Heimilisritið - 01.03.1945, Side 31

Heimilisritið - 01.03.1945, Side 31
Herbergið er þéttskipað af kátu fólki, sem er þér ákaflega vel- viljað. Þú ert tekinn með því, sem á hernaðarmáli nefnist leift- urárás, og áður en þú kemst til að nudda stýrurnar úr augunum, ertu orðinn skruggufullur. Næsta morgun kemur þú til sjálfs þín í alókunnugu herbergi, snöggklæddur, á sokkaleistunum, og með voðalegan höfuðverk. Á gólfinu hrýtur ókunnugur maður og annar liggur í kross yfir hann. Þú ert í öðru rúminu en stór ruggustóll í hinu. Þegar þú kemur inn í þitt eig - ið herbergi, er þar einnig fullt af sofandi fólki, sem þú minnist ekki að hafa séð fyrr. Þú finnur jakk- ann þinn á gólfinu, en skóna sérðu aldrei framar. Þú ert nú orðin alls ófær til þess að dvelja á fínu sumarhóteli. Bæði er glóðaraugað orðið hel- blátt og allsvakalegt, og svo hef- urðu ekki haft með þér nema þessa einu skó. Einn af þjónun- um aumkast yfir þig og gefur þér útslitin gúmmístígvél, sem einhver hefur skilið eftir. Þú biður um reikninginn. Þeg- ar þú sérð hann verðurðu alveg orðlaus og getur þar af leiðandi ekki hreyft mótmælum. Þú átt aðeins fyrir honum og tvær krónur og sjötíu aura fram yf- ir, sem yfirþjónninn fær í drykkjupeninga. Hann lítur á þig mieð óumræðilegri fyrirlitn- ingu. Þú verður að biðja áætlunar- bílstjóran að lána þér farið heim. Hann lítur á gúmmístígvélin þín og glóðaraugað, skellir upp úr og segir að það sé velkomið. Farþeg- arnir stinga saman nefjum og kíma. Þegar þú ert kominn heim og búinn að sofa út, ferðu að athuga hótelreikninginn. Hann er eitt- hvað á þessa leið: Tvö morgunkaffi með extra tilleggi, pr. kr. 5,50 .. kr. 11,00 Tveir kvöldverðir með extra tilleggi, pr. kr. 19,50 .. — 39,00 Einn miðdagsmatur með extra tilleggi, pr. kr. 27,80 .. — 27,80 Eitt eftirmiðdagskaffi mi. e. k. pr. kr. 5,50 ..— 5,50 Fimm fl. öl pr. kr. 2,00 — 10,00 Gosdr. öl, smurt br. o. fl. (til selsk. um nótt) sam- kv. sérst. reikn..........— 159,00 Aukaræsting áherbergi — 10,00 Extra herbergi til selskaps- halds um nótt, ........ 50,00 Eýðilögð læsing, ........ — 45,00 Skemdir á rúmfötum, sam- kv. mati tveggja óvil- hallra manna ............ — 200,00 Tjaldstæði, ............. — 100,00 Samtals kr. 657,30 Vér ætlum ekki að skreyta þennan kafla með heimsþekileg- um athugasemdum), né siðfræði- legum ályktunum. Menn eru beðn- ir að líta á hann sem saman- þjappaða augnabliksmynd úr daglega lífinu, sem lyft er á hærra svið með skáldlegu flugi og stíl- snilli. HEIMILISRITIÐ 29

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.