Heimilisritið - 01.08.1951, Page 21

Heimilisritið - 01.08.1951, Page 21
Gleymdir dularatburðir Frásagnir, þýddar tír ,,Allt i fickformat ' FYRIR dagrenningu einn kaldan og hvassan morgun í fyrri heimsstyrjöldinni, sigldi brezkur kafbátur frá Harwiek í eftirlitsferð. Kafbáturinn veltist um eins og eggjaskurn dögum saman. „Mér geðjast ekki að þessu“, sagði skipstjórinn við einn af liðsforingjunum, sem hét Brandt, „ég held við förum nið- ur og leggjumst á botninn, þar til lygnir!“ Eftir morgunverð gaf hann fyrirskipanir: „Einn maður verður á verði við dýptarmælinn og hinir mega leggja sig til klukkan tíu í kvöld, þegar við förum upp“. Kafbáturinn fór niðhr á botn og lagðist, og eftir morgunverð skreið dauðþreytt áhöfnin í rekkjur sínar, nema sá, sem á verði var. Brandt hafði varla lagt sig til að hvílast í tíu, tólf tíma, fyrr en hann var sem horf- inn úr þessum heimi. Hann fór að dreyma. Honum þótti hann vera í skotfæraverksmiðju. Kon- ur í samfestingum voru að fylla skothylki með sprengiefni. Langt frá sér í stórum salnum sá hann lítinn klefa, þar sem stóð á hurð- inni „Eftirlitsmaður“. Brandt kom þangað og sá systur sína fyrir innan. Hún horfði í áttina til hans, en virtist ekki sjá hann. Svo sá liann fyrir aftan hana, inni í næsta sal, ofurlitla eld- tungu sleikja þilið á salnum, þar sem konurnar voru að fylla skothylkin. Brandt reyndi að kalla til systur sinnar, en kom ekki upp nokkru orði. Hún sat við skrif- borðið eins og hún -svæfi. Hann reyndi að lilaupa til hennar — en fæturnir hreyfðust ekki. Allt í einu kvað við gífurleg spreng- ing, honum þótti vegimir hrynja inn — allt varð í báli, reyk og ringulreið. Húsið' hrundi með braki og brestum. Brandt reyndi aftur að fleygja sér áfram og vaknaði allt í einu við það, að hann rak höfuðið í bríkina fyrir ofan sig. Hann var alls ekki í skotfæraverksmiðju, hann var í gamla kafbátnum sín- um. HEIMILISRITIÐ 19

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.