Heimilisritið - 01.09.1951, Blaðsíða 42
manninn nánar fyrir sér. Hann
var hár og þrekinn, og það
skein í loðið og kraftalegt
brjóstið innan undir fráhnepptri
skyrtunni.
„Eruð þér Shorty?“ spurði
Mollison, meðan hann mældi
með augunum hina löngu fót-
leggi mannsins og kraftalegt
vaxtarlag hans. „Eftir útlitinu
að dæma, eruð þér enginn
amlóði!“
Sá lamaði lagði hendurnar á
hjólin og ýtti sér nær Mollison.
Áður en hann svaraði, tók hann
upp afþurrkunartusku og þurrk-
aði af borðinu.
„Ég var líka vel að manni,
áður en ég særðist fyrir nokkr-
um árum af Heiníe-sprengju. —
Ég hef verið lamaður síðan.“
„Það var slæmt,“ sagði Molli-
son.
„Hyernig litist yður á kjöt-
kássu?“
„Ég myndi heldur þiggja eins
og tvö egg.“
„Það skuluð þér fá. — Kaffi?“
„Já, svart og mjög sterkt.“
Fljótari en gangandi maður
var Shorty kominn inn fyrir
dyrnar bak við barinn. Hann
lét pönnu á gasvélina, og setti
smjör og tvö egg á pönnuna.
Svo setti hann rafmagns-kaffi-
könnu í samband, og áður en
varði lagði léttan reyk út um
opnar dymar.
40
Það hlýtur að yera allrúm-
gott þarna inni, hugsaði Molli-
son og starði á dyrnar. En þá
tók hann eftir því að Shorty
horfði á hann, svo að hann
flýtti sér að líta til hliðar.
Shorty sneri sér í hjólastóln-
um og hækkaði útvarpið.
Hljómsveitin spilaði þekkt dans-
lag, og Mollison sló taktinn
á borðið með hníf. En það stóð
ekki lengi. — Músíkin hætti
skyndilega, og þulurinn tók til
máls:
„Morðinginn, sem drap nætur-
vörðinn í Forsyths-efnaverk-
smiðjunni í nótt, hefur ekki
náðst ennþá. Lögreglan leitar
hans nú í Lookout Mountain
héraðinu. íbúarnir ættu að hafa
gætur á öllum ókunnugum
mönnum. Maðurinn er vopnað-
ur. Hann er mjög hættulegur
glæpamaður. Lögreglan ..
Hnífurinn féll úr höndum
Mollisons og lenti glamrandi á
borðplötunni. Hann tók hann
fljótlega upp aftur og kallaði
í Shorty.
„Skrúfaðu fyrir þennan kjaft-
ask og reyndu að finna músík.“
Shorty kinkaði kolli og skipti
yfir á aðra stöð. Dansmúsík
fyllti aftur salinn og Mollison
hélt áfram að slá taktinn.
„Búið þér einn hér?“ spurði
hann allt í einu.
Sá lamaði þurrkaði hendur
HEIMILISRITIÐ