Heimilisritið - 01.08.1951, Blaðsíða 5

Heimilisritið - 01.08.1951, Blaðsíða 5
inu með tárum sínum. — Lítið dýr, sem ef til vill grætur í myrkrinu — og kvelst. Á næturnar heyri ég hana hlæja í svefninum; stundum hátt og hryssingslega eins og af ótta yið eitthvað; stundum lágt en innilega eins og í 'gleði eða samúð. Stundum hæðnislega og stundum vonleysislega. Og á morgnana grét hún mest. Barnið mitt er dáið, segir hún og gengur til kirkju, þar sem hún biður fyrir sál þess. Hún kveikir á kerti og reykelsi og syngur bænþrungna sálma, hrygg og hrjáð. Og þegar ég bið hana að koma með mér í stutta gönguferð á sólbjörtum degi, þá fer hún að veiða flug- ur handa köngurlónni og tárin streyma úr augum hennar. Um nótt vakna ég við, að hönd hennar þrýstir mína fast. Hvað er að, viria mín? spyr ég og opna augun. Andlit henn- ar er ótta- og sorgarblandið; þurrar varir hennar titra og angist skín úr augunum. Hvers . vegna græt ég? spyr hún, og rödd hennar er hás. Þú grætur 'ekki núna, svara ég blíðlega. Jú ég græt. Ég græt af því elzta barnið mitt er ekki leng- ur á lífi. Hún vefur sig fast upp að mér og heldur áfram: Hvers vegna dó það? Gráttu ekki, svara ég. Nótt- in er bráðum liðin. Og hún leggur höfuð sitt að brjósti mér og ótti hennar rénar. Hann var fyrsti sársauki minn samfara mestu gleðinni og varð dýpsta sorg mín, hvísl- ar hún og sofnar síðan. OG ÞEGAR ÉG vakna um aðra nótt, situr hún á gólfi og talar þrugl. Heldur á tuskum og saumar brúðu. Það var dauðinn, sem tók þig frá mér, muldrar hún. Hann tók þig og þú varðst hans. Þið sameinuðuzt. Ég elska þig; ég elska dauðann, og svört nóttin er allt í kringum okkur, okkur þrjú, þrjú, þrjú. ... Og þegar ég hef komið henni upp í rúm- ið aftur, segir hún brostinni röddu: Tók sá er gaf, eða var lífinu stolið? Hvað á ég og hvers vegna var mér ekki gefinn dauðinn? Og hún heldur áfram að tala fáránlega, unz hún tek- ur að hlæja lágt, en með níst- andi biturleik og sofnar loks með bros á vörum og umlar ánægjulega upp úr svefninum. Og hvað á ég að gera? Hvern- ig get ég lifað við grát, þegar ég þrái hlátur — og dagarnir verða sólarlausir og líða áfram í stynjandi ógn — þjarma að mér og hvolfast yfir mig eins HEIMILISRITIÐ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.