Heimilisritið - 01.09.1951, Síða 28

Heimilisritið - 01.09.1951, Síða 28
undan og hugsaði: Þú, eins og hinar, þú ert grimmlynd, hugs- unarlaus, þóttafull vegna feg- urðar þinnar. Hann starði ó- þolinmóður á prentsvertuna á hlaðinu, og þegar hann leit upp aftur, hugsaði hann biðjandi: vertu svo góð að lofa mér að horfa á þig lengur en fáeinar sekúndur — ekki í laumi, held- ur af aðdáun. Mig langar ein- ungis til að horfa á þig, ekkert meir, eins og það sem er fag- urt. Leyfðu mér það. En hún vildi það ekki. Hún greip augnaráð hans samstund- is og hrakti það burt, og svo var lestin komin á stöðina, hann fór út á brautarpallinn og horfði á eftir henni hverfa að eilífu sjónum hans, og skildi Hann eftir með ekkert nema tómleika og uppgjafartilfinn- ingu, og ofurlítinn dropa í safn minninganna. Það var svo lít- ið, sem hann fór fram á — að- eins að fá að horfa, án hindr- unar, án sektar, án hinnar sí- felldu ásökunar í augum þeirra. Sólsetrið, skemmtigarðana og málverkasöfnin máttu þeir taka burt, ef hann bara fengi að njóta áttunda furðuverks veraldarinnar. Hann gekk hægt heim frá stöðinni í stað þess að fara með strætisvagni, og hann var hljóð- ur við kvöldverðarborðið og tók engan þátt í masi konu sinnar og barnanna þriggja. Á ná- kvæmlega því augnabliki, sem hann hafði gert ráð fyrir, spurði Marta hann, hvort nokkuð væri að. „Ekki neitt, góða mín,“ full- vissaði Lew hana um og brosti snöggt. „Ég held ég sé bara ofurlítið þreyttur." Og margt fleira, hugsaði hann. „Þú hefur skilið eftir kjöt á beininu þínu,“ sagði Marta og benti með gafflinum á disk- inn hans. „Sjáðu, þetta er allt kjöt. Ef þú vissir hversu dýrt er —“ „Ég skal ljúka því,“ sagði hann stillilega. Hann nagaði beinið og virti Mörtu fyrir sér yfir borðið, og hugsaði, að hann væri ennþá ástfanginn af henni, og velti því fyrir sér í þúsundasta skipti, hvort líf hans hefði orðið nokkuð öðru vísi, þótt hún hefði haldið á- fram að vera falleg í útliti. Marta settist með sokka í kjöltu sinni og nál og enda í höndunum, hann lét á sig hatt- inn og sagðist ætla að ganga út. Marta leit upp frá verki sínu. „Ég hélt þú værir þreyttur?“ sagði hún rólega. „Máske hef ég gott af hreinu lofti,“ sagði Lew. 26 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.