Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 24
shoðun Hernaðurinn gegn fólkinu Efnahagsmál Helgí Magnusson formaður Samtaka iðnaðarins Ajólum árið 1970 birti Halldór Laxness grein sem vakti mikla athygli og nokkrar deilur enda var tekið á viðkvæmum álitaefnum og talað tæpitungu- laust eins og skáldinu var tamt. Hernaðurinn gegn landinu nefnd- ist greinin og er m.a. birt í bók Halldórs, Yfirskygðir staðir, árið 1971. Heiti greinarinnar og efni hennar hefur lifað og verið mörg- um í fersku minni í meira en 40 ár. Hún kemur mér í hug þegar ég horfi yfir síðustu þrjú ár í hvers- dagslífi íslensku þjóðarinnar og upplifi efnahagsstefnu stjórn- valda sem hernað gegn fólkinu í landinu. Árið 2011 er þriðja týnda árið í röð á íslandi. Þessi þrjú ár eru ár hinna glötuðu tækifæra. Það hafa tapast 21.000 störf, nær 12.000 manns eru enn án atvinnu og langtímaatvinnuleysi er farið að gera alvarlega vart við sig, kaupmáttur hefur dregist saman, skattpíning er tilfinnanleg, niður- skurður í stoðkerfum ríkis og sveitarfélaga, þúsundir heimila og fyrirtækja eiga í fjárhagsleg- um vanda og fjárfestingar eru í 70 ára sögulegu lágmarki. Vandinn er svona stór vegna þess að íslendingar hafa ekki nýtt tækifæri sín til þess að snúa hratt og örugglega við þróuninni eftir áföllin frá 2008. Hér hefur verið fylgt rangri efnahagsstefnu, stefnu samdráttar og skattpíning- ar í stað djarfrar vaxtarstefnu - hagvaxtarstefnu sem einkennist af eflingu atvinnulífs með upp- byggingu, markvissum fjárfest- ingum og skynsamlegri nýtingu auðlindanna. Sitthvað hefur vitanlega þokast í rétta átt frá hruni en ég held því fram að við værum komin miklu lengra í rétta átt og hagur þjóð- arinnar væri allur annar og betri ef náðst hefði samstaða um hag- vaxtarstefnu og markvissa efl- ingu atvinnulífsins. Lítum á nokkur atriði sem blasa við um þessi áramót: ■ Samningar sem aðilar vinnu- markaðarins hafa gert við rík- isstjórnina um að ryðja úr vegi hindrunum vegna verðmæta- skapandi verkefna hafa ítrekað verið sviknir. Tækifæri til upp- byggingar á sviði orkufreks iðn- aðar og annars iðnaðar hafa af þessum sökum ekki verið nýtt. B Ágreiningur um framtíðar- stefnu í sjávarútvegi hefur stað- ið allt kjörtímabilið og leitt til þess að sjávarútvegurinn býr við óvissu sem veldur því að fyrirtæki í greininni treysta sér ekki til að fjárfesta og ráð- ast í varanlegar endurbætur á fjármunum sínum. Óvissa í sjávarútvegi kemur í veg fyrir atvinnuskapandi framkvæmd- ir. Ekki er að sjá að sættir séu í sjónmáli milli ríkisstjórnar- innar og hagsmunaaðila í sjáv- arútvegi um framtíðarstefnuna. ■ Fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki í 70 ár. Við gerð kjara- samninga sl. vor var við það miðað að ríkisvaldið greiddi fyrir fjárfestingum og ryddi hindrunum úr vegi til þess að fjárfestingar kæmust á skrið. Það var ein af forsendum kjara- samninganna til þess að draga úr atvinnuleysi og auka varan- lega verðmætasköpun í þjóð- félaginu. Þetta hefur ekki geng- ið eftir. B Óvildar verður vart í garð fjár- festa. Einkum erlendra fjár- festa og það á tímum þegar íslendingar þurfa mjög á sam- starfi við þá að halda við upp- byggingu atvinnulífsins. Þarf ekki annað en að benda á dæmið um Magma frá í fyrra þar sem ríkisvaldið varð sér til minnk- unar með framgöngu sinni og svo afstöðu innanríkisráð- herra til hugmynda Kínverjans Huang Nubo um margvísleg umsvif á sviði ferðaþjónustu í Þingeyjarsýslum. Útlendinga- hræðsla gerir vart við sig. ■ Haft er eftir prófessor við Háskólann á Bifröst að það þurfi að fara hundrað ár til baka í íslandssögunni til að finna hærra hlutfall brottfluttra umfram aðflutta íslendinga hin síðari ár. 21.000 störf hafa tap- ast frá árinu 2008 og enn eru nær 12.000 manns án atvinnu. Forsætisráðherra svarar því til að atvinnuleysi á íslandi sé í prósentum ekki meira en úti í Evrópu. En við höfum verið nú komið fyrir erlenda dóm- stóla. Enginn veit í hvað stefnir varðandi það. ■ íslendingar þyrftu að hafa 4-5% hagvöxt ef skjót leið okkar út úr kreppunni væri vörðuð raun- hæfum væntingum. Núver- andi hagvöxtur hvílir á veikum grunni sem byggir á einka- neyslu en ekki á fjárfestingum til varanlegrar atvinnusköpun- ar. Það er sjálfsblekking að líta þannig á að eyðsluhagvöxtur skili okkur einhverju sem máli skiptir til framtíðar. Við þurf- um öflugan hagvöxt sem byggð- ur er á verðmætasköpun í sjálfu atvinnulífinu. ■ Ríkisstjórnin aðhyllist skatt- píningarstefnu. í stað þess að velja vaxtarstefnu og aukna tekjumyndun í þjóðfélaginu er ^ | Ríkisstjórnin aðhyllist skattpíningar- ||í stefnu. í stað þess að velja vaxtarstefnu og aukna tekjumyndun í þjóðfélaginu er valin sú leið að skattpína fólk og fyrirtæki... laus við atvinnuleysi í áratugi og eigum ekki að sætta okkur við það ófremdarástand sem víða hefur viðgengist á Vestur- löndum í þessum efnum. ■ Ekki er að heyra á ráðamönn- um að gjaldeyrishöftin séu að fara. Framtíðarsýn íslendinga - alla vega til næstu ára - er því miður sú að hér verði gjald- eyrishöft með einum eða öðrum hætti. Gjaldeyrishöft draga mátt úr hagkerfinu og hamla gegn ýmsum fjárfestingar- og vaxtartækifærum. Þá er einn- ig sú hætta fyrir hendi að við förum að líta á höftin sem sjálf- sögð og sætta okkur við þau. Það er hættulegt sálarástand þjóðar. B Icesave-málið er enn í hnút og valin sú leið að skattpína fólk og fyrirtæki samhliða niðurskurði í heilbrigðiskerfinu, mennta- kerfinu og velferðarkerfinu. Fremur ætti að breikka skatt- heimtuna á grundvelli aukinna tekna í þjóðfélagi vaxtar en að hækka skattprósentur og inn- leiða nýja skatta. ■ Auðlegðarskatturinn er kapí- tuli út af fyrir sig. í honum felst eignaupptaka og virtir hæsta- réttarlögmenn hafa haldið því fram að vafi kunni að leika á því að skatturinn standist eignarréttarákvæði stjórnar- skrár lýðveldisins. ■ Og nú er líka farið að skatt- leggja lífeyrissjóði landsmanna og skerða með því eftirlaun fólksins sem á sparnað sinn í 29. desember 2011 FIMMTUPACUR sjóðunum. Hér er um að ræða enn eina vanhugsaða nýjung á sviði skattpíningarinnar. 8S Meðal annars vegna skattlagn- ingar lífeyrissjóðanna telur ASÍ að ríkisstjórnin sé að svíkja for- sendur kjarasamninga frá síð- asta vori og telur að langtíma- kjarasamningur gæti verið í uppnámi í byrjun næsta árs þegar samningurinn opnast tímabundið. Ríkisstjórn sem á í útistöðum við verkalýðshreyf- inguna á ekki sjö dagana sæla. ■ í stað þess að leiða för þjóðar- innar upp úr kreppunni eyðir ríkisstjórnin mikilli og óarð- bærri orku í innbyrðis átök og valdabaráttu. Annar eins vand- ræðagangur í samstarfi innan ríkisstjórnar hefur ekki sést á íslandi - alla vega ekki í ríkis- stjórn sem þó heldur völdum þrátt fyrir stöðugar væringar. ■ Ríkisstjórnin lagði upp með slagorð á borð við „Norræn vel- ferðarstjórn“, „Skjaldborg um heimilin í landinu“ og „Nýja ísland". Öll eru þau orðin að skammaryrðum og hafa snúist upp í andhverfu sína. Hér lýkur þessari upptalningu sem gæti því miður verið mun lengri. í skugga alls þessa birtist blaðagrein eftir fjármálaráð- herra undir fyrirsögninni: „Ótví- ræður árangur" og önnur í nafni forsætisráðherra: „Merkin sýna verkin“, þar sem því er haldið fram að verkin séu til að státa af! Ráðherrar virðast lifa í einhverri annarri veröld en þjóðin utan stjórnarráðsveggjanna. Röng efnahagsstefna síðustu þriggja ára hefur verið okkur dýr. Hún hefur tafið endurreisn fslands, hún hefur rýrt kjör fólks og spillt afkomu og framtíðar- horfum atvinnulífsins. Þannig hefur hún reynst hernaður gegn fólkinu í landinu. Megi nýtt ár færa okkur betri kosti. Eklci talca sensmn - hávaði frá flugeldum Heyrnarskerðing Ingíbjöre Jéjk. Hinriksdottir jkfi yfirlæknir á Heyrnar- og *lf-æL talmeinastöð Islands JfflBpR-' Hvellur frá flugeldum og öðrum sprengjum framkall- ar sterkt hljóð sem leitt getur til heyrnarskerðingar og eyrnasuðs. Styrkur hljóðsins í eyranu fer eftir því hversu nálægt eyranu hljóðið er. Ein sprenging nálægt eyra getur valdið varanlegum skaða. Margir upplifa minnkaða heyrn sem doða í kringum eyrað, eða eins og bómull sé í eyranu, ásamt eyrnasuði. Sem betur fer ganga einkennin oftast til baka en því miður ekki alltaf. Heyrnarhlífar eiga allir að nota sem sprengja flugelda. Með réttri notkun heyrnarhlífa minnka líkur á hávaðaheyrnartapi. Algengustu heyrnarhlífarnar eru frauðtapp- ar sem rúllað er upp og látnir eru í hlustina. Til að koma tappanum rétt fyrir þarf að opna eyrað vel, tappanum er rúllað en ekki kreist- ur saman og komið fyrir í hlust samanrúlluðum. Þegar tappinn hefur byrjað að þenjast út á hvorki að þrýsta á hann eða snúa honum. Þessir tappar dempa hljóðið mismikið m.a. eftir því hvernig þeir sitja í hlustinni. Heyrnar- hlífar sem settar eru yfir eyrun eru til af mörgum gerðum. Mikil- vægt er að þær sitji rétt og sé ekki lyft þegar verið er að sprengja í umhverfinu. Heyrnarhlífar má til dæmis nálgast í verslunum sem selja öryggisvörur, í apótekum og jafnvel hjá flugeldasölum. Stöðugt hljóðáreiti í umhverfinu hefur áhrif á líf okkar. Sumir eru langdvölum í hávaða, aðrir lítið, og nánast allir verða af og til fyrir skyndilegum hávaða eins og þegar flugeldar eru sprengdir. Margir huga ekki að því að vernda heyrn- ina þegar verið er að sprengja flugelda og aðrar sprengjur í kringum áramót. Leiða má líkur að því að um 30 einstaklingar hérlendis fái heyrnarskemmd um hver áramót og vænta má að 60% þeirra séu undir 25 ára aldri. Alltaf leita einhverjir lækninga í kringum áramót vegna heyrn- artaps og jafnvel eyrnasuðs sem komið hefur eftir hvella spreng- ingu nálægt viðkomandi. Leiða má líkur að því að um 30 einstakling- ar hérlendis fái heyrnarskemmd um hver áramót og vænta má að 60% þeirra séu undir 25 ára aldri. Hlutfall kynjanna er þrír karlar á móti einni konu. Það er því mikil- vægt að viðhafa varúðarráðstaf- anir. Eyrað er margsiungið, við- kvæmt og mikilvægt líffæri sem við eigum að umgangast með virð- ingu. Skemmd í einhverjum hluta eyrans getur leitt til heyrnarskerð- ingar. Næmni innra eyrans fyrir hávaða er mismikil á milli einstak- linga. í hvert sinn sem einstakling- ur er í miklum hávaða skemmast og/eða deyja nokkrar hárfrumur í kuðungi innra eyrans. Þessar frumur endurnýja sig ekki. Eyrnasuð er algeng afleiðing" hávaðaskemmdar á innra eyra og er því oft fylgikvilli heyrnar- skerðingar af völdum hávaða. Ein- staklingur með eyrnasuð er með hljóð í eyranu eða höfðinu sem hann heyrir oftast einn. Hljóðið tekur á sig ýmsar mismunandi myndir á milli einstaklinga, það getur verið samfleytt, pípandi, eins og vélarhávaði, foss o.s.frv. Stundum kemur hljóðið og fer eða er missterkt. Um 15% einstaklinga eru með eyrnasuð, mismikið en suma truflar það mjög, t.d. einbeitingu, svefn og það að geta ekki „hlustað á þögnina" finnst mörgum erfitt. Suð fyrir eyrum og heyrnarskerð- ing geta dregið úr lífsgæðum. Mörgum reynist erfiðara að lifa með eyrnasuð en heyrnarskerð- inguna sjálfa. Verðir þú fyrir skyndilegu heyrnartapi um áramótin er rétt að leita læknis sem fyrst til að staðfesta skaðann, því í vissum til- fellum er hægt að draga úr skað- anum sem orðinn er. Verjið ykkur fyrir hávaða um áramótin til að draga úr líkum á eyrnasuði og heyrnartapi. Eyru barna eru viðkvæmari fyrir hávaða en eyru fullorðinna og því enn mikilvægara að verja þau. Refsilækkunarástæður leiíut RubóSIssw* lögmaður s Idag eru fjölmiðlar oft á tíðum nokkurs konar gapastokkur nútímans. Fyrr á öldum var ekki óalgengt að sakamenn væru settir í gapastokk. Hinn íslenski gapa- stokkur samanstóð af hálsjárni sem var fest utan um brotamann- inn og keðju er var fest í vegg. Passað var upp á að gapastokkur- inn væri á almenningsstöðum til að sem flestir sæju viðkomandi brotamann. Það þótti mikil smán að lenda í gapastokknum og menn áttu erfitt uppdráttar á viðkom- andi svæði lengi á eftir. f Fréttablaðinu hinn 23. des- ember sl. er grein sem ber yfir- skriftina „Engin refsing jafn íþyngjandi og ágangur fjöl- miðla“. Tilefni fréttagreinarinn- ar er að verjandi sakbornings, sem er ákærður fyrir innherja- svik er hann var ráðuneytisstjóri, fer fram á refsilækkun í greinar- gerð sem hann hefur skilað inn til Hæstaréttar. í umræddri frétta- grein segir að ríkissaksóknari hafni því að sakborningur fái refsilækkun sökum óvæginnar fjölmiðlaumræðu, meðal annars vegna þess að engin fordæmi séu fyrir því í dómum Hæstaréttar að fjölmiðlaumfjöllun sé metin sakborningi til refsilækkunar. Undirritaður vill benda ríkissak- sóknara á að þetta er ekki rétt. í eftirfarandi dómi fékk sakborn- ingur refsilækkun sökum óvæg- innar fjölmiðlaumræðu. Hrd. 1980, bls. 89, sem er hið svokallaða Guðmundar- og Geir- finnsmál, er einn ákærðu sak- felldur fyrir kaup á fíkniefnum og ólöglegum innflutningi þeirra. í dómnum segir m.a. „refsing ákærða þykir hæfilega ákveðin með hliðsjón af 71. gr. almennra hegningarlaga 4 mánaða fangelsi, en með tilliti til þess óhagræðis, sem ákærði hefur þurft að þola, m.a. vegna frásagna í fjölmiðlum um mál þetta, þar sem nafn hans hefur margoft verið nefnt, þykir mega ákveða að refsingin skuli vera skilorðsbundin og falla niður að 2 árum liðnum...." Svo má geta sérálits Jóns Stein- ar Gunnlaugssonar í hæstaréttar- dómi nr. 2/2005 þar sem segir eft- irfarandi: „Fallast má á með ákærða að opinber umfjöllun um brot hans, þar sem meðal annars var birt mynd af honum undir nafni, hafi verið einhliða og ósanngjörn og til þess fallin að valda honum þjáningum og skaða á þann hátt, sem hann hefur lýst. Með hliðsjón af c-lið 1. mgr. 113. gr. laga nr. 19/1991 hefði þetta átt að skipta máli, ákærða til hagsbóta...11 Að ofansögðu má ljóst vera að óvægin fjölmiðlaumfjöllun getur orðið til þess að sakborningur fái refsilækkun. Fer það fyrst og fremst eftir mati dómsins og stöðu sakbornings í þjóðfélaginu. Opinber persóna fær síður refsi- lækkun sökum fjölmiðlaumræðu, eða svo má álykta út frá dómi Hæstaréttar í máli nr. 393/2002 þar sem þingmaður var sakfelld- ur fyrir fjárdrátt. Höfundur þessara greinar skrifaði mastersritgerð sem ber nafnið Ólögmætar refsilækk- unarástæður, leiðbeinandi var Brynjar Níelsson formaður Lög- mannafélagsins. Greinarhöfundur starfar í dag sem héraðsdómslög- maður og tekur meðal annars að sér verjendastörf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.