Heimilisritið - 01.10.1948, Blaðsíða 61

Heimilisritið - 01.10.1948, Blaðsíða 61
mátti búast við fleiri lygum af hennar hálfu. Colgate hafði sýnt lögreglunni í Surrey ljósmvnd- ina og fengið staðfestingu henn- ar á því, að Patrick Redfern og Edward Corrigan væri einn og sami maðurinn. Eg spilaði úr mínum spilum með gætni, og gat komið Redfern í kreppu, svo hann missti jafnvægið. Þegar hann vissi, að hann þekktist sem Edward Corrigan, missti hann alla stjórn á sér“. Hercule Poirot strauk um hálsinn, í óþægilegri endurminn- ingu. ,.Það sem ég hef aðhafst“, sagði hann allrogginn, „var ekki alveg hættulaust. en ég þarf ekki að iðrast þess. Eg vann! Fyrir- höfn mín var ekki árangurslaus". Það varð stutt þögn. Frú Gardener stundi þungan, og sagði: „Hugsa sér, að þetta skraf um sólbað', og jafnvel rauði hnykill- inn minn skyldi eiga sinn þátt í að þér funduð morðingjann. Eg er bara hrærð, það veit ham- ingjan, ég er orðlaus; ertu það ekki líka, Odell?“ „Jú, elskan“, sagði Gardener. „Gardener var mér líka hjálp- legur“, sagði Poirot. „Mig lang- aði til að heyra skynsaman mann láta í ljós álit sitt á frú Marshall, og ég sneri mér til Gardeners“. „Nei, er það satt“, sagði frú Gardener. „Og hvað sagðir þú, Odell?“ Gardener ræskti sig. Hann sagði: „Þú veizt, góða — mér var lítið urn hana gefið“. „Já, hún var nú hreint ekki fáguð eða vel upp alin“, sagði frú Gardener. „Og mér er óhætt að segja það, fyrst Marshall er ekki hérna viðstaddur, að mér fannst hún alltaf fremur heimsk, var það ekki, Odell?“ „Jú, elskan“, sagði Gardener. n. LTNDA Marshall og Hercule Poirot sátu við Gull Cove. Linda sagði: „Auðvitað er ég fegin, að ég slapp lifandi frá því; en mér finnst eins og ég eigi sök á morð- inu. Eg hafði ásett mér að drepa hana“. „Það er allt annað“. Poirot var mjög ákveðinn. „Það er sitt hvað að myrða einhvern, eða langa til þess. Ef þér hefðuð haft Arlenu á yðar valdi, bundna og varnarlausa, í staðinn fvrir þessa vaxmvnd, og þér sjálfar verið með hníf í hendinni, en ekki títu- prjón, þá hefðuð þér ekki rekið hnífinn í hjartað á henni. Að gera vaxlíkan og reka í það prjón — það er fávíslegt, barna- legt; en það getur gert sitt gagn. Þér lögðuð allt yðar hatur í HEIMILISRITIÐ 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.