Heimilisritið - 01.08.1951, Qupperneq 57

Heimilisritið - 01.08.1951, Qupperneq 57
á mér, því jni sérð ekkert fyrir myrkri. Við verðum að ráðast gegnum hliðið á stauragirðingunni og svo þvert yfir opna svæðið og inn í frumskóginn. Hefurðu skilið mig? Tilbúin?“ Joan kinkaði kolli orðalaust. Hilary sneri sér við og sagði eitthvað á máli hinna innfæddu við Ugi, er var að handfjatla langan, ljótan hníf, sem þar að auki var blóðugur, og ranghvolfdi augunum og gaut þeim í áttina til hins ósjálfbjarga Doyles. Ugj stökk strax til dyra, gægðist út og benti þeim svo á- kaft að koma. „Komdu þá í guðs nafni!“ hrópaði Hilary inn í eyrað á Joan. Hann greip í handlegg hennar og dró hana með sér út um dyrnar, út í óveðrið. Þegar þau komu að hliðinu, glamp- aði skær elding, og samstundis réðist svört vera á Ugi, sem fór fyrir. Joan sá glampa á hníf Ugis í bjarma elding- arinnar. Það var allt og sumt. Hún hnaut um citthvað í hliðinu, og við bjarma nýrrar eldingar sá hún lík. Hún gat ekki greint neitt, nema þegar eld- ingarnar lýstu upp. Hilary hélt fast um úlnlið hennar og dró hana með sér á harða hlaupi gegn- um myrkrið. Himinninn virtist hella öllum vatnsforða sínum yfir þau, og eftir fáein augnablik var hún ' orðin holdvot og regnið streymdi niður bak hennar. Það var ekki hægt að greina milli láðs og lofts. Joan var.bæði hrædd og ringluð, og henni var innanbrjósts eins og hún hefðj hræðilega martröð, meðan hún staulaðist áfram eins og fæturnir gátu borið hana, hrædd um að hún myndi hníga niður þá og þegar. Ó- sjálfrátt kom henni í hug, að það hefði verið ofviðri, sem Hilary varð að berj- ast við er hann flutti hana til Muava, og að það var ofviðri, sem varpaði henni í hendur Doylcs. Það var líka sjálfsagt ofviðrið, sem hafði gert Hilary og þjóni hans mögúlegt að bjarga henni. Það mátti með sanni segja, að hún hefði sáð stormi og uppskorið ofviðri. Enn ný elding sýndi henni, að þau voru komin að jaðri frumskógarins, og hún fékk líka að kenna á því, er hún óð beint inn í kaktusrunna. Hún hélt sér ósjálfrátt fastara í Hilary, til þess að detta ekki, og heyrði að hann hróp- aði eitthvað, en hún gat ekki greint orðaskil. Þau voru nú komin inn á milli trjánna og urðu að bíða eftir eldingun- um, til að sjá hvaða leið þau skyldu halda, en þó hlupu þau áfram líkt og hálfblindir menn í ókunnu umhverfi. Regnið streymdi látlaust niður, og loft- ið var fullt af fjúkandi kvistum, blöð- um og greinum. Litlu síðar slotaði veðr- inu andartak, einmitt er þau virtust komin inn f eitthvert völundarhús af trjástofnum og greinum, sem þau sáu af eldingabjarma, að var fíkjutré, en greinar þess vaxa mður að jörðu og skjóta þar rótum. „Við skulum leita skjóls hér, meðan ofviðrið geisar," hrópaði Hilary inn í eyra Joan. En það var varla um nokkurt skjól að ræða. Að vísu skýldu greinar þess þeim fyrir storminum, en vatnið streymdi yfir þau af blöðum fíkjutrés- ins. Joan gat loks ekki dregið andann til fulls, en tók andköf og stundi, þang- að til fæturnir virtust alveg ætla að gefa HEIMILISRITIÐ 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.