Heimilisritið - 01.08.1951, Page 42

Heimilisritið - 01.08.1951, Page 42
Úti á svölunum stóð Jeff og reykti. „Nú, það var Indíánavælið úr þér, sem við heyrð'um“, sagði hann hlæjandi. „Já, mér fannst ég þekkja lagið!“ „Ég þarf að finna Peggy“, sagði Eddie hlæjandi um leið og hann fór inn. „Það er ekki vert að ég misnoti þolinmæði henn- ar“. Susan lagði höndina á hand- legg Jeffs. „Jeff, eigum við ekki að ganga niður að sjónum, veðrið' er svo yndislegt .. .“ „Þú þekkir þá líka rómantíska staði!“ sagði hann brosandi. „Jeff, ég hef hagað mér eins og kjáni“. „Það er laukrétt", svaraðit hann ástúðlega, „hver hefur sagt þér það?“ Hún nam staðar og leit fram- an í hann. „Þú mátt ekki vera mér reið- ur, Jeff“, hvíslaði hún að hon- um. Hún gat séð' bros hans, sem var ástúðlegt og fullt af um- hyggju. „Ég er þá ekki lengur í ónáð?“ sagði hann glettnislega. „En ... Susan . . . ertu að gráta?“ sagði hann óttasleginn. „Það lítur út fyrir það“, taut- aði hún. „Jeff . .. Baba Clayton, . . . þér finnst hún ekki í alvöru talað . ..“ Hann skellti upp úr. „Mér finnst ekkert sérstakt alvarlegt í sambandi við hana!“ sagði hann. „Mér er þá óhætt að hætta núna?“ „Hvað áttu við?“ „Nú, herra guð*', sagði hann hlæjandi. „Maður verður þó að hafa leyfi til þess að leita sér huggunar. A heimili mínu mætti ég hvorki skilningi né ástríki!“ sagði hann með leikaratilburð- um. „Ó, Jeff .. .“ „Auðvitað geturðu skilið að ég er lengi búinn að vera hér sem utanveltu besefi. Maðúr getur aldrei verið viss í sinni sök. Það hefur átt sér stað fyrr, að kona hafi orðið leið á manni sínum, þegar hann nálgast fer- tugsaldurinn“. „Ó, Jeff!“ sagði Susan aftur. Hann beygði sig niður og kyssti hana. „Ég hef þráð þig svo mikið, Susan!“ mælti hann hljóð'lega. „Ætli það sé ekki dansinn minn, sem er að byrja núna?“ bætti hann við alvörugefinn og glað- ur. Svo lagði hann handlegginn utan um hana, og undir tóna- regninu frá danssalnum, sem barst út til þeirra, dönsuðu þau brosandi og frá sér numin eftir strandlengj unni. ENDm 40 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.