Heimilisritið - 01.09.1951, Side 10
in á, að ólán og vonbrigði sé
hægt að sigra, sn trú, sem afmá-
ir óttann; sú trú, að það, sem
maður vonar af allri sál sinni,
veitist manni einnig.
Óteljandi sinnum hef ég
skynjað hinn mikla mátt trúar-
innar. Einungis trúin á, að það
væri liœgt, leiddi til, að Bonne-
ville-stíflan yfir Columbia-fljót-
ið var byggð. Það voru nógir til
að draga úr því. Þeir sögðu, að'
freyðandi vatnsmagn fljótsins
myndi hækka um tugi metra á
einum eða tveimur dögum og
brjóta á bak aftur allar vesælar,
mannlegar tilraunir til að stífla
það. Gömul indíönsk sögn sagði,
að engin mannleg vera myndi
nokkru sinni ganga yfir Colum-
biafljótið. Verkfræðingar stjórn-
arinnar efuðust um, að það væri
hægt og fjárhagsáhættan þótti of
mikil. En efasemdirnar urðu að'
láta í minni pokann fyrir óbil-
andi trú, sem sannaði, að ef við
einungis höfum hugrekki til að
beita allri orlcu okkar að ein-
hverju, getum við gert það.
Það er ógæfa okkar tíma, að
heilar þjóðir virðast hafa tapað
trúnni og hafa látið bugast af
upplausn og örvæntingu. Þær
finna, að' þær eru ekki lengur
herrar sinna eigin örlaga — að
stríð, harðstjórn og ráðalevsi
hafa svipt þær voninni og farið
með þær eins og viljalaus leik-
föng. Þær fylgja fölskum spá-
mönnum guðleysis og efnis-
hyggju.
A þessum vantrúartíma verð-
ur að leita með logandi Ijósi að
trúarsannfæringu, sem getur
fleytt manni gegnum lífið. Hana
er hægt að finna í bæn og hug-
leiðingum, í hátíðlegri kyrrð
kirkjunnar og hjá skilningsgóð-
um presti, í orðum biblíunnar
og speki heimspekinganna, sem
enn er í fullu gildi. Það er frem-
ur öllu nauðsynlegt að finna lífs-
hugsjón og trú, sem hrekur böl-
sýnina á flótta.
Ég lief óhrekjandi sannanir
fyrir réttmætinu í orðum Mark-
úsar guðspjallamanns, í níunda
kapítula, 23. versi: „Þeim sem
trúir, er enginn hlutur ómáttug-
ur“. Það sem maðurinn getur
skapað í ímyndun sinni, getur
liann líka skapað í veruleikanum.
3. Elskið meðbrœður yðar og
þjónið þeim.
Það er hægt. Ég get nefnt
hundruð dæma um menn, sem
hafa sannað það í lífi sínu.
Djúp, rótgróin ást til mann-
anna — allra manna — er ein-
kenni allra mikilmenna, þar sem
aftur á móti „hvað — fæ — ég
— fyrir — það“ afstaðan leiðir
óhjákvæmilega inn í blindgötu,
sem endar með ósigri.
Að vinna er einfaldlega í því
fólgið að' fullnægja einhverri
8
HEIMILISRITIÐ