Heimilisritið - 01.10.1948, Qupperneq 13

Heimilisritið - 01.10.1948, Qupperneq 13
ef við athugum örlög þessara manna. I upphafi gekk allt að óskum. Hinir „fjólubláu“ brutust til æðstu valda í undirheimunum með aðstoð byssunnar og ríktu þar með harðri hendi. Hinn þekkti rithöfundur, Herbert As- bury, sem varð mjög frægur fyr- ir greinar sínar um glæpamenn, sagð'i eitt sinn: „Hinir „fjólu- bláu“ í Detroit, er þekktur fé- lagsskapur morðingja, sem tekið hefur þátt í flestum óhugnan- legustu glæpunum, sem framdir liafa verið hér um slóðir síðast- liðin fimm til sex ár“. Það var, satt að segja, heldur ekkert smáræði, sem þeir afköst- uðu. Fyrsta afrek þeirra í undir- heimunum, sem gerði þá fræga, var þegar þeir murkuðu niður meginið af keppinautum sínum. Þessi atburður hafði óhugnan- leg áhrif á borgara Detroit, því aldrei fyrr í sögu borgarinnar höfðu vélbyssur verið notaðar sem morðvopn. ÞESSI fjöldamorð áttu sér stað vorið 1927. Það voru þá engir sældartímar hjá spákaup- mönnum og sprittsmyglurum Detroitsborgar, þar sem hverj- um þeirra á fætur öðrum hafði verið rænt. Þetta var í fyrsta skipti, sem mönnum var rænt í Detroit, til að hafa lausnarfé út úr ættingjunum, og þeir „fjólu- bláu“ áttu heiðurinn af flestum þessara mannrána. í marzmánuði komu þrír Chicago-glæpamenn, þeir Frank Wright, Reuben Cohen og Jo- seph Bloom, til Detroit, í því augnamiði að fá lausan einn vin sinn, þekktan leikara, sem hafði verið rænt og krafist var hárrar peningaupphæðar fyrir í lausn- argjald. Kvöld eitt var hringt til þeirra í gistihúsið, þar sem þeir bjuggu og gefið til kynna, að þeir myndu geta fengið upplýs- ingar um þann, sem þeir leituðu að, ef þeir kæmu í heimsókn í herbergi nr. 308 í Milaflorebygg- ingunni. — Þetta herbergi reyndist hafa verið leigt af þeim Abie Axler og Fletcher. Chicago-mennirnir þrír létu ekki á sér standa, en þó fóru þeir sér að engu óðslega. Næsta dag fóru þeir svo í grandaleysi sínu til áðurnefndrar byggingar og börðu að' dyrum á herbergi númer 308. Ilægt og varlega voru aðrar dyr opnaðar frammi á ganginum. Nokkrir menn smeygð'u sér út á ganginn, og á meðal þeirra var einn skuggaleg- ur náungi, vopnaður lítill vél- byssu. An nokkurrar aðvörunar hóf hann skothríð á Chicago- mennina og drap þá alla á and- artaki. HEIMILISRITIÐ 11
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.