Heimilisritið - 01.08.1951, Side 31

Heimilisritið - 01.08.1951, Side 31
leiðina, og brátt stönsuðu þau fyrir utan reisulegt, hvítt hús. Það var svo margt, sem hann langaði til að' segja henni, en hvernig gat hann afhjúpað sig sem hinn fyrirlitlega rjóma- skeggja, Karl Marnell? Ástand- ið var vonlaust. Hún brosti þakksamlega til hans ... „Sælir“, sagði hún. „Martina!“ hann kallaði hana ósjálfrátt skírnamafni. „Þú mátt ekki fara strax“. 0g áður en hann gat stillt sig, tók hann hana í faðm sér og kyssti hana þannig, að það hefði alls ekki getað gengið í kvik- mynd. Hún leit ljómandi upp og hvíslaði: „Ó, Karl!“ Hann áttaði sig allt í einu og leit ásakandi á hana. „Þú þekkir mig“, sagði hann. „Þú hefur alltaf vitað, hver ég var“. „Næstum alltaf“, viðurkenndi hún. „Allt frá því, er þú sagðir mér frá Trumbum Lees hers- höfðingja. Þú gleymdir, að það er ekki farið að sýna þá mynd ennþá“. „En þú hefur óbeit á mér“, hélt hann áfram. „Þú sagðir, að ég ... að Karl Mamell væri hræðilegur dúkkudrengur“. Hún kinkað'i kolli. „Það er hann líka. En nú veit ég, að hann getur ekki gert að því sjálfur. Það eru hlutverkin, sem þeir neyða hann til að leika, og hann hefur ekki bein í nefinu til að neita. Það, sem hann vantar, er góður viðskiptafulltrúi“. „Elsku Martina, hvaða vit hefur þú á slíku?“ „Ég þekki það frá pabba“, út- skýrði hún. „Þú hlýtur að hafa heyrt hans getið' — rithöfund- inn Gregor Thorne. Ef ég gætti þess ekki, myndi hann gefa út- gefendunum handritin að bók- um sínum og skrifa allt, sem þeir bæðu um. En það fær hann bara ekki“. „Martina .. . heldurðu, að þú gætir séð um mín málefni líka?“ Hún leit ertnislega til hans. „Það fer eftir því, hvernig kunn- ingskapur okkar fer, herra Mar- nell“. Karl velti fyrir sér lokkandi framtíðaráformum .. . mánaðar- orlof hér, ef til vill meira. Tennis með Martinu, sund með Mar- tinu, kvöldverður og dans með Martinu. Hann leit blíð'lega framan í hana. „Heldurðu að þú gætir sætt þig við að hafa dúkkudreng á hælunum dagsdaglega?“ sagði hann auðmjúkur. „Já“, sagði hún brosandi, „ef þú átt við þig“. KNOIR PEIMILISRITIE) 29

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.