Heimilisritið - 01.10.1948, Side 31

Heimilisritið - 01.10.1948, Side 31
Sjálfsævisaga hertogans ai Windsor — 3. þáttur Bernskuárin líða „Á GÓÐRI menntun prinsa veltur velferð heimsins“. Eftir þessari reglu fór Albert, eiginmaður Viktoríu drottning- ar, er hann lagði á ráðin um menntun og uppeldi afa míns, sem að strangleik og hörku virt- ist hæfast til þess að snúa glæpa- manni frá villu síns vegar. Það vantaði ekki, að tilgang- urinn var góður: ala skyldi prinsinn upp í guðsótta og góð- um siðum. En aðferðin dugði ekki við minn gáfaða afa. Og þegar ég lít til baka, til hinna fimm fyrstu hamingjusömu ára, er ég var undir handleiðslu Han- sels kennara míns — hamingju- samra, en furðulega árangurslít- illa ára — þá neyðist ég til að viðurkenna, að mildari aðferðin var sízt happasælli hvað mig snerti. Mamma hafði áhyggjur af því, hvað ég var seinn til náms, og einu sinni varð henni á að segja: „Þessi börn eru hræðilega illa að sér“. Faðir minn hafði engar vöflur á því og kenndi gáfnatregðu minni um allt sam- an. En burt séð frá því, hvernig gáfnafari minu og námshæfi- leikum var varið, þá urðu allar aðstæður í bernsku minni til þess að tefja mjög fyrir þroska mínum. Samkeppnislaus. Það var eitt, að ég vissi ekki hvað samkeppni var, fyrr en ég var orðinn 13 ára og kominn í flotaskólann. Án efa hefur æska mín verið áhyggjuminni fyrir bragðið, en á þessum þroskaár- um fór ég á mis við skapandi afl og víðsýni, sem hlýtur að myndast í samkeppni milli ungra drengja. Og svo var það, að frá upp- HEIMILISRITIÐ 29

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.