Heimilisritið - 01.03.1945, Side 57

Heimilisritið - 01.03.1945, Side 57
Hann tók eyðublaðið af henni, braut það vandlega saman og stakk því í brjóstvasa sinn. Svo sagði hann brosandi. „Ekki öðruvísi en svo, að það er verið að sýna gleðileik í London, sem ég hefi lagt pen- inga í og sem mun veita mér góðar tekjur“. „Hvað meinarðu? Þú lagt peninga í?“ Hann tók undir handlegg hennar og leiddi hana í áttina að farþegaklefunum. „Mér finnst þilfarið of fjöl- farið, til þess að ræða svona persónulegt málefni, frænka mín“, sagði hann í hálfum hljóð- um. „Við skulum heldur koma inn í klefann þinn“. Hún virtist í fyrstu ætla að veita viðnám, en svo hristi hún Martin allt í einu af sér og flýtti sér á undan þeim niður stigann, niður á neðra þilfarið. Nokkrum mínútum síðar voru þau öll þrjú inni í klefa hennar. „Gefðu mér nú skýringu, und- ir eins“, hreytti gamla konan út úr sér og stóð hnarreist og hreyfingarlaus andspænis Mar- tin. Anna reyndi að verjast brosi. Hún gat ímyndað sér að sú gamla væri meira en lítið gröm, því að henni var afar illa við að farið væri á bak við hana. „Það er ekki mikið að út- skýra, frænka", sagði Martin. „Þú manst eftir Zenu Gaye?“ „Eg man eftir henni“, svar- aði hún reiðilega. „Mér skildist að þú værir hættur að hafa ríokkuð saman við hana að sælda. Martin, ég skammast mín fyrir þig“. „Við höfum aldrei verið annað meira en vinir“, sagði hann fljót- mæltur. „Hún leitaði til mín og sagðist hafa tækifæri til að fá aðalhlutverkið í þessu leikriti. Hún sagðist vera viss um að það myndi takast vel, en að sig vantaði peninga, sem hún yrði að hafa í undirbúningskostnað- inn, ef hún ætti að fá hlutverk- íð. Hún bað mig um að hjálpa sér, en ég svaraði því til, að ég ætti sjálfur enga peninga. Þá sagði hún að....“. „Að líkindin, til þess aðþúyrð- ir einkaerfingi minn, væri svo mikil, að þú myndir geta fengið lán út á væntanlegan arf, ha?“ Augu Matildu skutu gneistum. „Haltu áfram! Eg held mér fari loks að skiljast hvernig í öllu liggur“. Martin forðaðist að líta fram- an í hana. „Jæja, já, frænka, þannig var það“, svaraði hann. „Peningarn- ir fengust hjá veðlánara og ég undirskrifaði ýms skjöl þar sem ég skuldbatt mig til að endur- greiða lánið, ef leikritið gengi illa. En hvað um það, frum3ýn- ingin fær mikið lof og mér væri sízt að skapi að vera í London núna og taka þátt. í hrifning- unni!“ HEIMILISRITIÐ 55

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.