Fréttablaðið - 29.12.2011, Side 56

Fréttablaðið - 29.12.2011, Side 56
32 FRÉTTABLAÐIÐ 29. desember 2011 FIMMTUDAGUR mennmq i menning@frettabladid.is SÍÐUSTU FORVÖÐ Á KJARVALSSTÖÐUM Sýningu Daða Guðbjömssonar á Kjarvalsstöðum lýkur á morgun. Að kvöldi sama dags mun Elektra Ensemble vera með tónleika í sýningarsal Daða. Sama dag lýkur sýningunni Kjarval snertir mig 1 Kjarvalssalnum, en í samantekt Rögnu Sigurðardóttur, gagnrýnanda Fréttabiaðsins, um sýningar ársins 2011 er hún meðal þeirra sýninga sem standa upp úr á árinu. Sýningarverk- efninu Sérvizka Kjarvals lýkur einnig á föstudaginn. K,jarvalsstaðir eru opnir daglega frá klukkan 10 til 17, en lokað er 31. desember og 1. janúar. — — Litrík verk á Hrafnistu Hverjir verða skáld? ÓLAFUR OG ÓLAFUR Björn Thors og Hilmir Snær Guðnason leika Ólaf Ijósvíking á ólikum æviskeiðum i leikgerð Kjartans Ragnarssonar á Heimsljósi Halldórs Laxness. FRÉTTABLAÐIÐ/HAC Björg Atla sýnir nítján akrýlmál- verk í Menningarsal Hrafnistu í Hafnarfirði. Málverk Bjargar eru í óhlutbundnum expressjónískum stíl, litrík og ljóðræn. Björg, sem útskrifaðist úr málaradeild Mynd- lista- og handíðaskólans 1982, hefur haldið nokkrar einkasýn- ingar frá 1984, síðast í Hafnarborg 2004 og í Listasal Garðabæj.ar 2010. Hún hefur einnig tekið þátt í ýmsum samsýningum frá 1983, þar af þremur á árinu með Grósku, félagi áhugafólks um myndlist í Garðabæ og á Álftanesi. Sýningin stendur til 3. janúar og er öllum opin frá hálfþrjú til sjö daglega. Leikhús ★★★ Heimsljós Þjóðleikhúsið Höfundur: Halldór Laxness. Leikgerð og leikstjórn: Kjartan Ragnarsson. Leikarar: Hilmir Snær Guðnason, Björn Thors, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Lára Sveinsdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Ólafur Egill Egils- son, Pálmi Gestsson, Jóhannes HaukurJóhannesson, Stefán HallurStefánsson, Þorsteinn Bachmann, ArnarJónsson, Ævar Þór Benediktsson, Úlfhildur Ragna Arnardóttir/Nína ísafold Daðadóttir Heimsljós eftir Halldór Laxness er sagan um íslendinga eins og þeir margir hverjir vilja sjá sig. Skáldið stendur fyrir utan lífið, horfir á, er ekki með og tekur ekki afstöðu en getur engu að síður heillað kven- fólkið og jafnvel ráðamenn upp úr skónum þó það sé fátækt og umkomulaust í hinum veraldlega heimi. Frumsýningin í Þjóðleikhúsinu á annan í jólum var leikgerð Kjartans Ragnarssonar á þessu viðamikla skáldverki. Það er þrekvirki að ráð- ast í leikgerð af þessu tagi. Hverju á að sleppa, hverju á að lyfta fram, hvernig á að mála aftur myndir sem til eru í hugskoti svo margra? Kjartan velur natúralistískan leik þó svo að nokkuð hafi borið á því að leikstíll persónanna var mjög ólíkur. Hann velur að láta tvo menn fara með hlutverk skálds- ins, þá Björn Thors og Hilmi Snæ Guðnason. Björn í hlutverki barns- ins og unga mannsins og Hilmir þá er hann varð eldri en saman töluðu þeir og komu þannig hinum frægu hugrenningum skáldsins Ólafs Kárasonar til skila. Þeir voru báðir mjög skýrir í sínum hlutverkum. Sýningin hófst á viðtali Péturs Péturssonar við Halldór Laxness í Ríkisútvarpinu fyrir margt löngu. Þar syngur Laxness með sínu nefi Maístjörnuna sem hvert mannsbarn í dag kann. Þetta upphafsstef leiddi áhorfendur inn í glaðan heim vænt- inga um hvað koma skyldi. Þegar tjaldið var frá dregið vorum við stödd á bernskuheimilinu Fæti þar sem Ólafur var niðursetningur og illa með hann farið en þó gaukaði Jana, sem Lára Sveinsdóttir lék, að honum kandís eða brauðmola eftir að Kamarilla (Guðrún S. Gísladótt- ir) var búin að húðstrýkja hann. Bræðurnir lögðu hann í einelti og börðu þannig að hann varð örkumla upp frá því. En haltur var hann aðeins af og til í gegnum sýninguna. Stúlkurnar þrjár sem allar elsk- uðu hann hver á sinn máta voru heldur nútímalegar miðað við aðra í sýningunni í tilsvörum. Þó svo að textinn sé úr verkinu þá er það tónninn sem er afgerandi. Svandís Dóra Einarsdóttir var sterk í hlutverki Jóu og Þórunn Arna Kristjánsdóttir eins og lítil dekurrófa úr allt öðru leikriti. Vig- dís Hrefna Pálsdóttir lék Þórunni í Kömbum, þá er læknaði Ólaf og sýndi hún fantagóðan leik einkum á miðilsfundinum. Pálmi Gestsson fór með hlutverk aðalkapítalistans Péturs þríhross sem níddist á smæl- ingjunum og var hann skemmtileg- ur en datt svolítið í spaugstofustíl- inn á köflum. Jóhannes Haukur sem Jens Færeyingur var óborganlegur. Einstakar senur eru eftirminnin- legar, eins og þegar Ólafur kemur á fund prestsins og biður hann um að jarða barnið en presturinn þvaðr- ar um kostnaðinn við prestsverkin um leið og hann slafrar í sig rjóma- tertu. Þorsteinn Bachmann náði mjög góðum tökum á þessari ógeð- ugu persónu einkum þegar hann var drukkinn með Pétri þríhrossi. Hlutverki hinnar óhamingjusömu Jarþrúðar skilar Ólafía Hrönn Jóns- dóttir með prýði. Jarþrúður fórnar sér og öllu til þess að bjarga þess- um manni og eignast með honum tvö börn sem bæði deyja frá þeim. Ævar Þór Benediktsson sem Sig- urður Breiðfjörð svífur inn í hvít- um jakkafötum, brúnum skóm og bláum sokkum, það atriði í upphafi var svolítið fyndið, en annars var lítið um fyndni. Ólafur Egill Egils- son leikur hinn berklaveika Örn Úlfar og var það helst atriðið þegar hann féll dauður niður sem er eftir- minninlegt. Magga litla var á frum- sýningunni leikin af Úlfhildi Rögnu Arnardóttur og þó hlutverkið væri lítið var það stórt fyrir svo litla leikkonu. Leikmyndin var sú sama allan tímann, gráir flekar opnan- legir með ryðguðum bárujárns- rennihurðum. Það sást þó móta fyrir salthrauk í fjarska sem jafn- framt átti að vera táknið um jökul- inn sem fatlaða barnið gat horft á í gegnum spegilbrot. Þetta er löng og svifasein sýning. Óljóst hvort við getum tengt okkur við hana í dag. Hin pólitísku átök millum sósíalistanna og þjóðernis- rembuliðsins verður svolítið eins og hressileg myndskreyting í hinni ráu umgjörð. Uppgjörið þegar lafur Kárason rekur Jarþrúði frá sér eftir að þau eru búin að jarða Möggu litlu, verður of kvikindis- legt þegar þeir eru líkamlega tveir um að hrinda henni niður hlíðina. Hafi átt að vera samúð með honum þá hverfur hún þar, en eins og menn vita þá fékk hann ekki Jóu í Veghús- um heldur neyddist til að halda sína leið með Jarþrúði sem kom til baka. Lýsingin var ágæt og sömuleiðis tónlistin þótt hún væri of há í byrj- un og kæfði nokkuð fyrstu samtölin. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Á heildina litið var sýningin allt of löng en engu að síður unun að hlusta á vel með farinn góðan texta. METSOLULISTIEYMUNDSSON MEST SELDU BÆKUR ÁRSINS 2011 Gamlinginn sem skreið út... kilja - Jonas Jonasson Djdflastjaman - Kilja Jo Nesba hús i • / \ • hjalpin 4$ * í Húshjáipin - kiija Kathryn Stockeít SAMKVÆMT BÓKSÖLU I EYMUNDSSON UM LAND ALLT Brakið Yrsa Sigurðardottir Hhollráð ugos I Ihtvturr. é bömín okkar Hugo Þórisison Holl ráð Hugos Hugo Þórisson vngrj vikum 10 árum yngri á 10 vikum Þorbjórg Hafsteinsdóttir KT] FUGLA 1 Islenskur fuglavisir Jóhann Oli Hilmarsson Eymundsson ] nicorette Nýárstilboð 20% afeláttur af öllum pakkningastærðum af: Nicorette fruitmint lyfjatyggigúmmí Nicorette invisi plástur Nicorette ínhalator innsogslyf Tllboðlð glldir til 31.01.2012 í öllum apótekum Lyfja & heilsu VLyf&heilsa NicorettcO nikótlnlyf om fðnnleg án lyfseðtls og eru notuð til meöíerðar á mkötlnfíkn og til «6 draga úr frihvarfseinkennum þeqar reykinqum er hætt eöa -r.i. þyi hvjMnikið er rtykt en hámarksdagskammtar eru: Foröaplistur Istk^ Iyfjatygrgkjummj 24 stk .mhspgslyf Í2 stk n eru einstaklinqsbundnir eftlr ef þðrf vi .i frelan ðmeðhóndlaöan h_r.__________ nota Nkorotto f samráöi vio locknl. íir ef >Iýsln irýslir áöi v ....... __________t eöa þegar dregiö er úr þeim. Skammtar . . . —,.H------------------—r-------: ............sogslvf - 12 stk. nikótintappar. Leitiö til læknis eöa lyfiafræöinqs im lyfin. Þeir sem fcngiö hafa ofnæmi fynr nikótlni eða öðrum inmhaldsefnum lyfsms, nylegt hjartaáfaTl, óstððuga versnandi hjartaöng, alvarlegar hjartsláttartruflariir, dý'egt nejjablööfall ojqe ekki aö nota Nicorcttc Bðrn yngn en 15 ára meqa ckki nota N«orctte. Þungaðar konur og konur meö barn á bnosti skulu eingöngu il. Lesrð alfari fylgiseöilfnn vandlega áöur en byrjaö er aö nota lyfið. Markaosleyfishafi: McNeii Denmark ApS. Umboö á Islandl: Vistor hf., Hðrgatún 2, 210 Garðabæ.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.