Heimilisritið - 01.07.1945, Síða 8
fjögurleytið, og þau fóru þegar
að gera áætlun um bygginguna.
— Þetta er eins og sálkönn-
un, sagði hún eftir stundarfjórð-
ungs samtal. — Spyrja allir
húsameistarar svona margs?
— Það er eftir atvikum, svar-
aði hann. — Flestir vita nokk-
urn veginn, hvernig þeir vilja
byggja, en það gerið þér auðsjá-
anlega ekki. Það eru þá þér og
dóttir yðar og tvö eða þrjú
vinnuhjú. Búist þér við' að fá
marga gesti? Hún hristi höfuð-
ið. Svo verð ég einnig að sjá
lóðina. Laugardaginn og sunnu-
daginn get ég ekki komið, eigum
við að segja á mánudaginn?
Hún kinkaði kolli, og hann
stóð upp. — Þér brosið hræði-
lega, Pendleton, sagði hún. —
Sáuð þér myndina af okkur í
blaðinu?
Hann sótroðnaði. — Já, svar-
aði hann.
— Þá skiljið þér víst, hvað
ég á við, sagði hún, blátt áfram.
Hann settist aftur. — Þér er-
uð undarleg kona, sagði hann. —
Hvernig á ég að geta teiknað hús
handa yður? Hún stóð hreyfing-
arlaus frammi fyrir honum í
íburðarlausum en sjálfsagt dýr-
um kjól, með perlufesti um
hálsinn, vafalaust ósvikna. — Eg
get ekki vitað, hvað þér viljið,
þegar þér segið ekkert, hélt hann
áfram. — Hve gömul eruð þér?
6
— Tuttugu og fjögra.
— Þér eruð ekkert barn. Þér
eruð gift og skilin.
— Ekki skilin, sagði hún. —
Hvers vegna haldið þér það?
— Fyrirgefið, ég hélt það bara.
— Maðurinn minn féll af hest-
baki og dó, eftir að við höfðum
verið gift í sex mánuði, sagði
hún.
Pendleton greip hönd hennar.
— Eg sé svo mikið eftir þessu,
tautaði hann. — Mér er ekki
við bjargandi og ég hef aldrei
getað hegðað mér kurteislega.
— Mér líst vel á yður, sagði
Toni brosandi, og bætti við
hugsandi: Jafnvel þótt ég viti
ekki, hversvegna.
Hann horfði rannsakandi á
hana, áður en hann sleppti hönd
hennar. — Jæja, á mánudaginn
þá? Klukkan tíu, eða er það of
snemmt fyrir yður?
— Nei, alveg mátulegt.
Á mánudaginn var hið feg-
ursta veður, þegar þau óku upp
eftir.
Scott Pendleton geðjaðist
vel að landareigninni, og ekki
síður að læknum og álmtrénu.
— Hér ætti húsið að standa,
sagði hann er þau gengu um
lóðina. — Hvað segið þér um að
hafa það tvískipt? Brú yfir læk-
inn, innbyggð brú, og gestaher-
bergin hinum megin?
HEIMILISRITIÐ