Heimilisritið - 01.07.1945, Qupperneq 36
Eigingjarnir karlmenn og
uppskafningar aka oft til öxl-
unum við hvert spor, sem þeir
taka. Þeir vænta aðdáunar, en
hafa engan hug á að láta frelsi
sitt af hendi. Konur, sem snúa
til mjöðmunum hafa mikla löng-
un til ásta. Við munum t. d. eft-
ir Mae West og mjaðmavindingi
hennar.
Þeir sem bera höfuðið hátt eru
tíðast stærilátir, sjálfstæðir í
hugsun og hugrakkir. Hinir, sem
eru niðurlútir, skortir oft fram-
girni og frumleika, eru tauga-
óstyrkir og auðmjúkir. Konur,
sem halla undir flatt, eru venju-
lega daðurdrósir og veikar af
forvitni. Það geta allar konur
átt von á því, að slíkar konur
steli eiginmanni þeirra og bá-
súni út það um fortíð þeirra,
sem sízt skyldi. Loks er konan
sem alltaf er að líta aftur, eins
og kona Lots. Hún veit allt um
alla og er eins og lifandi frétta-
blað.
Menn, sem hallast stífir fram
á við, þegar þeir ganga, eru oft
vanstilltir og vantar alla met-
orðagirnd. Hinir, sem hallast
aftur fyrir sig, eins og skakki
turninn í Písa, eru strangir og
ósveigjanlegir. Illsviti er það,
að ganga með útstandanda sitj-
anda, hallast fram frá mjaðm-
arlið. Er ólíklegt, að fólk, sem
þannig gengur, afli sér fjár eða
frama í lífinu, jafnvel þótt það'
gefi glæsilegar vonir í fyrstu.
Getum við hugsað okkur nokk-
urn konung eða sigurvegara,
sem gengur með búkinn fram-
beygðan?
Það er ekkert smáræði, sem
hægt er að fræðast um ókunn-
ugt fólk með því eina móti að
athuga, hvernig göngulag þess-
er! Það verður gaman að vita
hvernig árangurinn verður, þeg-
ar við förum að athuga göngu-
lag kunningjanna, — og okkar
sjálfra.
SKRÍTLUR
RIFRILDI
— Skrifstofustúlkan mín er
alltaf í bölvuðu rifrildi síðustu
dagana.
— Er það?
— Já, hún veit ekki af því að>
kjóllinn hennar er rifinn að aft-
an.
I góðri trú
' Halli litli kom þjótandi inn til
pabba síns og sýndi honum
nýjan vasahníf, sem hann sagð-
ist hafa fundið úti á götu.
„Ertu nú viss um að honum
hafi verið týnt?“ spurði faðir-
inn.
„Náttúrlega var hann týndur“
svaraði drengurinn. „Eg sá
mann vera að leita að honum“.
34
HEIMILISRITIÐ