaDÍ, Frakkastig 8. Aðgangur er ókeypis. Listamannaspjall 20.00 Snorri Ásmundsson verður með gjörning og listamannaspjall I Flóru, Listagilinu á Akureyri. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.