Heimilisritið - 01.10.1948, Page 40
framt þessu krefst ég þess, að
þetta sé ekki dæguríluga, ekki
bál, sem slokknar innan skamms.
Ef svo er, geta menn ekki nefnt
það ást, keldur vúnu, vímu, sem
á rót sína að rekja til líkamlegr-
ar ástríðu. Sönn ást þarf engin
æsingalyf. Hún er varanleg, end-
ist alia ævi“.
Bent Kjelström stóð og hlust-
aði á hina hljómfögru rödd
stúlkunnar. I3að var eitthvað dá-
samleg't við hana. Hún var töfr-
andi, þar sem hún stóð í tungls-
ljósinu. Hann var heillaður.
Hún sneri sér að honum og
sagði: „Þér hlægið ekki? Það
gera flestir, þegar þetta mál ber
á góma“.
„Hvers vegna skyldi ég hlæja,
fyrst þér lýsið eigin áliti á þessu
efni? En mitt álit er líklega
nokkuð á annan hátt en ég áleit.
Stað'a mín hefur haft áhrif gagn-
vart þessu. Eg hef séð rang-
hverfu ástarinnar: Slitin hjóna-
bönd, óhamingjusama foreldra
og vanrækt börn. En þessa sögu
haíið þér ekki að segja. Þér kom-
uð betur orðum að skoðunum
okkar en mér hefði tekizt. Þér
eruð hrifnæm, þó að þér neitið
að svo sé. Þér viðurkennið, að'
ást sé til, en þér krefjist sann-
ana til þess að samþykkja hana,
að minnsta kosti hvað yður
sjálfri viðvíkur. Ég er viss um
að þér bíðið eftir, að „sá rétti“
komi — þráið draumsjón yðar
íklædda holdi og blóð'i. Þangað
tii efist þér“.
Hún brosti lítillega. Bent
horíði á hana og dáðist stöðugt
að fegurð hennar.
Margit mælti: ,JÞér eruð fyrsti
karimaöurinn, sem sér leyndustu
hugsanir mínar. Eg bíð. En því
miður ber sú bið engan árangur“.
„Þér eruð hugsjónakona“,
sagði Bent.
„Ef til vill“, svaraði hún.
Bent fylgdi Margit heim um
kvöldið. Þau töluð'u lítið saman
á leiðinni. En þegar þau kvödd-
ust tók hún fast og hlýlega í
hönd hans. Það var þakklæti og
vinátta í handtakinu.
ÞAÐ VAR tilviljun, að þau
hittust aftur. Liðið höfðu marg-
ir mánuðir, án þess að fundum
þeirra bæri saman.
Þau höfðu bæði tekið sumar-
leyfið seint. Flestir aðrir voru
komnir aftur til borgarinnar.
Þau hittust í Geilo. Margit
kom til Bent, strax og hún sá
hann.
„Það' var gaman, að fundum
okkar skyldi bera saman“, sagði
Margit mjög hjartanlega.
„Já, það var skemmtilegt“,
svaraði Bent. „Ég hef oft tekið
símaáhaldið, og verið kominn á
fremsta hlunn með að hringja
til yðar. Ég ætlaði að spyrja,
38
HEIMILISRITIÐ