Heimilisritið - 01.07.1945, Page 17

Heimilisritið - 01.07.1945, Page 17
hafsöldurnar sleikja þröskulda þessara fiskimannabýla. UMHVERFIS eru grynningar, og sjóleið hættuleg. Að sunnan er Hustadvika með óteljandi grunnbrot. Að norðanverðu er Smöla, umkringd sannkölluðum ólgandi hrærigraut af boðum og skerjum, svo að hvergi getur verra meðfram Noregsströnd- um. Að vestanverðu er Griptar- en (þaragrunnmið), víðáttumikl- ar grynningar, þar sem allsstað- ar ólgar og sýður í ókyrrum sjó. En í kyrru veðri er þar sléttur sjór, ekkert, sem minnir á hætt- ur, nema duflið, sem lagt er við takmörk grunnsins, útbúið ljósi og þokulúðri. Þetta grunn er forðabúrið, gullnáman — eða hvað, sem menn vilja kalla það, því að Griptaren er afbragðs fiskimið. Þar veiðist þorskur, ufsi, langa og keila. Þar sjást oft smáhveli í leit að æti. Á þessi fiskimið hafa Grip- verjar sótt lífsbjörg sína kyn- slóð eftir kynslóð. Þau hafa ver- ið metin til mikilla auðæfa af erkibiskupinum í Niðarósi, og engu síður af hinum dönsku kon- ungum. Voldugar kaupmanna- ættir hafa byggt auð sinn og veldi á þessum blindskerjaklasa. Það er því skiljanlegt, hvers vegna Grip hefur verið svo lengi byggð. Áður en gufuvélin og hreyfillinn komu til sögunn- ar, var það nauðsynlegra en nú, að þurfa sem stytzt að sækja á miðin. Og Grip lá næst þessum miðum. Menn voru ekki að setja það fyrir sig, þótt landrýmið væri lítið og tilveran gæti ver- ið nokkuð drungaleg þar úti. Það er ekki laust við að það veki nokkra undrun, er maður kynn- ir sér sögu eyjarinar, að þarna úti hafa verið ríkir jarðeigend- ur, sem áttu landflæmi með bæjum og skógum inni í landinu. Þeim kom ekki til hugar, að setj- ast að í hinum blómlegu byggð- um. Þeim fannst bæði þægilegra og skemmtilegra að búa úti í eyjunni, þaðan sem þeir öfluðu auðæfa sinna. Afkomendur þeirra lifa þar áfram, og hafa nákvæmlega sömu skoðun og forfeður þeirra: Hvergi í veröld- inni er betra að vera en í Grip. í Kristiansund er alþekkt hvað þeir eru elskir að heimilum sín- um. Þegar Gripverji er staddur í bænum með afla sinn, getur vitanlega komið fyrir að skelli á óveður með kvöldinu. En ær- lega má hann blása til þess að takist að telja hann á að liggja í öruggri höfninni yfir nóttina. Heim fer hann,thvað sem raul- ar og túutar. NÚ skulum við bregða okkur út í eyna. Gufuskip getur ekki HEIMILISRITIÐ 15

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.