Heimilisritið - 01.03.1945, Blaðsíða 31

Heimilisritið - 01.03.1945, Blaðsíða 31
Herbergið er þéttskipað af kátu fólki, sem er þér ákaflega vel- viljað. Þú ert tekinn með því, sem á hernaðarmáli nefnist leift- urárás, og áður en þú kemst til að nudda stýrurnar úr augunum, ertu orðinn skruggufullur. Næsta morgun kemur þú til sjálfs þín í alókunnugu herbergi, snöggklæddur, á sokkaleistunum, og með voðalegan höfuðverk. Á gólfinu hrýtur ókunnugur maður og annar liggur í kross yfir hann. Þú ert í öðru rúminu en stór ruggustóll í hinu. Þegar þú kemur inn í þitt eig - ið herbergi, er þar einnig fullt af sofandi fólki, sem þú minnist ekki að hafa séð fyrr. Þú finnur jakk- ann þinn á gólfinu, en skóna sérðu aldrei framar. Þú ert nú orðin alls ófær til þess að dvelja á fínu sumarhóteli. Bæði er glóðaraugað orðið hel- blátt og allsvakalegt, og svo hef- urðu ekki haft með þér nema þessa einu skó. Einn af þjónun- um aumkast yfir þig og gefur þér útslitin gúmmístígvél, sem einhver hefur skilið eftir. Þú biður um reikninginn. Þeg- ar þú sérð hann verðurðu alveg orðlaus og getur þar af leiðandi ekki hreyft mótmælum. Þú átt aðeins fyrir honum og tvær krónur og sjötíu aura fram yf- ir, sem yfirþjónninn fær í drykkjupeninga. Hann lítur á þig mieð óumræðilegri fyrirlitn- ingu. Þú verður að biðja áætlunar- bílstjóran að lána þér farið heim. Hann lítur á gúmmístígvélin þín og glóðaraugað, skellir upp úr og segir að það sé velkomið. Farþeg- arnir stinga saman nefjum og kíma. Þegar þú ert kominn heim og búinn að sofa út, ferðu að athuga hótelreikninginn. Hann er eitt- hvað á þessa leið: Tvö morgunkaffi með extra tilleggi, pr. kr. 5,50 .. kr. 11,00 Tveir kvöldverðir með extra tilleggi, pr. kr. 19,50 .. — 39,00 Einn miðdagsmatur með extra tilleggi, pr. kr. 27,80 .. — 27,80 Eitt eftirmiðdagskaffi mi. e. k. pr. kr. 5,50 ..— 5,50 Fimm fl. öl pr. kr. 2,00 — 10,00 Gosdr. öl, smurt br. o. fl. (til selsk. um nótt) sam- kv. sérst. reikn..........— 159,00 Aukaræsting áherbergi — 10,00 Extra herbergi til selskaps- halds um nótt, ........ 50,00 Eýðilögð læsing, ........ — 45,00 Skemdir á rúmfötum, sam- kv. mati tveggja óvil- hallra manna ............ — 200,00 Tjaldstæði, ............. — 100,00 Samtals kr. 657,30 Vér ætlum ekki að skreyta þennan kafla með heimsþekileg- um athugasemdum), né siðfræði- legum ályktunum. Menn eru beðn- ir að líta á hann sem saman- þjappaða augnabliksmynd úr daglega lífinu, sem lyft er á hærra svið með skáldlegu flugi og stíl- snilli. HEIMILISRITIÐ 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.