Heimilisritið - 01.09.1951, Síða 27
MAÐURINN,
sem naut þess að horfa á konur
Smásaga eftir Ernest Lehman
í FYRSTU leit hann eftir-
tektarlausum augum á suma af
hinum farþegunum í neðanjarð-
arlestinni, og þeir voru flestir,
eins og hann sjálfur, þreytu-
legir og ófagrir. Svo renndi
hann augunum hægt eftir aug-
lýsingaspjöldunum,. las — en
las þó ekki — um hóstameðul,
hárþvottaefni og höfuðverkja-
duft. Og að lokum, eins og
hundur, sem hefur hringsólað
nógu lengi kringum matardall-
inn sinn, leit hann beint á
stúlkuna, og hún var óleyfilega
falleg.
Hún var grönn og hand-
leggjaber með ljóst hár, og hún
var svartklædd og sólbrún með
æskuglóð í augum. Lew starði
a hana yfir dagblaðið sitt, og
eitthvað innra með honum
langaði til að gráta, ósjálfrátt
varð honum hugsað til þess, er
hann sá Stórugjá í fyrsta sinn
í skemmtiferð með Mörtu árið
1933!, þegar hann fékk tilhneig-
ingu til að fleygja sér fram af
brúninni.
Allt í einu mættust augu
þeirra, augu hennar voru köld,
grágræn, og hann leit snöggt
HEIMILISRITIÐ
25