Heimilisritið - 01.09.1951, Síða 26

Heimilisritið - 01.09.1951, Síða 26
r GÓLFTEPPI. •— Sértu ógift(ur) og þig dreymir um gólfteppi muntu brátt ganga í hjónaband og eignast mörg börn. GÓLFÞURRKA. — Að dreyma um gólfþurrku er fyrirboði þess, að mað- ur mun verða að gjalda fyrir kænileysi sitt. GRAFA. — Ef þig dreymir að þú sért að grafa er það hamingjutákn, einkum ef þú finnur eitthvað í uppgreftrinum. GRAFSKRIFT. — Ef þig dreymir að þú lesir eigin grafskrift —- og ert ógift(ur) — mun ekki langt að bíða brúðkaupsins. Sértu gift(ur) muntu brátt eignast barn cða hljóta annað stórhapp. Lesa grafskrift annarra er oftast fyrir sorgarfrétt. GRAS. — Dreymi þig að þú sért að slá gras, boðar það þér hagkvæm viðskipti. Því hávaxnara sem grasið er því meiri verður hagnaður þinn. En gras boðar annars iðulega hættu á því, að einhver fjölskyldu- meðlimur muni skapa þér miklar áhyggjur vegna svika og óheilinda. (Sjá Jurt). GRASVÖLLUR. — Það er lánsmerki að dreyma, að maður sé að ganga um grösugan og grænan grasvöll. Dreymandinn mun hækka í stöðu og kynnast von bráðar ýmsu frægu fólki. GRÁTUR. — Sjá Tár. GRAUTUR. — Dreymi mann að hann eti graut, er það fyrir óvæntri gestakomu. Að elda graut, eða sjá það gert, er fyrjr ósamkomulagi. GREFTRUN. — Sjá Jarðarför. GREIÐSLA. — Það boðar óvæntar og góðar fréttir að dreyma, að maður sé að borga skuld. Að geta hinsvegar ekki greitt það, sem manni ber, er fyrir illu umtali. GREMJA. — Dreymi þig, að þú berir mikla gremju og áhyggjur I brjósti út af einhverju, munu bjartar sólskinsstundir vera framundan hjá þér. GRIMMD. — Ef þig dreymir grimmdarlega athöfn, mun einhver nákom- inn þér verða aðnjótandi kærleiksvcrks. Sjúkrahús er- í sambandi við þctta. GRIMA. — Að sjá einhvern með grímu er merki um að dreymandinn ætti að vera á varðbergi gegn óhreinlyndi í sinn garð. Dreymi þig að þú sért á grímuballi máttu búast við að tapa peningum vegna ó- varfærni þinnar. Einnig er viðbúið að þú komir ekki rétt fram við vini þína. GRIPAHÚS. — Að dreyma útihús boðar hamingju, oft í sambandi við heimsókn gamals vinar. Vera í gripahúsi (einkum fjósi eða hesthúsi), boðar þér gæfu og gcngi. Fjós í draumi boðar þér oft gjöf eða góSar fréttir. Sjá veggi fallna í gripahúsi: skepnutjón. GRISJA. — Dreymi mann híalín, grisju, eða örþunnt léreftsefni, mtinu margvísleg vandræði verða varðandi ástamál þín. Dreymi þig að þú sért klædd(ur) grisju, máttu reikna með ótryggum vinurn. (Frh. í nœsta hefti). 24 HEJMILISRITI5

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.