Heimilisritið - 01.08.1951, Page 36

Heimilisritið - 01.08.1951, Page 36
ánægð? Hún hefði þó átt að vera sérlega hamingjnsöm. Hún myndi fá að hafa Jeff heima allt sumarið .. . þangað til þau flyttu um miðjan september. Læknir- inn hafði ráðlagt honum að hvíla sig eftir erfiði síðustu ára, og þær þrjár vikur, sem liðnar voru frá því þau fluttu hingað, höfðu gert kraftaverk. Það var eins og hann hefði þurrkað út úr meðvitund sinni sérhverja hugsun um viðskipti og vinnu. Hann var glað'ur og frjáls eins og skólastrákur. Hlátur ungrar stúlku rauf skyndilega þögnina. Susan heyrði að það var Peggy How- land. „Já, það er satt, hann er bæði kátur og yndislegur“, heyrði Susan aðra rödd segja, um leið og gengið var fram lijá lautinni, þar sem Susan lá vel l'alin. „En hann verkar illa á mig, liann er svo montinn“. „Og samt ertu alveg eins ístöðulaus gagnvart Eddie og við hin!“ íagði Peggy. „Þú get- ur ekki að því gert!“ Sjálf hafði hún verið auðmjúkur þjónn Eddies frá því þau fóru að ganga, og hún hélt áfram að til- biðja hann, þegar þau komu heim í leyfi, sitt frá hvorum há- skóla. Ilngu stúlkurnar héldu áfram niður til baðstrandarinnar. Susan reis upp á olnboga og horfði á eftir þeim. Hér var við- fangsefni, sem þurfti athugunar við og gerði hana órólega. I sama bili kom Winnie, unn- usta Bills, hlaupandi til hennar. „Eg vissi að' þú rnyndir vera hér“, sagði hún ög fleygði sér niður við hliðina á Susan. „Segðu mér, Winnie ... er Eddie montinn?“ „Það er kannske of mikið sagt“, svaraði Winnie, „en hann hefur svo mikið sjálfsálit. Það er alveg óþolandi, hvað hann er alltaf öruggur nreð sig“. „Já“, tautaði Susan annars hugar. „En montinn ...“ „Ja, ég á frekar við’, að hann er alveg viss um að allar stúlk- ur séu hrifnar af honum“. Susan leit hugsandi niður fyr- ir sig. Já, Eddie hafði sjálfsálit og var duglegur. ... Hann var líkur föður sínunr, ekki aðeins í útliti heldur líka í hreyfingum. Hann hafði hinar léttu, kæru- leysislegu og þó öruggu hreyf- ingar föður síns, sama glettnis- lega blikið í augunum og hina sömu ertandi persónutöfra. „Annars þolir Eddie ekki sanranburð við föður sinn“, sagði Winnie hæglátlega. Susan hrökk við. Gat Winnie lesið hugsanir hennar? En hún skildi athugasemd hennar betur, þegar hún fylgdist með' augna- 34 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.