Heimilisritið - 01.08.1951, Page 11

Heimilisritið - 01.08.1951, Page 11
fjöldinn \’ar mjög nærrí því, sem vísindin telja rétt, og þessi börn voru hraustari í maga, uxu meira og þyngdust en annar Jiópur, sem fékk venjulegt barnafæði. Niðurstöður vísindanna stað- festa oft, af hversu öruggri eð'l- ishvöt frumstætt fólk velur sér fæði. Þegar negrar í frumskóg- um Afríku fara í aðdráttarferð- ir, eta þeir blöð af ýmiskonar trjám og runnum. Séu blöðin of gróf eða bragðvond, brenna þeir þau og eta öskuna. 1 Kína er það eldforn siður að gefa móð- urinni strax eftir fæðingu barns- ins grísatá súrsaða í ediki. Þetta sælgæti kemur í góðar þarfir, því grísatær innihalda mikið kalk, en móðirin hefur orðið að sjá af miklu kalki til fóstursins. En margt af því, sem næring- arsérfræðingarnir vita með vissu, er algerlega andstætt skoðunum almennings. Fyrir nokkrum árum ályktaði bíl- stöðvareigandi einn á þessa leið: „A-vítamín læknar náttblindu. Gulrætur innihalda mikið A- vítamín. Ergo getur maður læknað náttblindu með því að' borða gulrætur“. Allir bílstjórar fengu þess vegna skannnt af gul- rótum, þegar þeir áttu að aka að næturlagi, og áður en langt um leið fækkaði næturökuslys- um mjög svo ánægjulega. En það voru tveír agnúar á þessari tilraun. I fyrsta lagi er ekki sannað, að menn sjái betur, hvorki að nóttu né degi, þó menn eti A-vítamín. Og í öðru lagi innihalda gulrætur að vísu mikið' af karotin, en tilraunir hafa sannað, að gulrætur veita líkamanum aðeins sjötta hluta þess A-vítamínsmagns, sem vís- indamenn reiknuðu með áður. Það er sennilegast, að það hafi verið japlið á gulrótunum en ekki karotínið, sem gerði bíl- stjórana aðgæt nari. Munið' þið þá tíð, þegar það var í tízku að eta ger? Næring- arfræðingarnir höfðu komizt að raun um, að ferskt bakstursger væri fullt af B-vítamínum, sem sé tiamin og riboflavin. Það var að vísu rétt, að ger innihélt viss vítamín, og gerir það enn. En gallinn er bara sá, að það slepp- ir þeim ekki. Og ekki nóg með það: með ítarlegum tilraunum hefur nýlega verið staðfest, að hráar gersellur stela nokkru af því tiamini, sem líkaminn fær í annarri fæðu. Hið sama gera reyndar hrár kræklingur og ým- is önnur sædýr. Þau innihalda nefnilega enzvm, sem sundur- leysir tiamin. Spínat er auðugt af kalki og járni. En þessi mikilvægu efni eru í þess konar ástandi í spín- ati, að líkaminn á örðugt með HEIMILISRITIÐ 9

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.