Heimilisritið - 01.03.1945, Blaðsíða 57

Heimilisritið - 01.03.1945, Blaðsíða 57
Hann tók eyðublaðið af henni, braut það vandlega saman og stakk því í brjóstvasa sinn. Svo sagði hann brosandi. „Ekki öðruvísi en svo, að það er verið að sýna gleðileik í London, sem ég hefi lagt pen- inga í og sem mun veita mér góðar tekjur“. „Hvað meinarðu? Þú lagt peninga í?“ Hann tók undir handlegg hennar og leiddi hana í áttina að farþegaklefunum. „Mér finnst þilfarið of fjöl- farið, til þess að ræða svona persónulegt málefni, frænka mín“, sagði hann í hálfum hljóð- um. „Við skulum heldur koma inn í klefann þinn“. Hún virtist í fyrstu ætla að veita viðnám, en svo hristi hún Martin allt í einu af sér og flýtti sér á undan þeim niður stigann, niður á neðra þilfarið. Nokkrum mínútum síðar voru þau öll þrjú inni í klefa hennar. „Gefðu mér nú skýringu, und- ir eins“, hreytti gamla konan út úr sér og stóð hnarreist og hreyfingarlaus andspænis Mar- tin. Anna reyndi að verjast brosi. Hún gat ímyndað sér að sú gamla væri meira en lítið gröm, því að henni var afar illa við að farið væri á bak við hana. „Það er ekki mikið að út- skýra, frænka", sagði Martin. „Þú manst eftir Zenu Gaye?“ „Eg man eftir henni“, svar- aði hún reiðilega. „Mér skildist að þú værir hættur að hafa ríokkuð saman við hana að sælda. Martin, ég skammast mín fyrir þig“. „Við höfum aldrei verið annað meira en vinir“, sagði hann fljót- mæltur. „Hún leitaði til mín og sagðist hafa tækifæri til að fá aðalhlutverkið í þessu leikriti. Hún sagðist vera viss um að það myndi takast vel, en að sig vantaði peninga, sem hún yrði að hafa í undirbúningskostnað- inn, ef hún ætti að fá hlutverk- íð. Hún bað mig um að hjálpa sér, en ég svaraði því til, að ég ætti sjálfur enga peninga. Þá sagði hún að....“. „Að líkindin, til þess aðþúyrð- ir einkaerfingi minn, væri svo mikil, að þú myndir geta fengið lán út á væntanlegan arf, ha?“ Augu Matildu skutu gneistum. „Haltu áfram! Eg held mér fari loks að skiljast hvernig í öllu liggur“. Martin forðaðist að líta fram- an í hana. „Jæja, já, frænka, þannig var það“, svaraði hann. „Peningarn- ir fengust hjá veðlánara og ég undirskrifaði ýms skjöl þar sem ég skuldbatt mig til að endur- greiða lánið, ef leikritið gengi illa. En hvað um það, frum3ýn- ingin fær mikið lof og mér væri sízt að skapi að vera í London núna og taka þátt. í hrifning- unni!“ HEIMILISRITIÐ 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.