Heimilisritið - 01.08.1951, Blaðsíða 36

Heimilisritið - 01.08.1951, Blaðsíða 36
ánægð? Hún hefði þó átt að vera sérlega hamingjnsöm. Hún myndi fá að hafa Jeff heima allt sumarið .. . þangað til þau flyttu um miðjan september. Læknir- inn hafði ráðlagt honum að hvíla sig eftir erfiði síðustu ára, og þær þrjár vikur, sem liðnar voru frá því þau fluttu hingað, höfðu gert kraftaverk. Það var eins og hann hefði þurrkað út úr meðvitund sinni sérhverja hugsun um viðskipti og vinnu. Hann var glað'ur og frjáls eins og skólastrákur. Hlátur ungrar stúlku rauf skyndilega þögnina. Susan heyrði að það var Peggy How- land. „Já, það er satt, hann er bæði kátur og yndislegur“, heyrði Susan aðra rödd segja, um leið og gengið var fram lijá lautinni, þar sem Susan lá vel l'alin. „En hann verkar illa á mig, liann er svo montinn“. „Og samt ertu alveg eins ístöðulaus gagnvart Eddie og við hin!“ íagði Peggy. „Þú get- ur ekki að því gert!“ Sjálf hafði hún verið auðmjúkur þjónn Eddies frá því þau fóru að ganga, og hún hélt áfram að til- biðja hann, þegar þau komu heim í leyfi, sitt frá hvorum há- skóla. Ilngu stúlkurnar héldu áfram niður til baðstrandarinnar. Susan reis upp á olnboga og horfði á eftir þeim. Hér var við- fangsefni, sem þurfti athugunar við og gerði hana órólega. I sama bili kom Winnie, unn- usta Bills, hlaupandi til hennar. „Eg vissi að' þú rnyndir vera hér“, sagði hún ög fleygði sér niður við hliðina á Susan. „Segðu mér, Winnie ... er Eddie montinn?“ „Það er kannske of mikið sagt“, svaraði Winnie, „en hann hefur svo mikið sjálfsálit. Það er alveg óþolandi, hvað hann er alltaf öruggur nreð sig“. „Já“, tautaði Susan annars hugar. „En montinn ...“ „Ja, ég á frekar við’, að hann er alveg viss um að allar stúlk- ur séu hrifnar af honum“. Susan leit hugsandi niður fyr- ir sig. Já, Eddie hafði sjálfsálit og var duglegur. ... Hann var líkur föður sínunr, ekki aðeins í útliti heldur líka í hreyfingum. Hann hafði hinar léttu, kæru- leysislegu og þó öruggu hreyf- ingar föður síns, sama glettnis- lega blikið í augunum og hina sömu ertandi persónutöfra. „Annars þolir Eddie ekki sanranburð við föður sinn“, sagði Winnie hæglátlega. Susan hrökk við. Gat Winnie lesið hugsanir hennar? En hún skildi athugasemd hennar betur, þegar hún fylgdist með' augna- 34 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.